Vorið - 01.12.1968, Síða 45

Vorið - 01.12.1968, Síða 45
horfði stóruni sakleysislegum augum á Ketil. „Nei, því trúi ég nú varla,“ svaraði Ketill. „Jú, þú heitir Silfurrefur Verkamennirnir, sem þarna voru við- staddir, vissu varla, hvað þeir asttu að gera af sér, en Ketill hló bara góðlátlega. Börnin urðu sjálf að leggja sér til skólabækur á þeim tímum, en nú höfðu komið mörg systkini í skólann einhvers- staðar að norðan. Þau vissu lítið, og eitthvað gekk illa fyrir þeim að útvega sér skólabækur. Móðir þeirra var ekkja. Þetta var allt eins slæmt og það gat verið. Einmitt um þetta leyti var að koma út nýtt blað í Osló. Ég þekkti ritstjórann og hann hafði sent mér nokkur eintök til sölu. Það var annars hlutverk, sem mér lét ekki vel. En þá duttu mér allt í einu í hug tveir af nýju skóladrengj- unum mínum. Ég ætlaði að reyna þá. Það gat verið, að þeir með því gætu unnið sér inn nokkrar krónur fyrir skólabókum. En þetta gekk ekki vel. Nokkru síðar komu þeir með nálega öll blöðin óseld. Þá voru þau bæði óhrein og illa útlít- andi. Sumum blöðunum höfðu þeir al- veg glatað. Þá reyndi ég eldri bróður Auðuns. Það fór á sömu leið. Þá gafst ég upp við söluna. En kvöld eitt, þegar ég sat aleinn á herbergi mínu, stóð Auðun allt í einu í dyrunum. Hann liafði komið til mín nokkrum sinnum áður, en í þetta skipti var hann óvenjulega hátíðlegur á svip. Hann leit á blöðin, sem mér höfðu verið send og leizt vel á þau. Ég sagði honum, að ég yrði víst að senda þau aftur til ritstjórans, því að enginn gæti selt þau, og enginn vildi kaupa þau. VORIÐ 187

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.