Vorið - 01.12.1968, Side 48
ERTU RÍKUR?
— Ertu ríkur? spurði prestur nokk-
ur lítinn dreng.
Drengurinn leit ekki út fyrir að vera
það. Hann hristi höfuðið og leit niður
fyrir sig. Prestinum geðjaðist líklega
ekki að fátækum drengjum.
— Attu hundrað krónur?
— Nei, svaraði drengurinn strax.
— Yildir þú ekki gjarnan eiga
hundrað krónur?
— Ju-ú.
— Ágætt þá kaupi ég gimsteinana
þína.
— Gimsteina — af mér? Ég hef
aldrei átt neina gimsteina.
— Það getur verið, en þó sé ég þá.
Þú átt tvö skær og falleg augu. Ég skal
gefa þér hundrað krónur fyrir þau.
— Nei, þau sel ég ekki, sagði dreng-
urinn svo hátt og skýrt, að presturinn
'kipptist við.
— Mundir þú ekki láta þau fyrir
þúsund krónur?
— Nei, ekki einu sinni fyrir hundrað
þúsund. Hvað ætti ég að gera með pen-
inga, þegar ég gæti ekki séð neitt af
því, sem ég vildi kaupa fyrir þá.
— Nei, auðvitað ekki, sagði prest-
urinn. — Ég hélt kannski, að þú vildir
verða ríkur. — En vinnuáhöldin þín —
hvað viltu fá fyrir þau?
— Ég á ekki nein vinnuáhöld.
— Er það ekki? Þú vinnur daglega
með höndum þínum. Eru það ekki
vinnuáhöld? Ég þekki lítinn dreng með
máttlausar hendur. Segðu mér hve mik-
ið þú vilt fá fyrir hvora hendi?
Presturinn fékk svipuð svör og áður.
— Þá viltu kannski selja mér hest-
ana þína, sagði hann að lokum. — Þess-
ir tryggu hestar, sem flytja þig áfram
á hverjum degi — í skólann og úr skól-
anum, út til leikja og inn lil máltíða.
Sterkir, góðir hestar, sem geta hlaup-
ið hratt. líg þekki þá vel.
Drengurinn horfði niður á fætur sér.
Hann gat hlaupið hratt, þegar hann
vildi. En hann vildi ekki selja þá.
-—- Nú hef ég boðið þér þúsundir
króna, sagði presturinn. — Ég tel ekki,
að sá drengur sé fátækur, sem vill ekki
taka boði mínu.
— Eg er ekki heldur fátækur, sagði
drengurinn og brosti glaðlega.
— Aðeins ein spurning að lokum.
Fyrst þú vilt ekki selja þessar eignir
þínar, — viltu þá nota þær á réttan
hátt?
— Ég vil reyna það.
Vilt þú einnig, sem lest þetta þakka
þær gjafir, sem guð heíur gefið þér.
Þér hafa verið gefnir hæfileikar, se:n
þú átt að nota til góðs.
E. Sig. þýddi.
190 VORIÐ