Vorið - 01.12.1970, Qupperneq 10

Vorið - 01.12.1970, Qupperneq 10
DRENGURINN, sem nam rödd jpag narinnar EFTIR ZACHARÍAS TOPELÍUS Jónína Steinþórsdóttir þýddi. Einu sinni var heyrnarlaus og mál- laus drengur, sem hét Pavo. Hann lang- aði ákaflega mikið til þess að kunna þá list að geta heyrt og talað. En það gat hann ekki. Hann sá hin börnin hreyfa varirnar og sá, að þau skildu hvert ann- að. En Pavo varð að gera sig skiljan- legan með bendingum. Pabba grunaði hvað hann átti við, systir hans skildi hann betur, en mamma hans vissi alveg hvað hann vildi láta í ljós. Nágrannarn- ir skildu ekki bendingar 'hans. Börnin hlógu að honum og hermdu eftir honum. Samt var langi Pétur allra verztur. Hann gerði gys að Pavo. Stundum kom Pavo til drengjanna og horfði á þá velta gjörð og fara í teningaspil. Þá jarmaði Pétur eins og kind. Hinum fannst Pétur stórkostlega skemmtilegur. Það fannst Lísu ekki. Hún fór með Pavo heim til sín og gaf honum mjólkurbolla að drekka, svo hann færi ekki að gráta. Á merkjamáli hafði mamma sagt Pavo frá Guði í himninum. Hún hafði sagt honum að Guð elskaði allt, sem 152 VORIÐ hann hefði skapað, en allra mest óham- ingjusama smápatta. Pavo vissi að Guði var ekkert ómátlugt og hjálpaði þeim, sem báðust aðstoðar hans. Pavo sá líka að pabbi og mamma fengu aðstoð við ýmislegt, en þau þurftu að greiða fyrir hjálpina. Pavo hugsaði: Ef ég ætti eitt- hvað til að greiða Guði með, þá mundi ég biðja hann að kenna mér að heyra og tala. Pavo var sex ára og hafði aldrei farið í kirkju. Til hvers var það? Hann skildi ekki það, sem presturinn sagði og hann heyrði ekki sönginn eða tónið. Snemma á jóladagsmorgun setti pabbi hestinn fyrir sleðann. Pabbi, mamma, systir og bróðir hans áttu að fá að fara til kirkju. Mamma leit á Pavo og fannst leitt að skilja hann eftir heima. — Viltu koma með, Pavo? Já, auðvitað þáði hann það. Börnun- um var gefinn skildingur til að lála í offurbaukinn. Pavo fékk líka skilding, en mamma gleymdi að útskýra fyrir honum til hvers ætti að nota 'hann. Þetta

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.