Vorið - 01.12.1970, Blaðsíða 40

Vorið - 01.12.1970, Blaðsíða 40
APRÍLGABB — Nú hefurðu einu sinni enn tekið úr „brillantine“-flöskunni minni, sagði Adda fokvond við bróður sinn, sem var fjórtán ára. — Eg? sagði Steinn með sakleysis- svip. — Hvernig dettur þér það í hug? — 0, ég fer nú nærri um það, svar- aði Adda hvöss. — Ég veit það! Ég setti merki við á flöskunni, þegar ég notaði úr henni síðast. — Þú ert svei mér útsmogin! glopr- aðist út úr Steini, en hann áttaði sig fljótt og hélt áfram kæruleysislega: — Þú hefur auðvitað sjálf notað síðar úr flöskunni og gleymt að setja nýtt merki. Þetta liggur ljóst fyrir. En meðal ann- arra orða, hefurðu frétt að Stalin og kona Trumans forseta eru gift? — Nei, mikil endemis vitleysa er í þér! — Það er víst satt. Þau eru það áreið- anlega — en ekki hvort öðru! Ha-ha-ha! Aprílgabb, systir góð! Það er fyrsti apríl í dag! Adda leit á dagatalið á veggnum. Al- veg rétt, 1. apríl. — Oj, bara, þú ættir að fá — — sagði hún ergileg. — En sj áðu nú til, ég læsi hárolíuna mína inni í litla skápnum mínum og þú getur glápt á eftir henni löngunaraugum til afnota á þína Ijósu lokka — að ininnsta kosti í kvöld, því við ætluðum að hafa unglingasam- kvæmi. Steinn renndi fingrunum gegnum hör- gult, þurrt hár sitt og gaut saknaðaraug- um til flösku. systur sinnar, sem hvarf inn í skápinn. — Mér kæmi aldrei til hugar að taka af hárolíunni þinni, sagði hann lymsku- lega. — En fyrst þú ögrar mér til þess — þá — ef ég næ í hana -— þá ert þú apríls- glópur! — Ég samþykki það, sagði Adda glaðlega og sneri lyklinum í skránni. Steinn glolti hróðugur. Systur hans grunaði ekki að skrifborðslykillinn hans gekk að skápnum. Frænka þeirra hafði gefið systkinunum sitt hvort glasið af hárolíu, en Steinn hafði verið fljótur að eyða úr sínu glasi, og svo hafði hann stolizt til að nota af olíu systur sinnar. Um kvöldið ætluðu systkinin að hafa samsæti fyrir jafnaldra sína, svo þau snurfusuðu sig eins vel og þau gátu. Adda varð fyrr tilbúin. Þegar Steinn sá hana hverfa niður stigann til að taka á móti gestunum, hljóp hann inn í her- hergi hennar. Hann ætlaði að fá sér agnarlítið í hárið. Hann sneri rofanum, til að kveikja ljósið en það kviknaði ekki á perunni. Hún hlaut að vera biluð. Hann þreifaði sig áfram að skápnum, og gekk vel að opna hann með sínum 182 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.