Vorið - 01.12.1970, Blaðsíða 47

Vorið - 01.12.1970, Blaðsíða 47
KRISTJÁN KRISTJANSSON: Símareikningurinn (LEIKÞÁTTUR) Svið: Slofa á neðrihœð í nýtízku tví- býlishúsi. Símtæki áberandi á borði. Persónur: Sögumaður: Sm. Inn'heimtumaður: Ihm. Hjón á neðri hæð: Jón og Ragnhildur. Kona á efri hæð: Frú Jóna. SM.: Samkomulagi manna getur verið hætta búin, jafnvel hjóna. Margt getur komið til, sem veldur sundurþykkju, t. d. símareikningur. — í húsi einu við Hrannarstíg, gerðist eftirfarandi atvik: — Innheimlumaður hringir tvisvar. JÓN: Farðu til dyra kona. RAGNH. Ég held þú getir farið sjálfur, gerir ekki annað þarfara. (Fer þó.) IHM.: Ég er hérna með símareikning fyrir nóvember. RAGNH.: Já, takk. (Fær manni sínum reikninginn). JÓN: Opnar blaðið og verður undrandi, þrumar: Hvað hugsarðu, kona? Reikningurinn er upp á 9.400 kr. Ertu orðin vitlaus? RAGNH.: J ón Sigurpálsson! Ég vitlaus! Hversvegna hringir þú sjálfur svona hrjálað. 9.400 kr. Fyrr má nú vera málæðið. JÓN: Maður veit nú svo sem hvort okk- ar hringir meira. Það ert þú, sem alltaf liggur í þessum síma. Hvað tal- arðu oft á dag við Jósepínu frænku þína? RAGNH.: Ætlar þú, Jón, að halda því fram að ég hringi meira en þú? Þú, ert sí-hringjandi útaf þessari pólitík, í þessa þá líka skemmtilegu karla, eins og þennan Geira Glúms, sem er svo óþolandi. ... að. . . . Já, og svo þessa gáfulegu bridge-félaga og . ., og . . . JÓN: Ragnhildur. Hvenær hringi ég, nema ég þurfi þess? En þú, með allar þínar slúðursögur, hárlagninga-pant- anir og allt það. RAGNH. (æst): Þú skrökvar þessu, Jón. Ég hringi aldrei. . . . eða svo að segja. JÓN (íhrópar við eyra konu sinnar): Þú hringir og hlaðrar og blaðrar, inn- anbæjar og utanbæjar, beint. . .. L VORIÐ 189

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.