Vorið - 01.12.1970, Blaðsíða 42

Vorið - 01.12.1970, Blaðsíða 42
HÚNN SNÆDAL: fi.i <«.\ ín Nokkuð hefur nú verið sagt jrá námi í svifflugi og er þá eklá úr vegi að taka vélflugið fyrir nœst. A það var bent hvað svifflug og svifjlugnám er mikil félags- og samstarfsíþrótt, það er, til að einn geti flogið, þarf hann að liafa marga aðstoðarmenn. Hreyfill vélflugunnar gerir alla að- stoðarmenn óþarfa, hana getur einn maður tekið út úr jlugskýli og flogið umsvifalaust af stað. Sviffflugan svífur nœsturn hljóðlaust um loftið, blístrar þó hœrra með auknum hraða, og hvín að- varandi, ef stýrunum er misbeitt. Þetta gerir nemandanum auðveldara að álta sig á stöðu og hreyfingum svifflugunn- ar í loftinu. Hreyfill vélflugunnar yfir- gnœfir allan annan söng og meirihlut- ann af því, sem flugkennarinn segir, þess vegna þarf nokkuð fleiri flugstundir í vélflugu heldur en svifflugu til að ná sama árangri. Hreyfillinn er nú samt það sem heldur flugvélinni uppi, og því eklci annað að gera, en að umbera hann. Einflugspróf, eða sólóprófið er fyrsta stig flugnámsins, það veitir eins og najn- ið bendir til, handhafa réttindi til að jljúga einsamall, þó aðeins undir umsjá kennara, og í nágrenni heimaflugvallar. Einjlugsprójið samanstendur af eftirfar- andi: lceknisvottorð frá trúnaðarlcekni Flugmálastjórnar, vottorð um heiðar- leika og reglusemi undirskrifað af tveim- ur valinkunnum mönnum, bóklegt próf í flugreglum og nokkrum undirstöðuat- riðum flugsins. 15—20 flugstundir og verklegt próf á flugvélina. Síðan heldur námið áfram, og nú flýgur nemandinn til skiptis einn, eða með kennara. Næsti áfangi er einkaflug- próf, en það veitir prófhafa rétlindi til að flfúga með farþega hvert á land sem er, þó án gjaldtöku. Prófinu er skipt í þrjá lúuta. Verklegt próf á flugvélina, krappar beygjur, marklendingar o. fl. Bóklegt próf, að loknu námskeiði í loft- siglingafrœði, flugreglum, veðurfrœði, flugeðlisfrœði og vélfrœði. Yfirlandsflug. Flogið skal með kenn- ara a. m. k. 200 km vegalengd, og lent 184 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.