Vorið - 01.12.1970, Blaðsíða 27
SAGA UM ABRAHAM LINCOLN
Sunnudag nokkurn sást Lincoln á
gangi eftir aðalgötunni í Springfield.
Hann leiddi báð'a syni sína og þeir voru
báðir hágrátandi.
Einn vegfarandi vék sér að forsetan-
um og spurði, hvernig í ósköpunum
stæði á því, að synir hans væru hágrát-
andi í þessu fallega veðri á sunnudegi.
„Hvað er eiginlega að þeim?“ spurði
hann.
„Nákvæmlega það sama og er að allri
Ameríku,“ svaraði Lincoln. „Eg á þrjár
valhnetur o,g þeir vilja báðir fá tvær.“
HEILAGLEIKI
Lítil stúlka kom með frænku sinni inn
í forna dómkirkju. Hún undraðist mjög
ljósaflóðið inn um hin dýrlegu glermál-
verk glugganna. Og hún spurði: „Hvaða
fólk er þetta í gluggunum?“ Frænkan
svaraði: „Það eru helgir menn.“ Barnið
sagði: „Svo. Nú veit ég hvað það er að
vera helgur maður. Það er að láta lj ósið
skína í gegnum sig.“
— Hvað er líkt með dráttarvél og brauð-
hníf?
— Það veit ég ekki.
— Það þarf að smyrja hvort tveggja.
★
— Hvað ertu að gera Berta?
— Ég er að skrifa bréf.
— En þú kannt ekki ennþá að skrifa?
— Það gerir ekkert. Ég er að skrifa Maríu
og hún kann ekki að lesa.
HILDIGUNNUR FRÁ
HEMESDAL
Þessi fallega, norska stúlka heitir
Hildigunnur Spjötvoll og er 9 ára
gömul. Hún hlaut fyrstu verðlaun í
verðlaunasamkeppni barnablaðsins
,,Magne“ um barnateikningar í fyrra.
Verðlaunin voru ferð frá Osló til
Kaupmannahafnar.
VORIÐ 169