Vorið - 01.12.1970, Blaðsíða 12
sem biðja þig einhvers, nú átt þú að
hj álpa mér, svo að ég geti heyrt það, sem
presturinn segir. Þú skalt fá það borgað,
kæri Guð. Þú skalt fá alla peningana
mína.
Ennfremur hugsaði hann: — Auðvit-
að á Guð heima í kirkjunni. En hvernig
á ég að fara að til að ná tali af honum?
Hér er svo margt fólk. Og ætli hann
skilji bendingar mínar?
Pavo varð áhyggjufullur. En það
dugði ekki að spyrja hitt fólkið á sleð-
anum. Það var svo dimmt, að enginn sá
hendingar hans. Hann braut heilann á
meðan hann horfði á skuggann af hest-
inum. Blakkur var duglegur hestur. ■ Á
hann voru hengdar hjöllur, sem endur-
ómuðu frá lautum og hæðum. Til kirkj-
unnar var hálf míla vegar. En ferðin
gekk eins og í sögu. Snjóþung grenitrén
komu þjótandi í fang Pavos. En hið allra
furðulegasta var að tunglið þaut áfram
með þeim. Annars var tunglið vant að
silast hægt og hægt yfir himinhvolfið.
Nú nálguðust þau kirkjuna. Margt var
af hestum og sleðum fyrir utan hana.
Þegar kirkjudyrnar opnuðust, hlasti við
Ijósadýrðin eins og í himnaríki. En í
stóra ganginum var mikill troðningur.
Þess vegna varð Pavo viðskila við hin.
Hann var svo lítill að allt fullorðna fólk-
ið hratt honum áfram. Pavo vissi ekkert
hvar hann mundi lenda að lokum.
Rétt á eftir var hann kominn inn að
allarinu með hvíta dúknum, logandi Ijós-
unum og stóru altaristöflunni. Það var
mynd af frelsaranum á krossinum. Fyr-
ir innan gráturnar stóð presturinn í full-
um messuskrúða. Veslings Pavo hélt í
einfeldni sinni að présturinn væri Guð.
Iiann gekk áfram, lagði peninginn sinn
á gráturnar og pataði með höndunum,
til þess að gefa í skyn, hvers hann ósk-
aði svo heitt.
En presturinn sá hann ekki. Hann
söng og tónaði og las bænir. Pavo heyrði
ekkert af þessu. Mamma var að svipasl
um eftir drengnum sínum og kom auga
á hann, fór og sótti hann. En einn var
sá, sem sá Pavo litla og skildi merkja-
mál hans. Það var hinn niikli ósýnilegi
Guð á himnum. Hann sem sér allt og
hann skildi að Pavo vissi ekki betur.
Pavo sat við hlið móður sinnar á
bekknum. Þar gat hann séð ljósin, prest-
inn og fólkið. Hann starði upp í háu
hvelfinguna og á fallegu myndirnar. En
vegna þess að hann gat ekkert heyrt,
korn það fyrir að hann dottaði. Þá sendi
Guð engil sinn til hans í draumi. Eng-
illinn lalaði við Pavo, ekki með orðurn,
aðeins með huganum.
Engillinn sagði: — Pavo!
— Já, ég er hérna.
— Guð hefur heyrt bænir þínar. Þú
skalt fá að heyra rödd þagnarinnar. En
ég segi þér það, að mennirnir megna
ekki að greiða Guði með peningum.
Hann er nógu ríkur, því að hann á allan
heiminn. Þegar þú ferð út úr 'kirkjunni,
skaltu sækja peninginn þinn og gefa fá-
tæku konunni hann sem stendur þarna
við dyrnar. En ef þú vilt greiða Guði
eitthvað fyrir öll gæði hans við þig, þá
skall þú elska hann umfram allt annað.
Boðum hans skalt þú hlýða og vera góð-
ur við alla. Líka við dýrin.
I sama bili vaknaði Pavo. Guðsþjón-
ustunni var lokið, og fólkið fór að tín-
154 VORIÐ