Vorið - 01.12.1970, Síða 28

Vorið - 01.12.1970, Síða 28
PERSÓNUR: Heimski-Pétur, Knútur, Lilla prinsessa, tvö hirSfííl og Jóla- sveinninn. ÞULUR (Les upp úr stórri bók framan við tjalclið): Það voru einu sinni tveir bræður, Pétur og Knútur, sem áttu lieima á bóndábæ. Pétur var góður, glaðlyndur og alltaf ánægður. En Knút- ur var önugur, vanþakklátur og alltaf að kvarta. Dag nokkurn stóð Knútur á hlaðinu og hjó við í eldinn. Tjaldið dregið frá. FYRSTI ÞÁTTUR KNÚTUR (á hlaðinu, þar er eitt tré, hlöðudyr og höggkubbur): Góðan daginn. Ég heili Knútur. Starf mitt er að böggva í eldinn. (Heggur.) Og það er alltaf nóg að gera, ég púla hér alla daga. (Heggur aftur, ihættir.) En ég á framtíð, sem ég eftir bíð — þeg- ar út í heiminn ég glaður eitt sinn líð. . . . Ég fer til kóngsins — beint í löndin út — og spyr hvort hann hafi ekki þörf fyrir strákinn hann Knút. . . (Heggur áfram, lítur í kringum sig.) Að búa í höllu — það á nú við mig . . . það er annað en að troða stafkarls stig... Að liggja í leti alla daga og hvíla sig, vera í fríi, hugsa, það á nú við mig ... (Heggur áfram.) Á morg- un held ég mína leið. — * k- PÉTUR ('kemur): Gott kvöld, gott kvöld, hér kem ég. Ég heiti nú bara Pétur. En mörgum finnst ég vera svo góður, að þeir kalla mig stundum heimska Pétur. (Setur frá sér matar- skál.) KNÚTUR: Hvað ertu nú að gera? PÉTUR: Ég? KNÚTUR: Já, þú. PÉTUR: Ég er að lála út þennan graut. KNÚTUR: Ertu blautur? PÉTUR: Blautur. Ég sagði graut. KNÚTUR: Hvað gerir þú við þennan graut? PÉTUR: Hvað segirðu? KNÚTIJR: Ég var að spyrja. Hvers vegna lætur þú þessa grautarskál þarna? PÉTUR: Hvers vegna? Hún er auðvilað ætluð jólasveininum. Honum hefur líkað grauturinn minn vel. Það líður nú að jólum. KNÚTUR: Trúir þú á jólasveina? Það eru engir jólasveinar til. PÉTUR: Jú, þeir eru til. 170 VORIÐ

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.