Vorið - 01.12.1970, Page 48

Vorið - 01.12.1970, Page 48
gegnum stöðina. .. . Já og til útlanda. Þú ert með algert síma-æði. Það er sannleikurinn. RAGNH. (skrækir): Þér ferst síma- sjúklingurinn þinn. . . . KONAN Á EFRI HÆÐINNI kemur skyndilega inn. Hún segir: Eg þoli ekki þennan hávaða. Hvað gengur eiginlega á? Börnin mín geta ekki sofnað. Er þið orðin ga. . . . ga? RAGNH.: Hann heldur því fram að ég hringi meira. Það eru ósannindi. JÓN: Það er út af þessum hlessuðum símareikningi. Kerlingin hefur hringt upp á 9.400 krónur. Hún virðist ekki vita, að það kosti peninga að hringja. RAGNH.: Þetta eru algjör ósannindi, Jón. Ég verð að hringja í hana Jósep- ínu frænku og segja henni hverskonar skepna þú ert. JÓN:Já, ég vissi alltaf að það endaði með því að ég yrði að taka símann úr sambandi.... (Kippir honum úr sambandinu við innstunguna.) JÓNA: Þvílíkt og annað eins. Þelta er alveg eins og uppi hjá okkur. INNHM. (kemur aftur í dyrnar og stam- ar afsakandi): Fyrirgefið, ég hef af- hent ykkur skakkan reikning. Þessi átta að fara á efri hæðina. JÓNA: Jesús minn. Ekki batnar það. RAGNH og JÓN opna rétta reikninginn í fáti. JÓN (hrópar): ELLEFU ÞÚSUND OG SEX HUiNDRUÐ KRÓNUR. RAGNH.: Jón þó. ... (Þau takast á og hafa hátt). Það hefur liðið yfir kon- una á efri hæðinni, Jónu. SÖGUMAÐUR: Já, það getur verið betra að gá að sjálfvirka símanum. Hann telur og telur, meðan talað er og tíminn líður. T jaldii). Barnsibækur frá Fróda: FRISSI Á FLÓTTA heitir ný drengjasaga eftir Eirík Sigurðsson og er hún framhald af Strákar í Straumey, þó alveg sjálfstæð. Þetta er spennandi drengjasaga um ófyrir- leitinn pilt, sem breytist til batnaðar. ADDI OG ERNA eftir Albert Ólafsson ei ný barna- og unglingabók I þýðingu Sig- urðar Gunnarssonar. Bókin hlaut verðlaun í Noregi. Höfundurinn er Islendingur og efni hennar gerist hér á landi. KATA í PARÍS eftir Astrid Lindgren er þriðja Kötu-bókin ætluð ungum stúlkum. Þýðinguna gerði Jónína Steinþórsdóttir. Bókin lýsir brúðkaupsferð Kötu til Parísar og auðvitað er Eva með í ferðinni og finn- ur þar sinn ,,rétta". PIPP í VILLTA VESTRINU er 7. Pipp- bókin. Jónína Steinþórsdóttir þýddi. Hún gerist meðal Flatfótar-lndíána í villta vestrinu. Þar komast músabörnin í hann krappan. Þessar bækur hafa náð mikilli útbreiðslu. Athug'ð þessar bækur, þegar þið veljið jólabækur handa börnum eða unglingum. B^kiiiítpífaii Fróði 190 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.