Vorið - 01.12.1970, Blaðsíða 36

Vorið - 01.12.1970, Blaðsíða 36
í 33 þúsuncl feta hæð, flugstjóri væri Skúli Magnússon og yfirflugfreyja Sig- ríður Valdimarsdóttir. Flugvélin er í eigu Flugfélags lslands og er þota af gerðinni Boeing 727 og ber nafnið „Gullfaxi“. Þegar við höfðum flogið dálítinn tíma var okkur boðið fram í sljórnklefann. Er þangað kom brá mér ónotalega, því að flugstjórinn og menn hans sátu og voru að lesa blöð. En ég þurfti ekkert að óttast, því að flugsljór- inn sagði að „ósýnilegi flugmaðurinn“ stýrði núna. Annars skildi ég ekkert í öllum þessum tökkum og tækjum. Seg- ir svo ekki af ferðum okkar fyrr en við lendum á Lundúnaflugvelli, en vegna, þoku sáum við lítið af heimsborginni. Þar stigum við út úr flugvélinni og komum inn í sal þar sem vegabréfaskoð- unin fór fram. Að henni lokinni konium við svo inn í annan sal þar sem töskurn- ar komu til okkar á færibandi. Er við höfðum handsamað þær, fórum við út í tveggja hæða strætisvagn og ók hann okkur á endastöðina, síðan tókum við leigubíl að „Cranley Gardens hotel“ þar sem við ætluðum að hafa samastað með- an við dveldum í London. Þegar við komum þangað fórum við upp í her- bergi til að taka upp úr töskunum. Þeg- ar við vorum að ljúka við það var bank- að, og í dyrunum birtust þeir Sveinn og Grímur. Sagði Sveinn okkur að í dag færum við í verzlunarferð, og yrði far- ið með neðanjarðarlest í mesta verzlun- arhverfi Lundúna. Er þangað kom var keypt og keypt, og um kvöldið voru allir orðnir svo þreyttir, að þegar við vorum búin að borða fórum við heim í hótel og hvíldum okkur. Morguninn eftir vökn- uðum við snemma. Veðrið var gott, hlýtt en skýjað. Kl. 8 fórum við niður og fengum okkur morgunverð en að því loknu fórum við með neðanjarðarlest að „Tower of London“. Þar var nú margt að sjá! Fyrst sáum við leiðsögu- mann, liann þvaðraði heil ósköp og sagði t. d. að í „Tower“ væru alltaf hafðir 6 vængstýfðir hrafnar og það væri hans verk að gæta þeirra. Eftir þetta var hann einungis kallaður „Hrafna-Flóki“. Því næst fórum við í vopnasafnið. Þar voru brynjur bæði fyr- ir menn og hesta. Er við höfðum skoðað allt þar, fórum við í skartgripageymsl- una, þar sem gimsleinar krúnunnar eru geymdir. Þar sáum við m. a. kórónu Elísabetar II. Kórónan er úr hvítagulli, alsett rúbínum, safírum og gimsteinum. Margt fleira sáum við í „Tower of London“, sem of langt yrði upp að telja. Er við gengum út úr „the Tower“ mætt- um við tveimur einkennisklæddum lög- regluþjónum með þessa líka voða hjálma á höfðinu. Sagði Sveinn að lögreglu- þjónarnir á Akureyri og í Reykjavík yrðu heldur virðulegri, ef þeir fengju slík höfuðföt. Því næst fengum við okk- ur bíl og ókum að Flugfélagi Islands í Piccadilly. Þar hittum við mann, sem er landskunnur fyrir útvarsþætti sína „Lundúnapistilinn“, sem sagt Pál Heið- ar Jónsson. Hann bauð okkur inn á skrif- stofu sína og spjallaði lengi við okkur. Því næst sagði hann okkur hvaða leið við ættum að fara að „Westminster Abbey“. Sú leið lá framhjá mörgum styttum og gegnum fagra skemmtigarða. Að lokum komum við niður að „West- minster Abbey“ þar sem svo að segja 178 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.