Vorið - 01.12.1970, Page 23

Vorið - 01.12.1970, Page 23
„Hefur okkur ef til vill skjátlazt við'- víkjandi strandstaðnuin?“ liélt greifinn áfram. „Getur verið um nokkurt annað nafn að ræða en Patagoníu?“ Paganel þagði enn. „Mér virðist auk þess,“ mælti greif- inn, „orðið Indíáni styðja þetta álit.“ „Áreiðanlega,“ skaut majórinn inn í. „Og virðist það loks ekki vera greini- legt, að skipbrotsmennirnir óttuðust að verða teknir til fanga af Indíánum, þeg- ar þessar línur voru skrifaðar?“ „Við skulum reyna að hugsa allt þetta mál lítið eitt betur, herra greifi,“ mælti Paganel loks. „Jafnvel þótt ég féllist á allar yðar fyrri skýringar, þá leyfi ég mér að efast um hina síðustu.“ „Hvað eigið þér við?“ spurði Helena, og nú störðu allra augu á prófessorinn. „Ég á við það,“ mælti Paganel með mikilli áherzlu, að Grant skipstjóri hef- ur þegar verið fangi hjá Indíánum, er hann skrifaði bréfið.“ „Viljið þér skýra þetta nánar?“ „Já, það er velkomið. Ef við lesum blaðið þannig, að í stað orðanna „Við munum“, komi: „Við erum fangar,“ liggur málið ljóst fyrir.“ „En þetta getur ekki átt sér stað,“ mælti Glenvan. „Hvers vegna?“ spurði Paganel. „Vegna þess, að þeir hafa hlotið að kasta flöskunni í sjóinn um leið og skip- ið strandaði. Breiddar- og lengdarstað- setningin getur aðeins átt við þann stað, þar sem skipið strandaði.“ „Ég finn engar sannanir fyrir því,“ mælti Paganel glaðlega, „og ég sé held- ur ekki, hvað mælir á móti því, að þeir hafi sent frá sér þetta neyðarskeyti eftir að þeir voru teknir fastir.“ „Jú, sjáið þér nú til, kæri prófessor,“ mælti Glenvan. „Til þess að geta kastað flösku í sjóinn, þurfa menn vitanlega að vera staddir einhvers staðar við sjó.“ „Hitt væri einnig mjög auðvelt,“ mælti Paganel, „að kasta flöskunni í á, sem rynni í hafið.“ Nú varð nokkur þögn, og var auðséð, að þessi orð Paganels höfðu vakið nokkra undrun. Paganel fann, að þessi uppástunga hafði fallið í góðan jarð- veg og hafði vakið nýja von í brjóstum áheyrenda. Loks rauf greifinn þögnina: „Þvílík hugmynd!“ mælti hann. ,,Já, og meira að segja góð hugmynd,“ mælti landfræðingurinn glaðlega. „Þér álítið þá ...“ mælti Glenvan. „Ég álít, að okkur beri að fylgja 37. breiddargráðu þvert yfir landið frá vesturströndinni og alla leið austur að Allantshafi, án þess að víkja nokkurn lima frá henni. Ef til vill munum við þá finna einhver spor eftir hina týndu skipbr otsmenn ? “ „Þær vonir tel ég veikar,“ mælti majórinn. „Svo veikar sem þær eru,“ hélt Paganel áfram, „megurn við ekki ganga fram hjá þeim. Með því að renna augum yfir landabréfið, sjáum við, að þar er nóg af ám, sem hafa getað flutt flösk- una til sjávar. Og sé nú svo, að vinir vorir séu fangar og vænti hjálpar okk- ar, er þá rétt af okkur að sleppa nokkru tækifæri ,sem fært gæti okkur einhverj- ar upplýsingar um þá? Og jafnvel þótt þessar ágizkanir mínar væru rangar, held ég, að við séum öll sammála um að VORIÐ 165

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.