Vorið - 01.12.1970, Blaðsíða 18
og rauðum buxum. Hann hafði vinstri
hendi í buxnavasanum en hélt á kertinu
með hægri hendi. Dálítið glott lék um
ófrítt andlitið eins og hann vildi segja:
Lízt þér ekki nógu vel á mig!
Þegar drengurinn fór að heiman tók
hann með sér þennan litla jólasvein og
í kvöld mundi hann hér úti á öldum
Atlants'hafsins verða gleggst táknið um
jólin heima. Hann hafði í gamni kallað
hann Giljagaur, því að jólasveinar eru
búsettir uppi í fjöllum og hafa ýmis
skemmtileg nöfn. Og þessu nafni skyldi
hann halda.
Hann lét rautt kerti í jólasveininn -—
honum fannst allt af mest viðeigandi, að
það væri rautt — og kveikti á því. Og
þarna við þetta kertaljós ætlaði hann
að leitast við að finna jólin.
Og það brást ekki. Þau komu. Hann
var kominn heim í stofur til foreldra
sinna og systkina. Þau voru að búa sig
til aftansöngs í kirkjuna. Klukkan var
að verða sex.
Og eftir guðsþjónustuna í kirkjunni
og alla helgisöngvana var aftur farið
heim á leið í hálfgerðri leiðslu. Helgi-
sögnin alkunna frá Betlehem blundaði í
sál hans og fléttaðist á undarlegan hátt
við væntanlegar jólagjafir. Hann hafði
séð jólagjafirnar uppi í bókahillunum
heima og hafði grun um, að hann ætti
þar 4 eða 5 böggla. Hvaða barnasögu
skyldi hann fá?
Þegar þau komu heim settist f j ölskyld-
an að jólaborðinu og gæddi sér á jóla-
matnum, sem var alltaf yndislegur hjá
mömmu.
Á eftir meðan mamma og syslir hans
voru að þvo upp var spjallað saman, en
börnin renndu hýrum augum til jóla-
gjafanna.
— Hvernig líkaði ykkur í kirkjunni?
spurði pabbi.
Helgi, sem var elztur, varð fyrir svör-
um.
— Það var mjög hátíðlegt.
—- Já, helgisagan um hirðana á Betle-
hemsvöllum verður ný á hverjum jólum.
Munið nú í kvöld, börnin góð, þegar
þið biðjið kvöldbænina ykkar að þakka
guði fyrir handleiðslu hans á liðnu ári.
— En á ekki að fara að útbýta jóla-
gjöfunum? spurði Ella. Hún var aðeins
fimm ára.
— Jú, börn. Þegar mamma ykkar og
systir koma inn úr eldhúsinu, þá verða
teknar úpp jólagjafirnar. Það má ekki
hreyfa við þeim fyrr en allir eru við-
staddir.
Og skömmu síðar rann upp hin lang-
þráða stund. Jólabögglarnir voru allir
látnir á borðið, lesið á miðana, sem
fylgdi þeim, og þeir lesnir í sundur. Þeg-
ar hver bafði fengið sína böggla, var
farið að taka þá upp.
Gleðin ljómaði á andlitum barnanna,
þegar leikföng, bækur og góðgæti kom
innan úr jólabögglunum. Þau sýndu
hvert öðru gjafirnar og ljómuðu af
ánægju.
— Sjáðu þennan bíl. Er hann ekki
dásamlegur!
— Ég fékk Ævintýri H. C. Ander-
sens. Sjáðu myndina af Hans klaufa!
— Sj áðu þennan konfektkassa! Þetta
er mynd af Goðafossi.
Þannig létu þau dæluna ganga.
Bezt mundi hann eftir, þegar hann
fékk bókina „Nonni“. Þá var liann álta
160 VORIÐ