Vorið - 01.12.1970, Síða 29

Vorið - 01.12.1970, Síða 29
KNÚTUR: Það er hjátrú. PETUR: Heyrðu nú kemur hann. ((Það heyrist þytur í loftinu.) JÓLASVEINNINN (kemur): Pip, pip, hér er ég. Nei, hvað sé ég? Graular- skál? Þá fæ ég líka jólamat. Það er ánægjulegt, þegar einhverjir muna eftir minnstu bræðrunum. Þökk, þökk nú fer ég aftur í skjól og óska ykkur háðum: Gleðileg jól! (Aftur heyrist þytur í loftinu. Jóla- sveinninn fer.) PÉTUR (eftir dálitla þögn): Þarna get- urðu séð. Þetta var jólasveinninn. KNÚTUR: Því trúi ég ekki. PETUR: Ileyrðirðu ekki hvað hann sagði? KNÚTUR: Þetta var einhver hálfviti eins og þú Heimski-Pétur. (Heggur áfram.) PÉTUR: Heyrðu Knútur. KNÚTUR: Hvað er það? PÉTUR: Nei, það er ekkert. Mér kom aðeins í hug, hvers vegna þú værir alltaf svona önugur. KNÚTUR: Önugur? (Gramur.) Ég er ekkert önugur. En það bull. En hvers vegna ert þú alltaf kátur? PETUR: Ég? Hvers vegna er ég kátur? Af því að mér finnst alltaf svo gaman. KNÚTUR: Hvað er það, sem gleður þig? PÉTUR: Allt sem ég sé. Mér þykir meira að segja gaman að horfa á þig. Sjá hvernig veðrið er — heilsa upp á sól- ina---heyra hænsnin gagga, hlusta á gæsirnar garga — og geitina segja me-ime-me. Er þetta ekki skemmtilegt? KNÚTUR: Ég veit ekki. Mér finnst dýr- in heimsk — alveg eins og þú. PÉTUR: En veiztu livað mér finnst? KNÚTUR: Nei. PETUR: Ég kenni í brjósti um þig. KNÚTUR: Kennir í brjósli um mig? Hvers vegna? PÉTUR: Af því að þú ert alltaf önugur, sérð ekki neitt og heyrir ekki neitt. Þú hugsar aðeins um sjálfan þig. KNÚTUR: Geri ég það. 0, nei. Ég hugsa um margt annað. Á morgun fer ég út í heiminn. PÉTUR: Hvert þá? KNÚTUR: Ha, ha. Til kóngshallar ég ætla að fara — prinsessan sig gifta fer — og hvers vegna þá ekki mér? (Slær sér á brjóst.) PÉTUR: Þér? KNÚTUR: Já, þá hverfur armæða öll — er ég verð prins í kóngsins höll — og síðar kóngur, bíðið þið — þá slepp ég frá að 'höggva við. (Heggur.) PÉTUR: Heyrðu, ég vil fara líka til konungshallar. KNÚTUR: Þú? PÉTUR: Já, ég. KNÚTUR: Ha, ha, ha. PÉTUR: Hlustaðu á mig. KNÚTUR: Þú ert ekki með öllum mjalla . .. Reyndu sarnt að átta þig betur — komdu svo á eftir mér Heimski-Pétur. (iHeggur öxinni í viðarkubbinn, fer.) Þytur í lofti. JÓLASVEINNINN (setur frá sér skál- ina): Hérna færðu aftur skálina, litli vinur. Þetta var góður grautur og sætur og kom sér vel... En áður en ég fer, langar mig til að spyrja: Get ég nokkuð gert fyrir þig? Þú þarft ekki að vera hræddur við mig. Segðu VORIÐ 171

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.