Vorið - 01.12.1970, Blaðsíða 30

Vorið - 01.12.1970, Blaðsíða 30
óhikað ,ef þú óskar þér einhvers. PÉTUR: Já, það var — það var. . .. JÓLASV.: Hvað var það? PÉTUR: Já mig langar — mig langar að fara til konungshallarinnar. JÓLASV.: Til hallarinnar? Ertu — ertu að hugsa um að biðja prinsess- unnar? PÉTUR: Ég veit ekki. En Knútur, bróð- ir minn sagðist ætla að biðja hennar — og þá — JÓLASV.: Og þá datt þér í hug, að biðja hennar líka. PÉTUR: Já, einmitt. En það er víst ekki auðvelt.... JÓLASV.: Nei, það er ekki létt. En — ég get kannski hjálpað þér, ef þú vilt. PÉTUR: Geturðu það? JÓLASV.: Já, það get ég vel. PÉTUR: Hvernig þá? JÓLASV.: Hvernig þá? Ég þekki bæði kónginn og prinsessuna og alla hirð- ina. Já, ég veit vel, að prinsessan er oft leið á lífinu. En kóngurinn er ágæt- ur. Veiztu hvað hann gerir? Hann safnar gátum. Hann á stóra bók fulla af gátum. Og hver sem getur ráðið gáturnar fær prinsessuna. PÉTUR: Hvernig gátur? JÓLASV.: Margs konar gátur. Sumar eru léttar, en aðrar eru þungar. PÉTUR: Þá get ég líklega ekki ráðið þær? JÓLASV.: Segðu þetta ekki. — Sérðu þennan bobba? (Sýnir honum stóran bobba.) Þetta er merkilegur bobbi. Ég fann hann fyrir 150 árum — þeg- ar ég var ósköp lítill. Og nú skal ég lána þér hann, af því að þú ert svo góður. í hvert sinn og þú veizt ekki hvað þú átt að gera eða segja, skaltu bera bobbann að eyranu, og þá heyrir þú rödd mína — af því að hún er inni í bobbanum. Gerðu eins og ég hef sagt þér. Vertu sæll og gangi þér vel. (Þytur — hann fer.) ANNAR ÞÁTTUR ÞULURINN: Og nú erum við stödd í konungshöllinni — í stórum viðhafnar- sal með Ijósakrónu, fínum teppum og dýrmætum húsgögnum. Prinsessan situr þar í stól og geispar. Það er auðséð að henni leiðist. LILLA PRINSESSA (í hægindastól): Góðan dag, ég er prinsessan, og mér finnst heimurinn rangsnúinn, ég sit hér í leiðindum og dagurinn er svo langur. Ég vakna á morgnana, þegar klukkan er níu, svo ligg ég í leiðindum, þar til hún er tíu. Þá klæðist ég og stari út um gluggann um stund og geng út í garðinn og leik mér við minn hund. Þú heldur kannski að gaman sé að búa í kóngsins höll æ, mér leiðist, leiðist svo far vel, þú veröld öll. (Geispar.) ÞULURINN: Og svona sat prinsessan og geispar og leiðist — þó að hún eigi allt, sem hún óskar sér, já, kannski ein- mitt af því. En allt í einu opnast dyrnar og kóngurinn kemur inn og honum fylgja tryggu hirðfíflin, sem syngja og spila: 172 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.