Vorið - 01.12.1970, Side 13

Vorið - 01.12.1970, Side 13
ast burtu. Þá minntist Pavo orða engils- ins og bað um að mega ganga upp að altarinu. Móðirin hélt að hann langaði til að horfa á altaristöfluna, og gat vel unnt honum þess að njóta þess, sem fall- egt var. En Pavo fór bara til að ná í pen- inginn sinn og svo rétti hann konunni hann eins og engillinn hafði sagt honum að gera. Stundu síðar voru þau sezt á sleðann. En þvílík keyrsla! í þá daga höfðu menn þá Lrú, að sá sem kæmist lengst á undan hinum eftir messuna, mundi fá bezta og hæzta kornið á sumrinu. Margir lömdu hestana með svipunni. Þá heyrði Pavo allt í einu að hestarnir voru farnir að tala. —- Hvers vegna slærðu mig? Ég hleyp eins hratt og ég get. Þá varð Pavo hissa, því máttu trúa. Hann skildi mál hestanna. Hann var sér ekki ennþá meðvitandi um að þetta var sönnun þess, að hann ætti að fá að heyra þögnina tala. En brátt varð hann enn meira undrandi. Klukkan var nálægt átta að morgni, en samt var almyrkt. Heiðskýrt var og frost, stjörnurnar blikuðu skært á himn- inum. I sama bili ók sleðinn þeirra yfir þöglan ísinn á litla vatninu. Allt í einu heyrði Pavo dásamlega hljóma. Pavo vissi auðvitað ekki hvað þetta var, því hann hafði aldrei heyrt hljóðfæraslátt. En hann skildi það síðar. Morgunstjörn- Urnar voru að hylla guðdóminn. Þetta ómaði í loftinu og fann hljóm- grunn á jörðu. Snævi hulið fjallið, ísi- lagt vatnið, trén í skóginum, jafnvel ís- inn á vatninu, sem þau óku yfir, sagði: — hlustið á hversu stjörnurnar lofa Guð vegna þess að hann sendi lausnarann til jarðarinnar. Látum oss einnig lofsyngja Guð. Allt þetta 'heyrði Pavo. En skildi hann það? Nei, vegna þess að hann var glor- hungraður. Hann var að hugsa um góðu kökurnar, sem ilmuðu svo yndislega, þegar mamma hans steikti þær. Þegar þau komu heim, hitaði mamma upp graut, sem þau höfðu haft í kvöldmat daginn áður. Veiztu hvað grauturinn sagði við sleifina? Borðaðu ekki allt upp. Láttu vera ofurlítið afgangs handa pabba. Þetta fannst Pavo hugulsamt. Og hann skildi þetta miklu betur en lofsöng stjarnanna. Hann hló svo mikið að grauturinn var við að gusast út úr skeið- inni. Mömmu sinni gaf hann bendingu sem þýddi: — Grauturinn segir „Skildu eftir slatta handa pabba!“ — Þetta var hugsunarsamt af grautn- um, því pabbi er líka svangur. Pavo vildi samt fá risaskammt á síð- asta diskinn sinn. Þá heyrði hann skýra rödd innra með sér: — Pabbi fór snemma á fætur í morgun. Hann beitti hestinum fyrir vagninn og ók okkur til kirkju. Hvernig getur þú fengið af þér að borða allan morgunmatinn hans? Pavo roðnaði af blygðun og lagði frá sér skeiðina. Hann fann að hann liafði verið kominn að því að aðhafast eitt- hvað rangt. En hver gat verið að aðvara hann? Ef til vill veizt þú það? Þáð var rödd samvizkunnar. Hún býr í hugskoti okkar og varar okkur við að gera nokkr- um rangt til. Frá þessum degi vandist Pavo því betur og betur að heyra rödd þagnar- innar. Plógurinn talaði við steinana í j arðveginum. Þú verður að færa þig of- VORIÐ 155

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.