Vorið - 01.12.1970, Síða 22

Vorið - 01.12.1970, Síða 22
/ dögun rann skipið inn á milli eyja og skerja. aS þeir séu stórir, aðrir segja, að þeir séu litlir.“ A meðan þessar viðræður fóru fram, sigldi „Duncan“ í gegnum þröngt sund á milli hárra granítfjalla; þau voru skógi klædd við ræturnar, en böðuðu snæþakta tindana í himinblámanum. Það var byrjað að skyggja, og nóttin fór í hönd. Eftir örstutta stund var him- inninn alþakinn tindrandi stjörnum. í dögun næsta morgun rann skipið inn á milli eyja og skerja. Þar var mikill fjöldi sela og hvala skammt undan landi. „Duncan“ þræddi allar þessar miklu krókaleiðir, og eftir 37 klukkustunda siglingu blasti við sjónum skipverja opið haf, svo langt, sem augað eygði. Það var Kyrrahafið. Ferðinni var nú haldið áfram með- fram ströndinni, en hvergi var að sjá nokkuð það, er bent gæli til, að þarna hefði skipsstrand átt sér stað, hvergi flak, ekkert, sem benti til ,að „Duncan“ væri kominn á slóð skipbrotsmannanna. Enn var haldið áfram, en loks var varp- að akkerum í höfn einni, 42 dögum eflir að lagt var úr höfn í Skotlandi. Glenvan lét renna skipsbátnum niður og reri því næst í land ásamt Paganel. Hann ætlaði nú að nota tækifærið og sýna kunnáttu sína í spænsku, en honum til mikillar undrunar skildu landsmenn ekki eitt einasta orð, sem hann sagði. „Þetta hlýtur að stafa af röngum framburði,“ mælti hann. „Við skulum koma á tollstöðina,“ sagði Glenvan. Þar fengu þeir að vita, ’hvar enski sendiherrann bjó, og gengu þeir síðan á fund hans. Sendiherrann tók mjög vingjarnlega á móti þeim, en ekkert kannaðist hann við ,,Britannia,“ og ekki hafði hann heyrt neitt um strandið á 37. breiddar- gráðu við strendur Chile. Glenvan lét þó ekki hugfallast. Hann sparaði hvorki fé né fyrirhöfn, en allt reyndist árangurslaust. Á sjötla degi eftir komu „Duncan’s“ til Chile voru allir farþegarnir saman- komnir í káetunni. Greifafrúin sat við hlið Maríu og hélt í 'hönd hennar. Hún huggaði hana ekki með orðum, en hún sýndi henni blíðu og vinahót. Jakob Paganel hafði enn einu sinni tekið upp flöskuskeylin og athugaði þau nú með meiri gaumgæfni en nokkru sinni fyrr. eins og hann ætlaði að ráða þar ein- hverjar nýjar gátur, en þá tók greifinn til máls: „Paganel, hvert er álit yðar? Er út- skýring okkar á þessu skeyti röng? Er ekki hugsanlegt, að ráða mætti jiessar rúnir á einhvern annan veg?“ Paganel svaraði ekki, en hélt áfram að hugsa. 164 VORIÐ

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.