Vorið - 01.12.1970, Side 14

Vorið - 01.12.1970, Side 14
urlítið, svo að ég geti gert fallega rás. Fiskurinn rak nefið upp í ísinn: — Það er svo dimmt hérna niðri í vatninu. Runninn hrópaði til skýbólstranna: — Hvers vegna skyggið þið á sólina, þá get ég ekki fengið næga orku til að láta blómknappana mína springa út. Skíð- garðurinn sagði við furuna: — Lánaðu mér staur, sérðu ekki að ég er að detta? Bláklukkan sneri upp á sig til þess að Pavo stigi ekki ofan á hana: Vertu svo vænn og stígðu ekki ofan á mig. Trönu- berin teygðu sig í átt til Pavo og sögðu: — Þú mátt gjarnan tína okkur. Við er- um ekki mjög súr ef þú notar dálitinn sykur með. A sumrin sagði grasið úti á enginu: -—• Nú græ ég svo að þið getið heyrl það. Rúgakurinn sagði við skurðinn: — Blessaður gefðu mér ofurlítinn vatns- sopa! Eg er svo þyrstur. Vatnið klapp- aði bátnum og sagði: — Fellur þér vel að rugga? Og stóra fallega landið hans Pavo sagði við sólina: Kæra sól, biddu Guð að lofa þér að skína af mikilli hlýju og veittu mínum elskuðu börnum vöxt og viðgang. Pavo varð þessu svo vanur, að hann var hættur að undrast það. Hið eina, sem hann furðaði sig á, var rödd sam- vizkunnar. í hvert sinn sem hann gerði eitthvað rangt, heyrði hann: — Þetta er ekki rétt. En á hverju kvöldi, þegar hann hafði verið jiægur og góður, auð- mjúkur og hjálpsamur, sagði hún: — Þetta var rétt. Allra verst var samt, þeg- ar hann álpaðist til að segja ósatt. Þá lieyrði hann að samvizkan grét. Oft kom fyrir að fólk var gott við hann. En stundum var hann ekki hrifinn af því. Þá grét samvizkan aftur. Þetta var hljóð sem hann kunni ekki við. Þess vegna varS hann að segja satt og vera góður og þakklátur við alla. Annars fékk hann aldrei frið fyrir þessari eilífu rödd. Hún var alltaf á verði. Hún refs- aði eða samþykkti allt, sem hann gerði. Pavo var oft að hugsa um, hvorl aðrir heyrðu þessa rödd lika hið innra með sér. Hann grunaði að svo væri. En hjá bæði mömmu og pabba var það svo fal- ið undir fötunum að hann gal ekki heyrt neitt. Dag nokkurn minntist hann þess, að Pétur hafði fyrir ekki alllöngu kastað ketti niður í brunn og teygt sig til að gá að hvernig hann færi að því að drukkna, en þá fór ekki betur en svo að Pétur dall líka ofan í. Og þar hefði hann eflaust drukknað ef Pavo hefði ekki með mikl- um erfiðismunum getað rennt niður til hans níðþungri fötunni. Með því bjarg- aði hann Pétri og kettinum frá bráðum bana. I það sinn fannst Pavo að hann hefði heyrt rödd samvizku Péturs. — Manstu hversu oft þú hefur strítt þessum veslings heyrnarlausa og mállausa dreng? Nú hefur hann bjargað lífi þínu. í annað skipti fannst honum hann heyra í samvizku Lísu. Hún átti hænu, sem henni þótti mjög vænt um. Einn dag- inn egndi Pavo stóra roltugildru. Hann ætlaði að veiða Ijótu rotturnar, sem átu öll eggin. Eitt sinn kom hæna Lísu út og ætlaði að ná sér í góðan matarbita. Nokkru síðar kom Pavo til að líla eflir rottugildrunni. Þá lá hæna Lísu dauð undir henni. Lísa varð auðvitað bæði leið og reið yfir þessu. Já, hún varð svo reið við Pavo að hún ætlaði að berja 156 VORIÐ

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.