Vorið - 01.12.1970, Blaðsíða 38

Vorið - 01.12.1970, Blaðsíða 38
Þegar við komum út á gÖtuna sagði Sveinn aS við skyldum skreppa og skoða vaxmyndasafn Madame Tussauds, og var það gert. Er við komum þangað keypti Sveinn miða og við gengum inn. Fyrst komum við í sal þar sem margir heimsfrægir menn voru. T. d. Marteinn Lúther King, Elísabet II, John F. Kenne- dy, Churchill, Páll páfi VI og skáldið Charles Dickens. Því næst fórum við í stjörnudeildina. Þar sáum við m. a. Birgittu Bardot og Bítlana. Loks fórum við í hryllingsdeildina. Þar voru sýndir ýmsir morðingjar og aðrir óbótamenn. Voru þeir annaðhvort í fangelsinu, gálg- anum eða gapastokknum, og var tilheyr- andi hljómlist með. Er við fórum út gengum við framhjá mörgum spéspegl- um og var hlegið dátt að hinum skringi- legu myndum, sem við sáum þar. Er við höfðum skoðað vaxmyndasafnið, feng- um við okkur bíl og ókum að járnbraút- arstöðinni. Sveinn keypti miða til Brigthon, en það er borg á suðurströnd Bretlands og þar er frægasti sjóbaðstað- ur Breta. 'Eftir klukkustundar akstur með járnbrautarlestinni vorum við kom- in til Brigthon. Borgin er miklu fjiil- mennari á sumrin en veturna, því að margir eiga þar aðeins sumarbústaði. Ég fór í sjóinn en þau hin spókuðu sig bara á ströndinni. Eftir þriggja tíma dvöl í Brigthon fórum við á járnbrautar- stöðina aftur og vorum komin til Lon- don um kl. 7. Þá fórum við heim á hótel, skiptum um íöt, fengum okkur að borða og fórum svo út að ganga. Morguninn eftir vöknuðum við svo við það, að bankað var á dyrnar hjá okkur og kallað á íslenzku „vaknið stúlkur". Við drifum okkur framúr og klæddum okkur í skyndi. Er við kom- um niður biðu þar þeir Sveinn og Grím- ur. Við fórum inn í matsalinn og feng- um okkur matarbita, en skömmu seinna vorum við á íeið inn í borgina. I dag var ætlunin að verzla og sjá lífvarða- skipti við Buckingham höll. Er við kom- um inn í „City“, mesta verzlunarhverfi í London, var tekið til við að verzla. En kl. 11 fórum við að sjá lífvarðaskipli við Buckingham höll. Þar var mikill fjöldi fólks saman kominn til að horfa á lífvarðaskiptin. Kl. 11.30 kom svo líf- varðasveitin þrammandi eftir götunni og stuttu seinna hurfu þeir inn um hlið- ið. Við sáum svo lítið, að við lögðum leið okkar aftur inn í „City“ til að verzla meira. Um kl. 5 fórum við svo heim á hótel og hvíldum okkur. Klukkutíma seinna kom Sveinn og sagði okkur, að við ættum að mæta í „BBC“ strax. Var nú ekið af stað en er við komum þangað var þar fyrir Páll Heiðar Jónsson og ætlaði hann að spyrja okkur um ferðalagið. Að því loknu fór Páll með okkur í þýzka knæpu, þar sem við borðuðum pylsur á þýzka vísu og hlusluðum á harmoniku-leikara leika ])ýzk þjóðlög af mikilli leikni. Er við höfðum borðað okkur vel södd af þýzku pylsunum fórum við í bíó, sem var þar rétt hjá og sáum myndina „Hello Dolly“. Morguninn eflir vöknuðum við snemma og fórum að setja niður í tösk- urnar. Rétt fyrir kl. 9 fórum við niður, en þar var Grímur mætlur. Hann sagði okkur að Sveinn hefði farið á fund með blaðamönnum, en við ættum að ganga 180 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.