Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 34
þau einkenni sem Jesús talar um iinn-
ist hjá þeim sem em að reyna að hafa
áhrif á trú okkar og þannig varast þá.
Nefna má nokkur atriði sem em áber-
andi í dag. í fyrsta lagi ber að varast
alla þá sem víkja frá orði Guðs og reyna
að túlka það þannig að það falli að
hugsanagangi heimsins. Orð Guðs er
heilagt og óbrigðult. Það varir að eilífu,
Sálm. 119,89. Jesús segir í ræðunni
um endalokin: „Himinn og jörð munu
líða undir lok, en orð mín munu aldrei
undir lok líða,“ Matt. 24,35. Menn
reyna að draga orð Guðs í efa og segja:
Guð meinti þetta ekki eins og skrifað
stendur og þú lest. Ef til vill er hægt að
komast hjá þjáningum síðustu tima
með því að breyta orði Guðs og aðlaga
sig hugsanagangi heimsins. Kristnir
menn verða að varast allt slíkt.
Önnur kenning sem ber mikið á er sú
sem leggur áherslu á kærleika og
umburðarlyndi án þess að taka mið af
því sem Guð sem hefur sagt. Þetta
miðast við hugsanagang heimsins og
viðhorf hans. Það sem Guð segir í
sínu orði er annað hvort stimplað sem
úrelt og gamaldags eða það er túlkað
þannig að það samræmist viðhorfum
heimsins. Oft tala menn fjálglega um
að kærleikurinn sé ofar öllu öðru en
þeir gleyma því að Guð talar í kær-
leika þegar hann segir okkur hver sé
vilji hans.
Eitt af því sem Jesús segir að ein-
kenni falsspámenn síðustu tíma er
kraftaverkin sem þeir gera, Matt.
24,24. Verum þess vegna mjög varkár
þegar nýjar stefnur kynna sig sem
kraftaverkakristindóm eða benda á
kraftaverk sem sönnun fyrir að kenn-
ing þeirra sé frá Guði.
Ein villukenningin sem borist hefur til
okkar nú á síðustu tímum hefur verið
kölluð velgengnisguðfræði. Allt á að
ganga vel hjá þeim sem kristinn er. Ef
ekki þá er ástæðan sögð vera að við-
komandi treysti ekki Guði fullkom-
lega. Kennendumir benda stöðuglega
á tákn og undur til þess að sanna að
kenning þeirra sé rétt og komi frá
Guði.
Þessi kenning er í hróplegri andstöðu
við boðun Jesú um síðustu tíma, tíma
þrauta og þjáninga fyrir kristna
menn. Auk þess hefur Guð aldrei lof-
að kristnum mönnum velgengni og lífi
án þrauta hér í heimi.
Að lokum má nefna nýaldarkenning-
una þar sem öllum trúarbrögðum er
ruglað saman eftir því sem við á í
hvert skipti. Boðendur hennar reyna
fyrst og fremst að hafa áhrif á kristna
menn sem ekki eru allir jafnmeðvitað-
ir um kristna trú sína.
Afleiðing villukenning-
anna
Aíleiðing villukenninganna og einkenni
síðustu tíma er að lögleysi magnast og
kærleikur flestra kólnar, Matt. 24,12.
Þegar Guðs orð er ekki lengur grund-
völlurinn í lífi og breytni manna þá
magnast lögleysið. í fyrsta Sálminum
lesum við um að sæll er sá maður sem
hefur yndi af lögmáli Drottins, Sálm.
1,2. Það sama á við um þá þjóð sem
hefur yndi af lögmáli Drottins og óttast
hann. En ef þessum grunni sem lögmál-
ið er er kippt burt þá magnast lögleysið.
Menn spyrja ekki Guð um hvað sé rétt
og rangt. Það ákvarðast út frá tíðarand-
anum.
Þegar lögleysi magnast þá kólnar
kærleikurinn. Sannur kærleikur Krists
dvínar, það er kærleikur sem elskar
Guð og þráir að gera vilja hans, kær-
leikur sem fómar og tekur á sig ábyrgð.
Það er kærleikur sem birtist í Kristi
Jesú, Fil. 2,6-11. Hann fómaði sjálfum
sér á krossinum. Það er kærleikur sem
tók á sig ábyrgðina á að frelsa synduga
menn sama hvað það kostaði.
Þegar mönnum er ekki lengur hjart-
ans mál að syndarar verði hólpnir og
njóti umhyggju Guðs og manna þá er
hinn sanni kærleikur farinn að kólna.
Þá er ekki mikil von á að margir íleiri
frelsist því það er kærleiki Krists sem
knýr lærisveina hans til að vitna um
frelsarann, 2. Kor.5,14.
Þegar kærleikurinn kólnar þá ríkir
eigingirnin, Matt. 24,11. Náungi minn
verður að víkja fyrir hagsmunum mín-
um. Köld efnishyggja ræður. Þetta geng-
ur svo langt að menn hata og framselja
hver annan ef þeir hagnast á því. Hvers
vegna? Grunninum hefur verið ýtt til
hliðar, boðorðinu sem Jesús sagði æðst
allra boðorða, Matt. 22,36-40.
Ofsóknir og fráfall
Eitt af því sem fylgir fæðingarhríðum
síðustu tíma eru ofsóknir á hendur
þeim sem játa nafn Jesú, og margir
munu gefast upp og falla frá trúnni,
Matt. 24,9-10. Kristnir menn hafa alltaf
búið við ofsóknir, 2. Tím. 3,12. Þegar
nær dregur endalokum veraldar verða
ofsóknirnar kröftugri. Enginn getur
staðist í eigin krafti, Dan. 12,1-4.
Þrengingamar og ofsóknimar munu að
lokum ná til alls heimsins. Jesús sagði
að allar þjóðir mundu hata þá sem vildu
vera kristnir, Matt. 24,9.
Ef við hugleiðum hversu aíkristnunin
hefur gengið hratt fyrir sig á Vesturlönd-
um, hvemig allt sem kristnum mönnum
er heilagt er troðið niður og hæðst að þvi
þá getur verið að boðskapurinn um of-
sóknir og fráfall eigi við um okkar tíma.
Ofsækjendur kristinnar trúar em alstað-
ar og sækja fram af miklum ofsa. Þeir
reyna að smeygja sér inn í söfnuði trú-
aðra og afvegaleiða marga.
Óhugnaður eyðingarinnar
- andkristur
í Matt. 24,15 vitnar Jesús í Daníels-
bók, 9,27; 11,31; 12,11, og hvetur okk-
ur til að virða fyrir okkur viðurstyggð
eyðingarinnar sem er fyrirboði komu
Mannssonarins, Matt, 24,15, 21 og 30.
Orðin sem Jesús vitnar til fjalla um
vanhelgun á jsví sem heilagt er.
Spádómurinn í Daníelsbók rættist þeg-
ar Antiokus IV. Epifanes vanhelgaði
musterið í Jerúsalem með því að setja
mynd eða altari Seifs í musterið árið 167
f. Kr. Kaligúla keisari reyndi að setja
Allir sem haldafast við Guðs orð og lifa með fesú
þegar hann kemur munu verða hólpnir, Matt. 24,
13 og 35. Það eina sem stenst í dóminum er það
sem Guð hefur sagt.