Heima er bezt - 01.04.1954, Síða 32

Heima er bezt - 01.04.1954, Síða 32
Villi Iæðist fram að dyrunum og tekur þetta leyndardómsfulla blað upp. Það flytur okkur kveðju frá „greifanum" og upplýsing- ar um, að okkur sé heimilt að nota seglbát, sem einn félaganna, Jonni að nafni, á. Jonni hefur skrifað undir bréfið. Við festum kaðalinn á bakhlið hússins, og rennum okkur niður. Allt gengur eins og í sögu og enginn verður okkar var. „Komdu nú, við skulum flýta okkur,“ hvíslar villi. Aftan á blaðið er teiknað landabréf. Á því er sýndur sex kílómetra langur götuslóði, sem liggur að vatninu, þar sem báturinn liggur. Við finnum strax götuslóðann, sem „greif- inn“ sýndi á bréfinu. Við hlaupum allt hvað af tekur, því að við vitum, að flóttinn muni fljótlega verða uppgötvaður. Við hikum ekki lengi. Síðla nætur, þegar okkur virðist, að allir séu hættir að Ieita okkar, laumumst við út um þakgluggann. Villi fer á undan og heldur á kaðlinum, sem nú ætti að koma í góðar þarfir. Móðir og másandi komumst við niður að vatninu. Við finnum bátinn næstum strax. Hann er gamall og af sér genginn, en not- hæfur þó. Við stígum um borð og vindum upp segl. Við láum góðan byr og bátgreyið þýtur áfram. Okkur er létt um hjartarætur, þegar við líðum frá Iandi. Það tekur að hvessa, og við eigum fullt í fangi með að halda bátnum í horfinu. Segl- ið ieggst næstum niður að öldutoppunum í snörpustu vindhviðunum. Allt í einu heyrum við neyðaróp. Við skyggnumst um og komum auga á mann, sem hefur náð taki á kilinum á fleytu, sem er á hvolfi.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.