Heima er bezt - 01.04.1961, Síða 4
STEINDOR STEINDORSSON FRA HLOÐUM:
Hermann Stefánsson íbróttakennari
P ab mun tæplega ofsagt, að nú um 30 ára skeið
hefur enginn einn maður unnið jafnmikið að
eflingu íþróttalífs og söngmenntar í Akureyr-
arbæ og Hermann Stefánsson. Og hvar sem vér
hittum hann er hann alltaf sístarfandi, einn daginn á
skíðamóti uppi í fjalli, um kvöldið að syngja í Geysi,
kominn að kennslu snemma næsta morgun, starfandi í
sundlauginni þegar líður á daginn, á fundi eða hamingj-
an veit hvað. En hvar sem vér hittum hann er hann
alltaf hinn sami, glaður og reifur, hlaðinn orku og
síungur.
Hermann Stefánsson er fæddur í Miðpörðum í Greni-
O
vík 17. januar 1904. Foreldrar hans voru Friðrika Krist-
jánsdóttir og Stefán Stefánsson útvegsbóndi. \Toru þau
hjón bæði þingeyskrar ættar.
Ólst hann úpp við sjómennsku og landstörf jöfnum
höndum, því að fast var sóttur sjórinn frá Grenivík og
margs þurfti með að gera að afla og hirða um hann er
í land kom.
A uppvaxtarárum Hermanns í Grenivík var þar í
Höfðahverfinu mikið félagslíf. Knattspyrnufélagið
Magni var þá í blóma og var um skeið eitt' fremsta
knattspvrnufélagið hér norðanlands. Tók Hermann
þátt í því af lífi og sál.
Þórhildur og Hermann og synir þeirra, Stefán verkfrceðingur
og Birgir laknanemi.
Sörigstjóri og formaður Karlakórins Geysis:
Ingimundur Arnason og Hermann Stefánsson.
Á árinum 1919—22 stundaði Hermann nám í Gagn-
fræðaskólanum á Akureyri. Ekki varð um það deilt á
þeim árum, að hann væri fremsti íþróttamaðurinn og
einn bezti söngmaðurinn í skóla. Þá þegar kom í ljós,
að honum létu vel hvers konar umsvif, var hann um-
sjónarmaður skóla og mjög starfandi í félagsskap öllum.
Að loknu gagnfræðaprófi var hann tvíráðinn í, hvað
gera skyldi. Einhvern tíma á skólaárunum hafði Lárus
Rist haft á orði við Hermann, hvort hann vildi ekki
gerast eftirmaður sinn við skólann. Sigurður skóla-
meistari mun og hafa verið þess hvetjandi, því að hon-
um var þá kappsmál að ráða unga menn að skólanum,
ekki sízt nemendur hans, sem honum voru að góðu
kunnir.
Haustið 1927 réðst Hermann til utanfarar til íþrótta-
náms við Gvmnastik Höjskole Niels Buchs í Ollerup.
Var skóli sá þá í hvað mestum uppgangi og íslending-
um að góðu kunnur. Kennsla þar var ágæt og eigi síð-
112 Heima er bezt