Heima er bezt - 01.04.1961, Side 7
MAGNÚS GUNNLAUGSSON:
Næturvist á Pumlungsbrekku 1918
að mun hafa verið uni mánaðamótin febrúar-
marz 1918, að ég lagði af stað frá Krosshóli í
Skíðadal vestur í Fljót. Aðalerindið var að
sækja þangað nokkuð af fatnaði og öðru dóti,
sem ég átti þar, en þar hafði ég verið í vist nokkur
undanfarin ár.
Veður og færi var gott, þegar ég lagði af stað. í mér
var nokkur tilhlökkun, einkum vegna þess, að foreldrar
mínir og nokkur systkini voru búsett í Fljótum, og átti
þetta því að verða um leið nokkurs konar skemmtiferð.
Ferðin gekk vel vestur, ég lauk erindi mínu í Vestur-
Fljótum með eðlilegum töfum, og hélt síðan yfir í
Austur-Fljót, en þar hafði ég nokkra viðdvöl hjá skyld-
fólki mínu. Það mun hafa verið um miðja viku, er ég
kom þangað í bakaleiðinni. Þá höfðu nokkrir ungir
menn í sveitinni ákveðið að halda dansleik í Storaholti
á laugardagskvöldið. Mig langaði til að vera á skemmt-
uninni, enda varð það úr, að ég beið helgarinnar.
Á dansleik þessum heyrði ég spilað lag, er mér þótti
þá mjög faliegt, enda þótt mér þætti lítið til þess koma
síðar, er ég kynntist fleiri lögum. En það var ekki lag-
ið eitt, sem vakti athygli rnína, heldur einnig, hvernig
dansað var eftir því. Þann dans hef ég aldrei séð fyrr
né síðar. — En nóg um það.
Á sunnudaginn lagði ég af stað fram að Flring í
Stíflu, en þar hafði ég hugsað mér að gista síðustu
nóttina áður en ég legði á fjallið.
Ég nam staðar á Stífluhólum, en þaðan blasa við i
norðri öll Austur-Fljót í sjó niður, en í suðri Stíflan.
Mér komu ósjálfrátt í hug nokkrar hendingar úr hinu
undurfagra Ijóði Jóns Magnússonar frá Minna-Holti, er
hann orti um sveitina sína:
Fögur eru Fljótin mín,
einkurn þegar vorið væna
vefur þau í skrautið græna.
Signuð á þau sólin skín.
Fjöllin með sitt fannalín
yfir tún og engi mæna.
Nyrzt og austast eru Fljót,
en í suður Stíflan liggur,
ef þú vel að henni hyggur,
segðu mér hvar sé hún Ijót o. s. frv.
Já, víst er um það, Fljótin eru sumarfögur sveit, þó
var Stíflan einkurn sumarfögur á meðan hún var
óskemmd af vélamenningu nútímans. En þetta var nú
útúrdúr.
Á mánudagsnóttina gerði asahláku, og var allhvasst
um morguninn, þegar ég kom á fætur. Sarnt lagði ég
af stað fram að Þrasastöðum. Þar átti þá heima Guð-
mundur Sigurðsson, móðurbróðir minn. Bað ég hann
um fvlgd upp á fjallið, eða svo langt, sem þurfa þætti.
Tók hann bón minni vel, en kvað ófært mundi yfir
fjallið eins og stæði sakir veðurofsa. Ég skyldi því bíða
rólegur til morguns í von um batnandi veður.
Um klukkan hálfþrjú síðdegis var orðið nærri heið-
skirt veður, hægur vindur í byggð, en skóf mikið á
fjöllum. Vildi ég þá ólmur leggja af stað, en piltar voru
í svo miklu annríki, að enginn komst til að fylgja mér.
Lagði Guðmundur frændi minn enn að mér að bíða
morguns. Sagðist hann geta farið með mér snemma
næsta morgun, og mundi ég þá geta unnið það upp,
sem ég þættist tapa í dag. En ég var þrár og vildi eng-
um ráðum hlíta, enda virtist engin hætta á ferðum, þótt
degi væri tekið að halla. \'eður var orðið bjart, og mik-
ið farið að lægja, sem fyrr segir.
Lagði ég svo af stað, og fylgdi mér unglingspiltur,
átti hann að fylgja mér upp á svonefndan Olnboga,
sem er nokkuð fyrir neðan aðalfjallbrekkurnar. \ ar svo
til ætlazt, að hann bæri farangur minn, svo að ég kæmi
ólúinn undir fjallið.
Frarn og upp af fvrrnefndum Olnboga liggur all-
mikill hólaklasi, Drykkjarhólar, en samnefnd á rennur
út með hólunum fyrir Olnbogahornið, og beygir þá í
vesturátt áleiðis niður í byggð. Nokkru frarnar taka
svo við brekkur, allbrattar, upp í skarðið. Ein af brekk-
um þessum heitir Þumlungsbrekka. Virðist nafnið helzt
benda til þess, að menn hafi oft orðið að þumlunga sig
upp eftir henni í þungu færi. Og víst er um það, að
mörgum mun hafa volgnað á fjallvegi þessum, meðan
hann var aðalleiðin milTi Svarfaðardals og Fljóta.
Sunnan við Þumlungsbrekku er hálfflatur melhóll. Á
honum stóð grjótvarða. Minnir mig, að tvær aðrar
vörður væru á þessari leið með alllöngu millibili. Hafa
þær sennilega átt að vera til leiðbeiningar meðan leið
þessi var fjölfarin.
Þegar pilturinn skildi við mig, var 'veður enn bjart
og gott, en nokkuð tekið að þykkna í lofti. Ég helt
sem leið lá frarn undir aðalbrekkurnar og hvíldi mig
þar örlítið. Þegar hér var komið, var orðið alskýjað, og
sýnilegt að hríð yar í aðsigi.
Ég hélt þó ótrauður áfram upp brekkurnar en sóttist
seint, því að allmikil skel var komin á snjóinn, svo að
skíðin leituðu meira aftur en fram. Varð ég því að kafa
upp alla Þumlungsbrekku og draga skíðin. Reyndist
það erfitt, því að snjór var í miðjan legg eða meira.
Framhald á bls. 128.
Heirna er bezt 115