Heima er bezt - 01.04.1961, Side 12

Heima er bezt - 01.04.1961, Side 12
vexti. Var því ákveðið að ferja sauðina á Ámundahyl hjá Syðri-Löngumýri. Coghill taldi sig mjög tímanaum- an, enda var ætlan hans að halda markað á Svínavatni sama dag. Höfðu því nokkrir bændur á fremstu bæj- unum rekið sauðina að Finnstungu um kvöldið, og skyldi teldð til við kaupin þegar er morgnaði. Hafði Coghill og keypt sauði Jónasar í Finnstungu um kvöld- ið, og þeir reknir að Syðra-Tungukoti þá þegar, svo þeir yrðu tækir til ferjunar þegar birta leyfði. Meðal þeirra Framdæla, var bóndinn í Sellandi, Halldór Hall- dórsson, fátækur maður, enda býlið örreitiskot. Var hann aðeins með 9 sauði. Á þessum árum herjaði bráðapest mjög á sauðfé bænda þar í dalnum og reyndist þeim hin argasta plága. Þegar sauðanna var vitjað þennan morgun þar í Finns- tungu, voru þrír dauðir úr pestinni. Kom í ljós þegar þeir voru athugaðir, að þeir voru allir með marki Hall- dórs í Sellandi. Þóttu þetta hin verstu tíðindi og hon- um þó þyngst. Létu menn mjög í Ijósi samúð sína, en við það sat. Coghill lagði ekkert til þessara mála, en fór þess á leit við Halldór, að hann ræki hina keyptu sauði til Borðeyrar. Hét hann því. Þegar lagt var af stað frá Finnstungu, vildi Pétur á Stóru-Borg láta Coghill fara fram á ferju, en við það var ekki komandi. Kvaðst hann mundi senda þangað koffortahestinn. Hann reið smágerðum hesti, sokkótt- um, og iét einhver þau orð falla, að vafamál væri hvort niðri næði á Tunguvaði, sem þá var þrautavað á Blöndu. Halldór átti hest þann er Jötunn hét, flestum hestum meiri og hinn vaskasti, þaulvanur glímunni við ána. Halldór bauð Jötunn yfir ána, og þekktist Coghill boð- ið. Lögðu þeir félagar í Blöndu. Reyndist Jötunn svo, að hann hnökraði alla leið, en hestur Péturs fékk langt og mjög erfitt sund. Halldór tók koffortahest Coghills og fór með hann að ferjunni og flutti koffortin á henni. Skilaði hann hestinum í hendur þeirra félaga á Svínavatni, og tók Jötunn þar. Ekki varð hann þess var, að Coghill væri þakklátur fyrir greiðann. Segir ekki af för þeirra fé- laga vestur. Þegar þangað kom varð ljóst, að för skips- ins seinkaði. Varð því að gæta sauðanna um hríð, og óskaði Coghill mjög eindregið eftir, að Halldór yrði í hópi gæzlumanna. Lét hann tilleiðast. Þegar sauðirnir voru komnir á skipsfjöl, voru rekstr- ar- og vöku-mönnum greidd umsamin laun, Halldóri sem öðrum. Þegar þeim skilum var að fullu lokið, félck Coghill honum 6 pund í gulli og mælti þá: „Þetta er fyrir andskota Jötunn.“ Varð hann þess þá var að ein- hverjum fannst greiðslan meiri en í hófi. Hann svaraði þá hvasst: „Ég hefði farið til andskotann á Péturmerin.“ Sögn Jónasar Jónssonar bónda í Finnstungu og Hall- dórs yngra Halldórssonar frá Sellandi. STEINÁRMARKIÐ. Sauðamarkaður hafði verið ákveðinn í Bólstaðarhlíð. Þangað komu Svartdælingar með sauði sína. Þá bjó á Steiná Magnús Andrésson og þá við aldur, enda fór Konráð sonur hans með umboð þeirra feðga við sauða- kaupin. Konráð beitti sér fyrir því, að allir Svartdæl- ingar gengju í félag um söluna, og freistuðu þess á þann hátt, að fá ögn hærra verð en ella mundi. Skyldi Konráð fara með umboð þeirra. Coghíll gerðist úfinn, og aftók að eiga slík skipti við þá. Ef bændur vildu ekki eiga við sig skipti að viðteknum hætti, kvaðst hann fara, og sýndi á sér fararsnið. Gliðnuðu þá sam- tök þeirra, og tók hver sína sauði. Stóð þá ekkert fyrir skiptum af Coghills hálfu, unz kom að Steinársauðun- um. Þá strandaði enn. Þeir voru taldir vænstir þeirra sauða, sem þangað komu í það sinn. Játaði Coghill það, og bauð nokkru hærra en meðalverð, þó Konráð teldi það ekki viðunandi. Sló í kappmæli um verðið, og var Coghill hinn þverasti. Stóð sú rimma skamma hríð, því hann tók hesta sína og reið burt styggur. Næsta dag skyldi haldinn markaður á Geitaskarði. Þangað sóttu Langdælir og var Jón Guðmundsson bóndi á Strjúgi þar með. Konráð rak sína sauði þang- að, og bað Jón að selja þá fyrir sig. Var það auðsótt, og rak Jón sauðina ásamt með sínum að Geitaskarði. Þegar Coghill sá sauði Jóns mælti hann og kenndi nokk- urrar glettni: „Jón á Strjúgur með andskota Steinár- mark, sýlt og blaðstýft. Seldu Konráð. Hann kaupir dýrt.“ Alörk þeirra Steinárfeðga voru: Sýlt hægra og blaðstýft framan vinstra hjá öðrum, en sýlt hægra og blaðstýft aftan vinstra hjá hinum. Vildi Coghill ekkert ræða meira við Jón um verzlun. Þótti honum horfa þunglega um sín mál og fór þess á leit við Jón Guð- mundsson á Holtastöðum, að hann reyndi að greiða götu sína, en það kom fyrir ekki. Stóð svo, unz hópur Jóns á Strjúgi stóð einn eftir. Þá kvaðst Coghill skyldi kaupa sauði hans, en frá yrði hann að taka Steinársauð- ina. Varð svo að vera og gengu kaup þeirra saman. Þegar sauðirnir höfðu verið aðskildir, kom enn í ljós að Steinársauðirnir báru af. Bauðst Coghill þá til að taka þá fyrir sama verð, sem hann hafði boðið daginn áður. Var það nokkru hærra en það verð var, sem Jón fékk fyrir sína sauði, enda sjónarmunur á vænleika. Það tilboð samþykkti Jón tregðulaust. Sögn þeirra Halldórs yngra Halldórssonar frá Sel- landi og Jónasar Illugasonar frá Brattahlíð. Hjarta Indlands Framhald. af bls. 118. -------------------------- ekki. Hinsvegar sjá krókódílar og hákarlar um að þeir stífli ekki fljótið! Hindúar segja að sjálfsögðu heilagleik fljótsins valda því að sýklar þrífist þar ekki. Hitt er þó miklu senni- legra að frumbyggjarnir hafi með einhverjum hætti orðið áskynja um hina óvenjulegu eiginleika vatnsins í Ganga og af þeim sökum lýst það heilagt. Annars kvað þetta einkennilega fyrirbæri ekki vera óþekkt annars- staðar í heiminum, en um skýringu á því veit ég ekki, sé hún til. 120 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.