Heima er bezt - 01.05.1963, Page 10

Heima er bezt - 01.05.1963, Page 10
SIGURÐUR BJORNSSON, KVISKERJUM: MÁLA - DAV1' Ð Vafalaust hafa margir ættmenn Gríms Thom- sen verið sérkennilegir kjarnakvistir, en varla hefur þó nokkur þeirra verið sérkennilegri og stórbrotnari en Davíð Jónsson, sem nefndur hefur verið Mála-Davíð. Davíð var sonur Jóns „lærða“ að Ási í Kelduhverfi og konu hans, Ingibjargar Grímsdóttur lögsagnara á Giljá. Voru Davíð og Ingibjörg móðir Gríms Thom- sen því systkinabörn. Hann er talinn vera fæddur árið 1768, en ártalið mun ekki vera öruggt. Um æsku og uppvöxt Davíðs er ekkert vitað, en ung- ur fór hann úr sínum átthögum og lét ekki staðar num- ið fyrr en í Vestur-Skaftafellssýslu, en þar dvaldi hann síðan, að tíu árum undanteknum. Sögn er til um að Davíð hafi gjört eitthvað fyrir sér í sinni fósturbyggð og flúið þaðan til að komast hjá refsingu, og mun hún einkum styðjast við vísu, sem Þorsteinn Gissurarson tól kvað til hans í reiði: Að strjúka burt á stolnri meri strákar hygg ég fæstir geri hafi sér áður hagað vel. En geri hann marga glæpi drýgja. gefst honum orsök til að flýja. Margir forðast hefndar hel. Vísa, sem Davíð skrifaði í ljóðabréfi til systur sinn- ar, annað hvort Margrétar konu Péturs Jónssonar i Hvítámesi, eða Málfríðar konu Ásmundar Klingen- berg, bendir til að hann hafi orðið ósáttur við föður Tengdavini vona á, varnarstöng, ef gætuð, húsi og kyni föður frá föllnum syni, munduð ljá. Lítið mun þó upp úr þessum vísum leggjandi, því óvíst er að Þorsteini hafi verið kunnugt um ástæðu Davíðs til farar úr föðurhúsum, og vísa Davíðs getur einfaldlega þýtt, að hann voni að mágar sínir styðji sig í lífsbaráttunni, en vænti ekki styrks frá föður sínum. Ef til vill hefur hann beinlínis hrakizt úr sínum átthög- um vegna hungurs, eins og Jón Arason frá Kollavík í Þistilfirði, sem kom um svipað leyti suður í Vestur- Skaftafellssýslu og gjörðist þar góður bóndi. (Sjá Bene- dikt Gíslason: „Fólk og saga“, bls. 119—120.) Ekki mun hann hafa verið lengi í Skaftafellssýslu, þegar hann festi ráð sitt, og gekk að eiga ekkju er Ólöf hét og var Þorvarðardóttir. Hefur það sennilega verið árið 1786, því árið eftir fæddist þeim sonur, er hlaut nafnið Símon. — Ólöf var 17 áram eldri en Davíð osr átti uppkomin börn. Sennilega hafa þau hjónin verið á hrakhólum með jarðnæði, því oft skiptu þau um bústað; Símon var fæddur í Hörgsdal, en Halldór, sem fæddist árið 1791, var fæddur í Dalbæ, og árið 1801 voru þau á Heiði á Síðu. Ekki urðu þau mosavaxin þar, því árið 1804 tel- ur Davíð fram í Hofs-Koti og tíundar þá 81/2 hundrað. Er hann þar í sambýli eða a. m. k. á sömu jörð og Páll Eiríksson, er átti Sigríði systur Ólafar og var vel efn- aður. Mun því hafa verið heldur þröngt um Davíð, enda var hann ekki ríkur maður; tíundaði mest 10 hundruð, þau ár sem hann var á Hofi, og mun því láta nærri að bústofninn hafi verið 43 kindur, 2 kýr og vetrungur og 5 hross, þó það gæti vel hafa verið í öðrum hlutföll- um, t. d. 2 kýr, 62 kindur og 4 hross. Davíð var vel greindur, allgott skáld og mjög hrað- kvæður; allra manna fróðastur um ættir og annan gaml- an fróðleik. Henderson getur þess í ferðabók sinni að hann hafi átt um hundrað gamlar bækur og kunnað þær flestar utan að. Telur Henderson að Davíð muni meir líkjast hinum fornu köppum að skaplyndi en flest- ir hans samtímamenn, en samkvæmt eigin lýsingu var Davíð nær sex feta hár, svarthærður og svartskeggjað- ur og nokkuð stórskorinn. Hann þótti heldur mein- bæginn í nábúð, enda orðhákur mesti, og lét stundum fjúka vísur að tilefnislitlu, sem öðrum sveið undan. Má sem dæmi nefna, að einu sinni var Davíð í veizlu vest- an Skeiðarársands, og var þar meðal boðsgesta maður sem Ólafur hét, er grunaður var um þjófnað. Þá kast- aði Davíð fram þessari vísu í áhevrn allra gestanna: Ólafur firðir, álnavirði hirðir. Sauði myrðir sá í kyrrð. Sú er hyrðin ofur stirð. Ólafur varð ókátur við og vorkenndu sumir honum að verða fyrir þessu. I þeirra hópi var Þorsteinn tól, sem einnig var meðal boðsgesta og svaraði hann vísu Davíðs þannig: Að drýgja lesti, en dylja bresti flesta, þykjast mesta þing og bezt, það er pestin skaðaverst. 162 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.