Heima er bezt - 01.05.1963, Side 11
Sagt er að Davíð hafi hljóðnað við þetta, en Ólafur
getað notið gleðinnar það sem eftir var veizlunnar.
Um það mál, er Davíð fékk kenningamafn sitt af hafa
myndazt ýmsar sagnir og eru sumar þeirra prentaðar,
en flestar þeirra eru meira og minna úr lagi færðar, og
öllum sem ritaðar hafa verið er það sameiginlegt að í
þær vantar orðaskiptin, er voru orsök þeirra atburða,
sem málið reis út af. En fram á síðustu ár hefir þó
lifað á vörum einstöku manna saga um upphaf þessara
mála, og er auðvelt að rökstyðja hana með öruggum
heimildum, sem sögumenn þekktu ekki, en óyggjandi
sannanir fyrir henni munu nú glataðar.
Öruggustu heimildir um þetta mál, eru forsendur
landsyfirréttardóms, sem um það var kveðinn upp, og
skal nú saga þess rakin eftir þeim, en þó fyllt upp eftir
öðrum heimildum.
Öræfingar sóttu til verzlunar á Djúpavog, og var
Davíð staddur þat ásamt sveitungum sínum og fleiri
sýslungum 11. júlí árið 1804, í kaupstaðarferð. Þann
dag þingaði sýslumaðurinn, Þórður Thorlacius, í Háls-
þinghá (á Djúpavogi) og var af þeim sökum lokuð búð
hjá kaupmanninum. Davíð og nokkrir af félögum hans
fóru því á þingið til að heyra hvað þar færi fram. Á
þinginu var gömul kona, og ber sögnum ekki saman
um, hvort sýslumaður hafi í ógáti krafið hana tvisvar
um skatt, eða að kaupmaður hafi krafizt þess að hún
léti ábreiðu af rúminu sínu upp í skuld og sýslumaður
samþykkt kröfuna. — Davíð gat þá ekki orða bundizt
og kastaði fram þessari vísu:
Það er dauði og djöfuls nauð
að dyggða snauðir fantar
safna auð með augun rauð,
en aðra brauðið vantar.
Spunnust af þessu nokkur orðaskipti milh sýslumanns
og Davíðs, og varð alvarleg truflun á þinginu, því
Davíð svaraði sýslumanni fullum hálsi og gaf í engu
eftir.
Úti á höfninni lá norskt skip og voru tíu af skips-
höfninni staddir á þinginu. Þórður tók það ráð að
biðja þessa menn — en sumir þeirra voru vopnaðir —
að taka Davíð og flytja hann út í skip, en dæmdi hann
um leið í rúmlega 22 dala sekt fyrir að valda truflun
á þinginu.
Skipverjar bundu Davíð og hröðuðu sér með hann
út í skipið, enda telja sagnir að dregið hefði til alvar-
legri atburða, ef þeir hefðu ekki framkvæmt þetta með
svo skjótum hætti. Ein sögn hermir, að þegar menn
sáu að þeir fengu ekki að gjört, hafi reiðin beinst að
kaupmanninum, og einn bændanna, Halldór hreppstjóri
í Þórisdal, rekið hann niður á höfuðið, svo að hann
hafi legið í óviti á eftir.
Daginn eftir borgaði Jón bóndi Árnason í Papey
sektina fyrir Davíð, og var hann þá fluttur í land og
látinn laus.
Þegar hann var spurður um þetta síðar, svaraði hann:
Hugur hvorki hló né grét
— hóf er bezt og mátinn. —
Djúpavogs- þá -Loftur lét
leiða mig í bátinn.
Meðan Davíð var úti í skipinu vildi það til að mat-
sveinninn datt fyrir borð, en var þó bjargað. Þá orti
Davíð:
Yrkja verð ég enn á ný
ofinn kvala smokknum.
Skrattanum þótti skömm að því
að skila ekki aftur kokknum.
Sem vonlegt var undi Davíð þessari meðferð illa. Ár-
ið 1806 kærði hann Þórð sýslumann, en sú kæra bar
engan árangur; mun hafa verið vísað frá vegna form-
galla, því í landsyfirréttardóminum er sagt, að dómi
Þórðar er hann dæmdi Davíð á Djúpavogi, hafi aldrei
verið löglega áfrýjað.
Davíð gat því ekkert aðhafzt til að ná sér niðri á
sýslumanni, fyrr en tækifærið barst honum í hendur
árið 1814, er Þórður sýslumaður fór vestur í Ámes-
sýslu, sem honum hafði þá verið veitt.
Gyða, kona Þórðar segir í æviminningum sínum,
að Halldór (nafnið ekki rétt hjá Gyðu) sonur Davíðs,
hafi beðið Jón Stefánsson kaupmann á Djúpavogi að
segja sýslumanni að faðir sinn hefði á honum þungan
hug og mundi reyna að klekkja á honum, ef hann fengi
færi á, og væri því réttara fyrir Þórð að fara norðan-
lands, eða að hafa með sér svo marga menn að hann
þyrfti ekki að óttast Davíð, en Þórður hefði svarað að
hann væri hvergi hræddur.
Saga frúarinnar verður ekki rengd, hvað þetta snert-
ir, og vel getur það hafa verið með vitund og vilja
Davíðs að þessum skilaboðum var komið. Hann hefur
verið orðinn vonlaus um að fá nokkra rétting mála
sinna og verið það nokkur huggun, ef hann gæti hrætt
Þórð til að gjöra sér ferðina kostnaðarsamari en þörf
var á, annað hvort með því að fara lengri leið, eða að
hafa fleiri fylgdarmenn en ástæða var til.
Sýslumaður lagði af stað frá Eskifirði 16. marz og
hafði einn mann til fylgdar. Segir nú ekki af ferðum
hans fyrr en 2. apríl, er hann hélt frá Fagurhólsmýri,
eftir að hafa gist þar hjá Jóni hreppstjóra Árnasyni og
var kominn spölkorn fram hjá Hofi. Kemur þá Davíð
ríðandi, að því er virðist úr fjárleit, með svipu og
broddstöng, stekkur af baki fyrir framan hest sýslu-
manns, svo að hann snöggstanzaði, og ávarpar Þórð
þannig: „Sælir nú Theodórus,“ (en Þórður hafði verið
skírður því nafni, sem var latnesk afbökun af Þórður,
nafni afa hans). „Hvar eru nú þeir dönsku og norsku
þrælar með byssur og korða, sem þú lézt arresta mig?“
Þar eftir hefur hann upp kröfu um að sýslumaður
greiði sér þá 22!4 ríkisdal, sem Jón í Papey hafði borg-
að fyrir hann, og var Davíð illilegur og hávær.
Heima er bezt 163