Heima er bezt - 01.05.1963, Síða 12

Heima er bezt - 01.05.1963, Síða 12
Rétt á eftir að fundum sýslumanns og Davíðs bar saman, komu synir hans báðir, Halldór ríðandi, staf- laus, en Símon gangandi með lítinn broddstaf í hendi. Símon steytti hnefann að Þórði og yggldi sig, og bar fylgdarmaður sýslumanns fyrir rétti að það hefði ver- ið eina ógnun um líkamlegt ofbeldi, sem honum hefði verið sýnd. En þar sem Símon var bæði heyrnar- og mállaus, og gat því hvorki heyrt hvað fram fór eða sagt neitt, er óvíst að hann hafi haft hug á að nota hnefann, þó hann gæfi hug sinn til kynna á þennan hátt. (Símon var mesta karlmenni, vel greindur og ágætur smiður.) Frú Gyða hefur það eftir Halldóri — en eftir hon- um fékk hún fyrst fregn um að maður hennar hefði komizt slysalaust um Oræfin — að honum hafi þótt ör- uggara að vera með bróður sínum, því hann hefði ekki verið viss um nema Símon kynni að leggja hendur á sýslumann, en það hefði hann ekki óttast að faðir sinn gjörði, nema ef Þórður gæfi til þess alveg sérstakt til- efni. Þótt Þórður segði í upphafi ferðarinnar, að hann óttaðist ekki Davíð, virtist hann nú hafa orðið svo hræddur að hann hafi bókstaflega ekki vitað hvað hann átti af sér að gjöra, enda kemur það glöggt fram í dómsforsendum, að þeim sem þá greinargerð hefur stílað — en það gæti hafa verið Bjarni Thorarensen — hefur ekki fundizt sýslumaður koma stórmannlega fram, því beinlínis er látið í ljós, að hann „hafi um skör fram vantreyst karlmennsku sinni og fylgjara síns“. Einnig er á það bent, að málstaður Þórðar hefði verið betri, ef hann hefði bent Davíð á að framkoma hans varðaði við lög. Sýslumaður tók þann kost að fara heim að Hofi með Davíð og inn í skemmu hjá Páli bónda Eiríkssyni. Dav- íð kom fljótlega inn í skemmuna og heimtaði pening- ana; var hann þá svo hávær að Páli þótti ástæða til að minna hann á, hver þar réði húsum. Þórður tók málaleitun Davíðs nú vel, og segist skuli borga þetta í Sandfelli, en biður þó Pál að fylgja sér þangað ásamt vinnumanni hans. Davíð fór svo með þeim að Sandfelli og var þeim öllum boðið til stofu. Þar hef- ur Davíð upp sömu kröfu með sama hávaða og vísaði prestkonan honum þá út, en sýslumaður segir nú ýmist að hann skuli borga Davíð peningana gegn kvittun, ellegar skilja þá eftir hjá Jóni Guðmundssyni sýslu- manni í Vík, eða gefa þá fátækum. Davíð undi þessu illa, en fékk ekki við gjört annað en að skeyta skapi sínu á sýslumanni með orðum, sem hann raunar sparaði ekki. Þórður fékk svo fylgdarmenn hjá prestinum, en þeir Davíð og Páll héldu heim aftur. Sýslumaður lét ekki lengi bíða að kæra Davíð fyrir þetta, en ekki virðist þó yfirvöldin hafa brugðizt fljótt við, því 27. júní sama ár sendir hann amtmanni enn kæru og ýtarlegri upplýsingar, og var Jóni Guðmunds- syni sýslumanni þá falið að höfða mál gegn Davíð. — Sýslumaður dæmdi hann til tuttugu vandarhögga hýð- ingar og til að gjalda málskostnað að upphæð 96 rd. og 72 sk. Davíð áfrýjaði dómnum til landsyfirréttar og beidd- ist þess jafnframt að sér yrði fenginn duglegur verj- andi, þar sem hann geti ekki sjálfur varið málið, því til þess skorti sig kunnáttu og sé auk þess ekki til þess fær fyrir sakir fátæktar og heilsuleysis. Jónas Scheving sýslumaður var skipaður verjandi Davíðs, en hann virðist ekki hafa gengið fram fyrir skjöldu í vöm málsins, því dómendur geta þess að þeir taki ekki afstöðu til þess, hvort Þórður sé skyldugur að gjalda Davíð þá peninga, er hann hafi ótilneyddur lofað honum, því upp á það hafi enginn stefnt. Dómur landsyfirréttar var sá, að Davíð var dæmd- ur til að gjalda konungi 40 rd. og 20 rd. til fátækra- kassans í Oræfum, auk alls málskostnaðar, sem nam 96 rd. og 72 sk. í héraði og 97 rd. í yfirrétti. Má því segja að vísan hafi orðið Davíð dýr, og mun víst, að engin vísa önnur hefur komið af stað svo miklum málum hér á landi á seinni öldum. Davíð var ekki í Oræfunum eftir þetta; hann flutti að Prestbakkakoti árið 1815 og síðar að Brattlandi. Upphæð sú, sem Davíð var dæmdur til að greiða, 253 rd. og 72 sk. var jarðarverð á þeim árum og eflaust meira fé en hann hefur getað borgað. Þó hefur hann eflaust borgað allmikið af þessu. í sveitarreikningi árið 1817 eru taldir 10 rd. af þeim tuttugu, sem Davíð átti að greiða til „sveitarkassans“ í Öræfum, en afgangur- inn er færður sem skuld hjá Davíð næstu ár. Þessi lið- ur hverfur þó án þess að getið sé hvers vegna, en lík- lega hafa þessir 10 rd. verið gefnir eftir. Davíð dó á Brattlandi 5. janúar árið 1839. (Heimildir: Landsyfirréttar dómar, Sunnanfari I. árgang- ur, Tíundaskrár Hofshrepps, Eyfellskar sagnir eftir Þórð Tómasson o. fl. ritaðar heimildir. — Af óskráðum sögnum er að mestu farið eftir frásögn Gísla Þorvarðarsonar bónda í Papey.) BRÉFASKIPTI Þorgerður Guðmundsdóttir, Höskuldsstöðum, Breiðdal, S.-Múl., óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 15—17 ára. Elinborg Rósa Hólmgeirsdóttir, Höfðavegi 56, Húsavík, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 16—18 ára (helzt í Austur- Húnavatnssýslu). Sunna. Þórarinsdóttir, Másseli, Jökulsárhlíð, N.-Múl., pr. Egils- staðir, óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 18— 26 ára. Mynd fylgi. Elsa Þórarinsdóttir, Másseli, Jökulsárhlíð, N.-Múl., pr. Egils- staðir, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur eða pilta á aldrinum 19— 27 ára. Mynd fylgi. Elinborg Þórarinsdóttir, Másseli, Jökulsárhlíð, N.-Múl., pr. Eg- ilsstaðir, óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 16—20 ára. Mynd fylgi. 164 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.