Heima er bezt - 01.05.1963, Síða 13

Heima er bezt - 01.05.1963, Síða 13
JÓN SIGURÐSSON, YZTAFELLI: Frá Noréurnjara FLATEYJARDALUR. Firðir“ horfa móti opnu hafi á Útskaga. Við mvnni Hvalvatnsfjarðar fer ströndin að sveigja og beygja inn í hálfhring sinn um Skjálfanda. Tröllslegir eru yztu núpar Bjarnarfjalls með hömrum og skriðum. En brátt mildast svipurinn, og opnast láglendi á ströndinni. Þar er mynni mikils dals, sem hverfur í ósýni inn á milli hnjúkafjalla. Þar eru bæði hamragarðar og hvítir tindar, en einnig léttbrýnd fjöll, ávöl og gróin. Nú heitir lága strandlendið „Flateyjardalur“, en dal- urinn sjálfur nefnist „heiði“. Raunar hefst þarna ein- hver lengsti dalur landsins, samfelldur í beina stefnu, hefur mynni að sjó á útskaga norður, en botninn sunn- an við byggðir allar. Fyrst heitir dalurinn Flateyjar- dalsheiði, þá Fnjóskadalur, en loks Bleiksmýrardalur, með drögum Fnjóskár, sem teygir sig inn í malarauðnir Sprengisands, að kvíslaleyni Skjálfandafljóts og Þjórsár. En Fnjóská vék af sínum beina vegi einhvern tíma í fyrndinni. Um hundruð árþúsunda hafði hún fallið út í Skjálf- anda svo sem önnur þingeysk stórvötn. En Eyjafjörður tældi hana og glapti, sendi glufu um Dalsmynni. Áin fór úr sínu gamla bóli, yfirgaf sinn eiginn dal og hvarf til annarra. Eftir var ógrafið þrep um Kambsmýrar, ná- lægt 200 m. yfir sjó, og gerði vatnaskil milli Fnjóskár og Flateyjardals. „Eyvindur nam Flateyjardal upp til Gunnsteina og blótaði þá. Þar liggur Ódeila á milli og landnáms Þóris snepils.“ Svo segir Landnáma. Glöggt er, að hér er Flateyjardalur talinn, svo sem vötn falla norður, en Ódeila er óskipt land á vatnaskilum. Eyvindur mun hafa búið á Eyvindará, utarlega á dalnum. Byggðin inn til dalsins varð þó fljótlega stopul sökum snjóþyngsla, og stundum engin öldum saman, en staðföst á ströndinni.. Sú venja komst á, að kalla aðeins ströndina „Flateyj- ardal“, en dalinn sjálfan „Flateyjardalsheiði“. Þama vom jafnan fimm bæir við sjóinn, sjaldan fleiri né færri. Byggðin er þar alveg strandbyggð, og dálítið undir- lendi við dalsmynnið og liggur mót norðaustri. Hið gróna og manngenga land með sjónum er um 10 km. langt, en milli fjærstu bæjanna er nálægt 5 km. Hamra- fjöll eru beggja vegna, Bjarnarfjall að norðan, en Há- göng að sunnan. Undirlendið er mjótt hið nyrzta, en breikkar suður inn til heiðardalsins. Dalir ganga í fjöll- in og kljúfa í tinda. Nyrztu dalirnir eru gmnnir, og bratt upp að mynni þeirra, en hinir syðri djúpir, allt niður undir láglendi. Bjarnarfjall skagar með hömrum sínum að sjó á byggðarmörkum, en háfjallahringurinn heldur áfram órofinn bak við dalbotnana. Yggla heitir hinn næsti tind- ur. Skrifa sumir nafnið Ygla, en eftir framburði Iiggur beinast við að ætla, að mönnum hafi ekki litizt á yggli- brún fjallsins. Þar setur fyrst þokukúfa, þegar gengur að með norðanátt. Norðan við Ygglu heitir Sandsskarð. Var hátt og erf- itt uppgöngu í skarðið, en þó var það aðalleið til Fjarða. Þá nefnast Jökulsárbotnar, og er hátt upp í dalsmynn- ið. En sunnan við Botnana rís Mosahnjúkur, svipmesta fjall byggðarinnar, enda er hann brattur frá láglendi að fullri hæð (874 m.). Sunnan Mosahnjúks eru Brettings- staðadalir, ytri og syðri, djúpir og all-langir, hinn ytri hefur mynni allt niður undir láglendi. Milli ytra og syðra dals er örþunn fjallsbrík, er nefnist Hánefur, hæst- ur Dalsfjalla, yfir þúsund metra. Selfjall heitir hið syðsta fjall að byggðarbaki. Það hefur setu undir tindi, sléttan stall. Sams konar sæti og sviplíkt er framan í Mosahnjúk og þó stærra í sniðum. Miklar eru þær fyrir sér, vættir dalsins, sem þar hafa búið sér sæti. Sunnan Selfjalls er ennþá fjalladalur, og hann mest- ur. Það er dalur Eyvindarár, en jörðin var á árskrið- unni. Flateyjardalur var talinn ná að Eyvindará, og voru þar hreppamörk. Dalsá nefnist áin innan af heiðinni. Austan Dalsár rísa Hágöng, gagnvart Selfjalli. Hágöng hafa jafna brún að dalnum og urðarhlíð allt niður til árinnar. Fram til sjávar eru ógengir hamrar í sjó niður, og ekki samfelld fjara eða gönguleið til Náttfaravíkna með sjónum. AMð höfum nú lýst fjallahringnum, sem varðar þessa strandbyggð. Þaðan er aðeins ein leið greiðfær á landi, suður heiðina til Fnjóskadals. En sá vegur er um 30 km. og oftast með mildu fannfergi, jafnvel langt fram á vor. Leiðir til Fjarða eru torfærar um Jökulbrekku úr Brett- ingsstaðadal hinum ytra um Sandskarð norðan Ygglu. Þá er og farið um skriður framan í Bjarnarfjalli, en það er hin mesta háskaleið á vetrum. Þetta var þó löngum messuleið prestanna frá Þönglabakka, sem þjónuðu Flat- eyjarkirkju. Þarna fórst Þorkell prestur Þórðarson frá Þönglabakka með konu og tveim mönnum í snjóflóði 1693. Þá voru og fjörur farnar að öðrum kosti hluta Heima er bezt 165

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.