Heima er bezt - 01.05.1963, Side 22

Heima er bezt - 01.05.1963, Side 22
Nú við tengjum arm við arm og við leggjum barm við barm dans dunar ótt dönsum í alla nótt. Enn er of fljótt að fara fljúgum og dönsum bara svífandi sálir yngjum syngjum, klingjum. Ekkert jafnast á við dans aldrei látum verða stanz sól hnígur hljótt hvíslandi góða nótt. Hér kemur svo að lokum Ijóðið Vögguvísa. Höfund- ur ljóðsins er Jón Sigurðsson. Lagið er eftir Greenfields. Skuggsæl var löngum skammdegisnótt, skammur er dagur allt er myrkt og hljótt. Barnið mitt litla mér blunda skaltu hjá blítt þér í draumi ég vagga til og frá. Sofðu, ég vaka skal hjá þér, í nótt. Manstu hve blómin björt voru og hrein? Blítt söng þá fuglinn á laufgaðri grein, Iækurinn kátur í lautu kvæði söng um ljósið og sumarbjörtu dægrin löng. Sofðu, ég vaka skal hjá þér, í nótt. Manstu í sumar, barn í bláum kjól bjart var þá í sveitum og blóm um laut og hól og út í mó var lamb að leika sér léttfætt eins og blærinn það hljóp á undan þér. Blástu ekki vindur, bíddu í nótt barnið mitt litla það sefur vært og rótt, láttu það ekki óttast þytinn þinn þú verður hljóður svo ekki heyrist inn. Sofðu, ég vaka skal hjá þér, í nótt. Fleiri ljóð birtast ekki að þessu sinni. Stefán Jónsson, Skeiðarvogi 135. Ogleymt augnablik Á mig féllu augna þinna ljós; ekkert vissir þú það, prúða drós, að í hópnum eina þig ég sá. Ein fyrir mér í salnum varstu þá. Andartak ég hélt í þína hönd. Hvaðan lágu þau hin fínu bönd, sem þá fluttu hita hjartans til? Hvaðan kenndi þann hinn Ijúfa yl? Aftur sólin signir haf og grund, samt til baka kemur ei sú stund; eins og draumur er hún liðin hjá, agnardropi í tímans reginsjá. * Ef sól er hæst í heiði, sést hvergi stjarna smá; í hennar himinljóma þær hverfa allar þá. Og aðrir ítrir svannar má ætla að væru hér; en ég sá enga þeirra, af einni vissi ég þér. # Eins og andblær líði út í geiminn bláa, bærist bára á víði, bliki arið smáa. þannig ljóð mitt líður, líf þess er: að deyja; allt sem okkar bíður, íturfagra meyja. Z þýddi. Undirritaður gerði þessa vísu er hann kom heim úr löngu ferðalagi um landið og hafði séð marga fagra staði: Ég fór víða um ísafrón aldrei mun því gleyma, eftir marga unaðssjón er þó fegurst heima. Jiilíus Jónsson, Mosfelli. 174 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.