Heima er bezt - 01.05.1963, Page 25
„Allt í lagi, ég skal gera vilja pabba,“ sagði ég þrjózku-
lega. „Viltu hafa samniaginn skriflegan?11
Björn kom og settist hjá mér.
„Hugsaðu máiið í nótt, og láttu mig vita svarið á
morgun,“ sagði hann. „Þú veizt að það eru ýmsar skyld-
ur, sem þú tekur þér á herðar, þegar þú giftist mér, en
ég skal reyna að gera þér það svo létt sem ég get, svo
þú þurfir ekki að hugsa seinna meir til þeirra áranna
með mér með beiskju."
„Þú villt allt til vinna, að Hans fái mig ekki,“ sagði ég.
„Ég get játað því, verra hlutskipti gæti ég ekki kos-
ið þér til handa.“
„Heldurðu að það sé eitthvað betra að giftast þér?
Hvers vegna hatar þú Hans? hann er þó svo gott sem
bróðir þinn.“
„Spurðu mig ekki meir um þetta,“ sagði hann, og
sársaukinn í augum hans minnti á, þegar hann talaði
um Dóru. „Það er eitt af því, sem þú verður að sætta
þig við, ef við eigum að geta búið saman.“
Hann sneri sér frá mér, ég hélt að hann væri að fara.
Mér fannst kólna allt í einu, og áður en ég vissi af, var
ég búin að segja:
„Farðu ekki, Björn, ég er svo hrædd að vera ein.“
„En Sóiey, vina mín, hvað er að?“
„Er nokkur maður svo kaldur, að hann bjóði ekki
konuefninu sínu góða nótt með kossi,“ sagði ég með
grátstafinn í kverkunum.
Ég var komin í faðm hans, áður en ég vissi af, og
það var yndislegt að finna sterka arma hans lykjast um
sig. Eitthvað nýtt og fagnandi var í svip hans, eitthvað
svo óendanlega milt og ástúðlegt, og augu hans voru
rök.
„Þér er þá ekki sama um mig?“
„Björn, þú hefur verið svo bhndur, ég hefi beðið og
vonað, en þú sagðir aldrei neitt eða gerðir neitt, þú
horfðir bara á mig, eins og ég væri krakki.“
„Ég þorði ekki að vona neitt. Ég hefi einu sinni áður
orðið ástfanginn. Hún fékk sér annan. Síðan hefi ég
verið hræddur við kvenfólk. Ég veit að ég er ekkert
glæsimenni, sem kona gæti verið stolt af.“
„En þér er þá ekki sama um mig?“
„Sama um þig, ó guð minn góður, Sóley.“ Hann tók
blíðiega um báðar kinnar mínar og horfði fast í augun
á mér.
„Ég ætla að nota gamla setningu, sem er þó alltaf ný,
og ég hefi aldrei fyrr sagt við nokkra konu og mun
aldrei gera það:
„Ég elska þig, Sóley.“
Hann sagði það svo hægt og hátíðlega, að mér fannst
allir englar himinsins hlytu að standa á öndinni af hrifn-
ingu.
„Og ég elska þig og vil giftast þér í alvöru, ég er
viss um, að pabbi og mamma gleðjast með mér nú á
þessari stund. Pabbi sagðist ætla að gefa mér vísbend-
ingu, þegar ég gerði rétt.“
Eins og til staðfestingar á orðum mínum bærðust
gluggatjöldin til eins og fyrir hægum blæ, og að vit-
um mínum barst sterkur blómailmur. Dálitla stund stóð
ég stjörf og andaði að mér ilminum. Svo hvíslaði ég
æst:
„Finnur þú nokkuð?“
Björn kinkaði kolh, alvarlegur á svipinn.
„Þarna sérðu!“ sagði ég og gat varla talað fyrir gleði
og taugaspenning.
„Nú er ég að gera rétt! “
„Ég vona það, og óska þess svo sannarlega, vina mín,“
sagði hann og gerði nú loks það, sem ég hafði beðið
eftir, svo vikum skipti: Hann kyssti mig fast og inni-
lega.
Ég var ofurlítið ringluð og undrandi, þegar hann
loksins sleppti mér. Hvernig var hægt að leggja alla
sál sína í koss, láta hann tala í stað orða? Aldrei fyrr
hafði ég reynt neitt þessu líkt. Mér fannst ég verða svo
agnarsmá og lítilsvirði, en hann svo stór og sterkur.
Myndi ég ekki sífellt verða honnm til vanvirðu, eins og
t. d. í nótt? Fólk myndi segja, að hann hefði kvænzt
mér til að hafa hemil á mér, svo ég arkaði ekki úr einni
vitleysunni í aðra. Það gat varla verið mikið áht sem
fólk hafði á tilvonandi læknisfrú í Álftafirði. En ég
ætlaði að standa mig. Björns vegna skyldi ég verða fyr-
irmyndar húsmóðir.
Þegar Björn var farinn, háttaði ég og fór í fallegasta
náttkjólinn minn, bar ilmvatn bak við eyrun og burst-
aði hárið, þar til snarkaði í því. Það dökknaði óðum
mér til mikillar ánægju. Rauði liturinn var búinn að
fara nógu lengi í taugamar á mér. Svo settist ég á dívan-
inn og beið. Loks voru allir í húsinu háttaðir. Einu sinni
heyrði ég barið ofur lágt á dyrnar, en ég opnaði ekki,
í kveld var eg ekki í skapi til að tala við Hans.
Þegar klukkan loksins sló tólf, var ég farin að ganga
um gólf, mér gekk illa að ráða við óþolinmæðina eins
og oftar, en nú beið ég ekki lengur. Ég læddist á tán-
um eftir ganginum og opnaði hurðina inn til Bjöms.
Ég hafði búizt við, að hann væri sofnaður, en hann sat
þá við skrifborðið, hafði krosslagt handleggina undir
höfðinu og lá fram á borðið þungt hugsi.
Hann hrökk við, þegar ég kom inn.
„Hvert ert þú að fara, kjáninn þinn, svona um há-
nótt?“ sagði hann og stóð upp.
Ég stóð þarna á miðju gólfi eins og illa gerður hlut-
ur og horfði niður á tærnar á inniskónum mínum.
„Hvað er að?“ spurði hann og gekk til mín.
„Ég er svo einmana og hrædd, ég vil vera hjá þér,“
tautaði ég vesældariega.
Augnabliki síðar var ég komin undir sæng. Hann
hlúði að mér og sagði:
„Svo verður þú að liggja grafkyrr, þangað til ég er
búinn með það, sem ég var að skrifa. Þá ferðu inn í
herbergið þitt aftur, — við emm ekki gift enn þá!“
Það var ekki til neins að malda í móinn. Hér voru orð
hans lög, og kenjar mínar lítils metnar.
Daginn eftir fannst mér lífið svo fagurt, að mig lang-
aði mest til að dansa og syngja, en mundi þá eftir, hver
Heima er bezt 177