Heima er bezt - 01.05.1963, Qupperneq 27
margt, sem ég þyrfti að segja Birni, þegar hann kæmi
heim, bara að mér væri þá ekki runnin reiðin. Það var
margt til í því, sem Hans hafði sagt. Björn myndi aldrei
taka tillit til mín, þegar skyldustörfin kölluðu. „Skyldu-
störfin“ hafði Hans sagt með háðstón. „Það er svo
margt hægt að flokka undir þau, jafnvel spilamennsku
og kvennafar.“
iVIér datt nú samt ekki í hug, að Björn hefði aðrar
konur, og þó, hvað vissi ég um það. Þær voru margar
snotrar, sem unnið höfðu hjá honum, og gat ekki verið,
að fleirum en mér hefði litizt vel á hann?
Loks ákvað ég að sofna í mínu herbergi, fékk mér
eina róandi töblu, sem Hans hafði gefið mér. Þær komu
mér alltaf í sérstaka stemningu. Björn mátti fara sína
leið, nú leið mér vel.
Það var skrítinn svipur á Birni morguninn eftir, þeg-
ar hann kom inn til mín, en ekki sagði hann neitt. Eg
dauðskammaðist mín fyrir að hafa læst hann úti, og allt
það sem ég hafði ætlað að lesa yfir honum var gleymt.
Haustið leið, og veturinn kom. Ég var alltaf að upp-
götva nýtt og nýtt í fari Björns, sem sýndi hve góðan
rnann ég hafði fengið. Stundum fórum við út saman,
en það var sjaldan. Ég hafði komizt að raun um, að
Björn var sæmilegur dansherra, þó ekki jafnaðist hann
á við Hans. Það var sjaldan sem Björn átti frí, en þeirra
stunda nutum við bezt með því að vera tvö saman, eða
að minnsta kosti fannst mér það. Ég held líka að Björn
hafi verið hamingjusamur.
Ég spurði Önnu einu sinni um Dóru. Hún andvarp-
aði bara þunglega og sagði:
„Bíddu bara, þangað til Björn léttir á hjarta sínu og
segir þér sögu hennar.“
Nokkru fyrir jól fékk ég nafnlaust bréf. Það var
hroðalegt bréf, fullt af dylgjum og alls kyns óhróðri
um Björn. Nafn Dóru var nefnt og fleiri stúlkna. Vissi
ég, hvernig hann hefði leikið Dóru? og hvers vegna
hann gat eltki gift sig, fyrr en hún var dáin?
Mér varð óglatt eftir þennan lestur. Ætti ég að sýna
Birni bréfið? Örðin brunnu á vörum mínum, en ég hik-
aði og hugsaði, að það væri skammarlegt af mér að
leggja minnsta trúnað á þáð, sem í því stóð, en þó lædd-
ist einhver efi inn í hug minn. Hvers vegna sagði Björn
mér aldrei neitt um Dóru, og hví hafði hann sagt, að
sér væri skyldast að sjá um hana? — Hvers vegna, hvers
vegna? — Ég spurði sjálfa mig aftur og aftur, en fann
enga lausn. Það fór svo, að Björn sá, að eitthvað amaði
að mér. Hann horfði lengi íhugull á mig eitt kvöldið
og spurði svo, hvað nú amaði að?
Ég lézt verða undrandi á spurningunni, ég vissi ekki
annað en ég væri, eins og ég ætti að mér.
„Ónei, elskan mín, þú blekkir mig ekki,“ sagði hann
og kyssti mig. „Viltu ekki trúa mér fyrir því, sem angr-
ar þig?“
„Ætli þú þurfir ekki heldur að segja mér eitthvað?“
sagði ég og sneri mér frá honum.
„Hvað nú?“ Hann varð svo undrandi, að ég skamm-
aðist mín fyrir tortryggnina og sagðist bara hafa verið
að spauga.
Hann andmælti mér og sagðist hafa tekið eftir, að ég
væri öðruvísi en venjulega núna seinustu dagana.
„Segðu mér það, það er ekki ómögulegt, að við get-
um hjálpast að við vandamálið,“ sagði hann biðjandi, en
ég þagði.
Samband okkar var ekki eins innilegt eftir þetta. Ég
reyndi að finna eitthvað tortryggilegt í hverju orði,
sem hann sagði. Það kom fyrir, að við töluðum ekki
saman nema tvö þrjú orð allt kveldið, en þegar við vor-
um háttuð, stóðst ég ekki freistinguna, en leitaði í faðm
hans eftir skjóli og öryggi.
Oftar en einu sinni hafði ég orðið þess vör, að rótað
hafði verið í skrifborðinu mínu. Ég kunni því illa og
ákvað að komast eftir, hver það væri. Það var ekki um
marga að ræða, en ef það var Bjöm, því bað hann mig
þá ekki um leyfi, og hvað gat hann haft gaman af að
grúska í mínum plöggum?
Eitt kvöldið stóð ég hann svo að verki. Ég sagðist
ætla í heimsókn til Hönnu, en fór hvergi, heldur faldi
mig inni í gestaherberginu. Það var allt hljótt í húsinu.
Anna var ekki heima, og Páll ekki heldur. Mér fór að
leiðast biðin og fór inn í herbergi mitt. Það var maður
þar fyrir, en það var ekki Björn, heldur Hans! Eitt
augnablik stóð hann kyrr, svo snerist hann á hæl og fór
út um svaladyrnar, yfir grindurnar og lét sig detta nið-
ur í garðinn. Ég lokaði dyrunum, læsti og dró tjöldin
fyrir.
Svo þetta var þá Hans, og ég sem hélt að hann væri
í margra sýslna fjarlægð! Hvað vantaði hann í skrif-
borðinu mínu? Ég settist í stólinn og lagðist fram á
borðið. En ekki hafði Hans getað verið að verki hin
kveldin, því svalahurðin var alltaf læst. Ég' hafði bara
verið að viðra úti á svölunum þennan dag og gleymt að
læsa. En hann hafði sennilega útidyralykil!
Allt í einu opnuðust dyrnar, og Björn stóð þar. Hon-
um brá auðsjáanlega, er hann sá mig.
„Hvað, ert þú ekki hjá Hönnu?“ spurði hann.
Ég benti á skrifborðið og sagði:
„Björn, hefur þú verið að leita í skrifborðinu mínu?“
Ég beið í ofvæni eftir svari.
Hann gekk til mín, settist á stólbríkina hjá mér og
sagði:
Hann gekk til mín, settist á stólbríkina hjá mér og
sagði:
„Já, vina mín, ég verð að játa, að ég hefi gert það.“
„Hvernig gaztu gert þetta, Björn,“ sagði ég æst. „Því
baðstu mig ekki um leyfi, ég hefði ekki trúað því, að
þú færir svona á bak við mig, en líklega er þetta ekki
í fyrsta skiptið, sem þú gerir það.“
Hann tók um hönd mína.
(Framhald.)
Heima er bezt 179