Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 2
Aldarminning grasafrædings I [lessum mánuði er liðin öld frá fæðingu þess manns, sem kallast má höfundur íslenzkrar grasafræði, Stefáns Stefánssonar, skólameistara á Akurevri, en hann fæddist að Heiði í Gönguskörðum 1. ágúst 1863. Um langt skeið var hann forystumaður í íslenzkum iandbúnaði, rak stórbú á Möðruvöllum í Hörgárdal og átti mikinn þátt í stofnun Ræktunarfélags Norðurlands og stýrði því við mikinn og góðan orðstír á annan tug ára. Hann var um mörg ár atkvæðamikill þingmaður, en þó kunn- astur sem afburðakennari og síðar skólameistari við ann- an stærsta framhaldsskóla landsins, Gagnfræðaskólann á Akureyri. Átti hann manna drýgstan þátt í að hefja Möðruvallaskóla til vegs og virðingar, þegar hann rið- aði til falls, og síðar hratt hann fremur öðrum því á- leiðis, að Akureyrarskóli yrði gerður að menntaskóla, þótt það félli í hlut eftirmanns hans, að leiða þá bar- áttu til lykta og vinna lokasigurinn í því máli. Stefán Stefánsson kom þannig víða við í íslenzku þjóðlífi, en þó er enn ótalið það verk hans, sem lengst mun lifa, en það var samning Flóru íslands. Ungur að aldri fékk hann hug á náttúrufræði, og lagði stund á þá vísindagrein við háskólann í Kaupmannahöfn. Var hann svo lánsamur að njóta þar kennslu hins ágætasta kennara, Warmings prófessors, og tókst með þeim alúð- arvinátta, sem varð Stefáni ómetanlegur styrkur í starfi síðar meir. í miðjum klíðum hlaut hann að hverfa frá námi, því að starfið kallaði á hann, er hann réðist kenn- ari á Möðruvöllum 24 ára að aldri 1887. Þegar eftir heimkomu sína frá námi tók hann að rannsaka gróður landsins af kappi og varði til þess flest- um sumrum að meira eða minna leyti frá 1888 til alda- móta. Meginárangur þeirra rannsókna varð útkoma Flóru íslands 1901. Þar er í fyrsta sinni á íslenzku lýst öllum þeim æðri plöntum, sem vissa var fengin fyrir að yxu hér á landi, getið vaxtarstaða þeirra og útbreiðslu. Jafnframt var þá í fyrsta sinn framkvæmt vísindalegt mat á eldri plöntuskrám frá Islandi, og með fullri gagn- rýni og miskunnarlaust strikaðar út þær tegundir, sem ekki var sannað með fyllstu rökum, að hér væru til. Þá var og gerð full grein þess, hvað væru íslenzkar plönt- ur, og hverjar væru einungis meira eða minna tíma- bundnir slæðingar í gróðri landsins. Flóra Islands er þannig í senn strangvísindalegt rit og þó alþýðlegt í bezta skilningi orðsins. Lýsingar þær, er hún flytur, eru til þess gerðar, að hver meðalgreindur maður geti haft þeirra full not til þess að nafngreina og þekkja þær íslenzkar háplöntur, sem á vegi hans verða. En engin slík leiðarvísan var þá til á íslenzku. Plöntu- lýsingar Stefáns eru glöggar og greinagóðar, svo að fá- um mun betur hafa tekizt að semja slíkar. Ekki er þó minnst um vert, að um leið og Stefán samdi Flóru bjó hann til íslenzkt fræðiorðakerfi í grasafræði og gaf öll- um þeim plöntum nafn, sem áður voru ónefndar á ís- lenzku. Hafa nafngiftir hans og fræðiorð tekizt með fágætum vel, svo að þeirra mun lengi sjá staðar í ís- lenzku máli. Ljúka allir upp um það einum munni. Góð- an þátt í að festa þessi orð í tungunni átti síðan kennslu- bók hans, Plönturnar, sem lengi hefur verið notuð í framhaldsskólum landsins. Þegar vér nú lítum á starf Stefáns Stefánssonar hljót- um vér að undrast það og dást að því. Hann ryður þar braut í fræðigrein sinni með ágætum og leggur um leið grundvöllinn að mikilvægum þætti íslenzkra náttúru- vísinda. Engum fær dulizt, að náttúrufræðin fyllir sífellt meira og meira rúm í menningu þjóðanna. Þau fjalla um líf- ið sjálft í öllum þess margbreytilegu myndum, og þau grípa inn á flest svið hins daglega lífs, og á þeim hvílir að verulegu leyti atvinnulíf þjóðanna. Hins vegar verð- ur því ekki neitað, að vér Islendingar höfum á marga lund verið tómlátari en góðu hófi gegnir í þeim efnum að efla þekkingu vora á náttúrufræðum og hagnýta oss hana í atvinnuvegum vorum. Enn skortir mjög á, að vér gerum oss almennt ljóst, hversu mjög örlög og gengi undirstöðuatvinnuvega vorra hvíla á því, að vér fáum öðlast þekkingu á almennum lögmálum náttúr- unnar og sérstaklega þó þekkingu á náttúru þess lands, sem vér lifum og störfum í. Stefán Stefánsson vann sitt merka brautryðjendastarf í þeirri von og trú, að hann væri þar að kenna þjóð sinni þessi grundvallarsannindi, og að ötullega yrði fram haldið á þeirri leið, sem hann hafði þegar varðað svo myndarlega. Honum var ljóst, að eitt af því, sem bændaþjóð var nauðsyn að vita, var hversu háttað væri gróðri landsins, sem búskapur þjóðarinnar hvíldi á. I þá átt hnigu rannsóknir hans, bæði Flóran sjálf, svo og síðar rannsóknir á fóður- og beitijurtum landsins. Nú á aldarafmæli hans, sem ætla má að minnst verði að maklegleikum, væri því fátt betur til fallið, en ef unnt væri að hrinda áleiðis þessu áhugamáli hans, að 262 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.