Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 31
Hjónin Erlendur og Halldóra og Sigríður vinnukona ætla til guðsþjónustunnar að Borg. Kári hefur ákveðið að heimsækja fjölskyldu sína og ætlar að verða þeirn samferða niður dalinn. Jórunn verður ein heima. Hún hefur ekki enn farið neitt út af heimilinu síðan um haustið og virðist ekki hugsa sér að ferðast neitt fyrst um sinn. Foreldrar hennar voru óánægð með að hún væri alein heima, en hún sagði að þau þyrftu engar áhyggjur að hafa sín vegna, — sér myndi ekki leiðast. Hún fór með þeim út og horfði á eftir þeim er þau riðu úr hlaði. Síðan gekk hún inn. Það var margt fólk komið til kirkjunnar og var að drífa að úr öllum áttum, þegar hjónin á Heiði og Sig- ríður stigu af baki við stóra hestarétt er hlaðin hafði verið utan túns á prestssetrinu. Erlendur spretti af hestunum og lét þá í réttina. Síð- an gengu þau öll til bæjar. Séra Hálfdan bauð þeim til stofu. Þax voru fermingarbömin ásamt foreldrum sín- um. Mæðurnar voru í óða önn að klæða þau og búa sem bezt áður en þau gengju í kirkju. Fólkið frá Heiði lagfærði einnig föt sín og snyrti sig. Síðan settust hjónin að kaffidrykkju, en Sigríður af- þakkaði kaffið og kvaðst heldur vilja ganga út í góða veðrið og hitta kunningjana. . Þegar hún kom út á hlaðið, staldraði hún við og leit í kringum sig. Kirkjufólkið stóð í smáhópum og talaði saman. Sigríður gekk fram með bæjarveggnum og hugðist slást í hóp með nokkrum kunningjastúlkum sínum er voru þar skammt frá bænum. Allt í einu var hún ávörpuð kunnuglega. „Sæl og blessuð, Sigríður mín!“ Sigríður leit upp. „Sæll, Agnar!“ Þau tókust í hendur. „Ég tók eftir því, þegar þið komuð áðan, að það er- uð aðeins þú og hjónin sem komið hafa frá Heiði tiL kirkju í dag,“ sagði Agnar. „Jórunn kom ekki með for- eldrum sínum nú,“ bætti hann við. „Nei, hún hefur ekki gert víðreist síðan í haust.“ „Og Kári hefur heldur ekki haft áhuga fyrir guðs- orðinu í dag,“ sagði Agnar. „Kári heimsótti skyldfólk sitt í dag. Hann hefur lof- að móður sinni því, að koma til foreldra sinna á hverri hátíð, og hann er einn af þeim sem heldur loforð sín en gleymir þeim ekki,“ sagði Sigríður illkvittnislega. Ágnar beit á vörina en þagði. Sigríður hélt nú áfram til vinstúlkna sinna og tyllti sér niður hjá þeim. Að stundarkorni Hðnu hljómuðu kirkjuklukkurnar á ný. Um leið opnuðust dyrnar á prestssetrinu, og séra Hálfdan kom út klæddur hempu og kraga með Biblíu í hönd. Silfurhvítir lokkar lögðust fallega að hvelfdu enninu, friður og mildi fylgdu þessum virðulega öld- ungi hvar sem hann fór. Á eftir séra Hálfdani komu fermingarbömin og foreldrar þeirra ásamt heimafólki á prestssetrinu. Þessi hópur gekk til kirkjunnar, og fólk- ið er hafði dreift sér um túnið þyrptist einnig heim að guðshúsinu. Nú voru menn alvarlegir og hljóðir. AHt mas og hlátrar þagnaðir. Helgi stundarinnar seitlaði inn í hugi kirkjugesta. Sigríður tók sér sæti framarlega í kirkjunni ásamt stöllum sínum. Þegar allir voru seztir, var kirkjunni lokað og síðasti ómur klukknanna dó út. Lagið „Vor Guð er borg á bjargi traust,“ hljómaði þýtt og bjart í gömlu kirkj- unni. Fólkið laut höfði. Innilegur friður fyllti hugi þess og hjörtu. Er sálmurinn var á enda leit Sigríður upp. Hún svip- aðist um eftir Agnari. Hún hálfiðraðist eftir að hafa hreytt í hann ónotum. Það átti ekki við að koma til að hlusta á guðsorð og kasta svo særandi orðum í mann, sem aldrei hafði gert henni neitt illt. En hvernig sem hún reyndi, gat hún hvergi komið auga á Agnar meðal kirkjugestanna. Þegar Agnar hafði haft tal af Sigríði, stóð hann stundarkorn hugsi. Allt í einu var sem hann réði eitt- hvað mikilvægt við sig. Hann gekk hratt niður trað- irnar. Hann settist í grasið vestan undir hestaréttinni. Þar sást hann ekki heiman frá bænum. Hann sleit upp nokkur strá og horfði á þau í hvítum lófa sínum. Síð- an kastaði hann þeim út í loftið og horfði brosandi á eftir þeim. Ef til vill væri það nú að koma, tækifærið, sem hann hafði beðið eftir síðan hann kom heim frá Höfn. Hann hló lágt. „Of seint, sagðir þú, Erlendur minn góður. Við sjáum nú til.“ Þegar allir voru gengnir í kirkju og guðsþjónustan hafin, reis Agnar á fætur, beizlaði brúnskjótta folann sinn og teymdi hann út úr réttinni, lagði á hann og sveiflaði sér í hnakkinn. Folinn tók sprett og Agnar lof- aði honum að stökkva talsverðan spöl. Þá hægði hann reiðina. Folinn lyfti hálsinum, hringaði makkann og flaug áfram á yndislegu, leikandi tölti. Agnar leit til baka heim að Borg. „Erlendur og Halldóra eru vel geymd þarna í guðs'- húsinu. Messan stendur alltaf yfir tvo tíma að minnsta ikosti,“ tautaði hann lágt, og um varir hans lék gamla sigurvissa brosið. Þegar Jórunn á Heiði kom inn í eldhúsið, eftir að hafa kvatt fólkið, tók hún sér bók í hönd, settist við vesturgluggann og horfði á eftir fjórmenningunum meðan hún sá til ferða þeirra. Margs konar hugsanir sóttu að henni. Alltaf hafði hún farið með foreldrum sínum til Borgar-kirkju, þegar fermt var á vorin, frá því að hún var barn og þar til nú. Hún sá sjálfa sig í anda er hún á síðastliðnu vori þeysti á Glæsi, fallega alda reiðhestinum sínum, til kirkjunnar. Hún minntist einnar heimferðarinnar frá kirkjunni. Þá hafði Agnar slegizt í hópinn. Hún mundi sprettinn, þegar þau reyndu gæðingana sína á rennsléttum eyrunum við Heima er bezt 291

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.