Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 8
GUNNAR MAGNUSSON FRA REYNISDAL: Einar Hjaltason í Kerlingarclal EÍinars Hjaltasonar heyrði ég manna fyrst get- ið í bernsku minni. Þóttist ég skilja, að það j væri maður, sem mikið hefði til brunns að bera fram yfir aðra menn. Einar Hjaltason var fæddur að Suður-Götum í Mýr- dal. Þar bjuggu foreldrar hans, Hjalti Einarsson Jó- hannssonar hreppstjóra í Þórisholti, og Tala Runólfs- dóttir, Sigurðssonar bónda á Skagnesi. Á Suður-Götum mun Einar hafa dvalið, að ég hygg, þar til hann kvæntist Ingibjörgu Sigurðardóttur. Þá mun hann hafa hafið búskap á Stóru-Heiði. Þar mun honum hafa þótt gott undir bú á þess tíma mælikvarða, slægjur allsæmilegar, hagaganga góð, og sauðbeit not- andi, þá er ekki voru aftök. Þá var og silungsveiði í Heiðarvatni til ínytja. Á Stóru-Heiði bjó Einar, þar til hann flutti í Vík- ina um þær mundir, er verzlun hófst þar. Þar var hann Einar Hjaltason. Myndin tekin 1927. nokkurs konar veitingamaður, þótt það væri með öðru sniði, en seinna tíðkaðist. Upp í greiða, er hann veitti ferðamönnum, tók hann ekki annað en fóður af þeim. Einar var fjármaður með afbrigðum, og mun ekki hafa kunnað öðru en að eiga sauðfé, þótt setztur væri að í Víkinni. Enda mun svo hafa verið lengst af þeim tíma, sem hann dvaldi í Víkinni, að hann mun átt hafa fé eigi færra, en þá er hann bjó í Heiðinni. Flest var fé þetta á fóðrum víðs vegar um nágranna- sveitirnar. Einar gerðist formaður í Víkinni, bæði til fiskiróðra og einnig við upp- og útskipun fyrir verzlun Bryde kaupmanns. í marzmánuði árið 1910 barst honum á við uppskipun. Sjór mun hafa verið því riær ófær, en út var brotizt. Jón Þorsteinsson í Reynisdal var búinn að komast á flot eftir langan „stuðning“ og jafnvel upp- slátt. Skaphöfn Einars Hjaltasonar levfði ekki að vera eftir- bátur Jóns. En það skildi á milli með þeim, að Jón komst klakklaust út að skipi, en Einari hvolfdi í út- róðri. Drukknuðu af honum 5 menn, þeir Jón Jónsson, Jón Brynjólfsson, Sigurður Bjömsson, Jakob Bjöms- son og Skúli Unason. Fjóra hina fyrst nefndu rak strax, en Skúla Unason rak aldrei. Voru menn þessir allir grafnir í einni gröf í Reynis-kirkjugarði. Mun það leiði hafa orðið minnisstætt þeim, er það litu og vissu um öll atvik. Sigurður Eggerz var þá sýslumaður Skaftfellinga og sat í Vík. Móðir mín, Kristbjörg Benjamínsdóttir, var þá vinnukona hjá honum. Sagði hún mér frá því, að er sýslumaður frétti slys þetta og hafði séð allt saman, þá hafði hann lokað sig inni og engu sinnt um hríð. Þá var hann að yrkja sálminn „Alfaðir ræður“. Var sálm- ur þessi sunginn við útför hinna dmkknuðu í fyrsta sinn í Reynis-kirkjugarði. Einar Hjaltason hefur eflaust tekið sér slys þetta nærri, þótt eigi kastaði hann því utan á sig, eins og kall- að er. Skúli Unason bjó á Suður-Fossi og drakknaði frá mörgum bömum. Vom þeir Einar systkinasynir að skyldleika. Þá er Hjalti Jónsson kleif Háadrang laust fyrir aldamótin, valdi hann Skúla Unason sér að hjálp- armanni. Togaraferðir stundaði Einar Hjaltason, þá er þær fóm að tíðkast þarna eystra. Mun hann hafa verið all- djarfur í þeim sóknum, að því er ég heyrði frá sagt. Og 268 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.