Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 22
Hér birtist svo ofurlítil Staka eftir sama höfund: Engin vofa villi þig vélráð engin trylli þig, vonargeislar gylli þig, góðir andar hylli þig. Þá kemur hér lítið ljóð frá sama ári, sem nefnist: Sól- arlag. Höfundur er Einar H. Guðjónsson: Sólin nú lækkar og líður logbjört að fjallanna baki, berast að eyrum mér utan úr mó ómar af söngfugla kvaki. Allt hvílir í friðarins faðmi, finn ég nú blómanna angan, sem breiddu út blöðin sín um blíðviðris daginn langan. Kvöldblærinn kinnar mér strýkur kominn frá blásölum víðum, hvíslar og sífellt segir mér: Senn fölna blómin í heiðum. Þó hnigi sól og syrti, það samt ei skelfir önd, því skuggans blæjur byrgja blóma- og sólskins-lönd. Þá kemur hér lítið ljóð í léttum tón frá síðasta skóla- ári. Það hefur ekkert sérstakt heiti en hljóðar þannig: Oft hér á Eiðastað ýmislegt gerist það, sem ég vil segja frá smáljóði í. — Oft er hér elskast heitt, oft er hér brosað breitt, Ástin er okkar hnoss yndi og líf. Brosandi blika hér blá augu, þér og mér. Heilla okkur halina, hjartað fær kipp. Stúlkurnar stara á strákana til og frá. Upplifa á einni stund eldgamla tíð. ■ Er þetta indælt líf, ástir og glens og víf. Þótt líði ár og öld, ei gleymi ég. Þegar mig burtu ber, blikar þú fyrir mér, ástkæra Eiðamynd. Ei gleymi ég þér. Höfundur nefnir sig: E. E. Að lokum er hér ljóð frá árinu 1937, sem heitir: Kveðja til Eiðaskóla. Höfundur Ijóðsins er Stefán R. Lárusson: Við komum þangað ung með okkar drauma því æskan, hún á jafnan nóg af þeim, þar fundum við þá hlýju og sterku strauma er stefna hærra um lífsins dulda geim. Og þar við lærðum fræðin fornu og nýju um frjálsa menn, er unnu mikil verk. Og þar við kynntumst friði, frelsi og hlýju og fyrst af öllu að vera sönn og sterk. Og í þann sjóðinn, sem við þarna fundum, við sjálfsagt getum lengi perlur sótt, það styttir dag á döprum raunarstundum, er dimma fer af heimsins kölu nótt, að eiga slíkan sjóð og sanna gleði, er sífellt reynist traustur, bjartur, hlýr. Það vermir hugann, vekur þrá og gleði, og von um ný og fögur ævintýr. Því minningamar flestar fagrar eru frá þeim stað, er okkur var svo kær. Við skulum biðja alheims æðstu veru, sem öllu stjórnar bæði fjær og nær, að blessa alltaf okkar menntasetur, svo ætíð þaðan komi sannir menn, er kunna öðmm lífsins börnum betur, að bæta og fegra lífs síns hlutverk enn. Gæfan fylgi öllum Eiðamönnum, ætíð störfin þeirra blessist vel, og er þeir vinna af heilum huga sönnum, þeir hljóti að launum traust og bróðurþel, því þeim var kennt að halda baki beinu og bera hverja raun sem sannir menn, og einnig það, að geyma í hjarta hreinu þau hnoss, er lífið dýrast metur enn. Fleiri ljóð birtast ekki að sinni, en nú hefur safnast í dálitla syrpu af ljúfum dægurlögum, sem birtast næst. Sendið bréf og biðjið um falleg dægurljóð. Stefán Jónsson, Skeiðarvogi 135, Reykjavík. 282 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.