Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 15
skrifað stendur. Einmælt var það, að Ari var mikilhæf- ur, en þjóðsagnir nefna hann til ills og góðs. — Galdr- ar voru honum kenndir. Hann átti 18 börn, og urðu mörg þeirra kynsæl. Hólmfríður dóttir Ara giftist Árna Markússyni. Þeirra sonur var Ari á Fljótsbakka. Þorsteinn sonur Ara, var faðir Hólmgeirs í Vallakoti í Reykjadal. Ann- ar sonur Ara var Jósep, sem lengi bjó í Holtakoti og víðar, bláfátækur og bammargur. Kona Jóseps hét Guðný, dóttir Björns Nikulássonar Buch. Meðal barna þeirra voru þeir Gunnar og Sigurjón, sem hér mun sagt frá. Þeir bræður og Benedikt Oddsson voru systra- synir. Kona Björns Buch og móðuramma þessarafrænda í Náttfaravíkum var dóttir Bergþórs hreppstjóra á Ox- ará. Munum við gera nánara skil þess ættlegs. Ámi Grímsson hét maður, uppalinn á Snæfellsnesi um miðja 18. öld, í miklu hungri og fátækt, svo sem þá var algengt. Hann var elztur margra systkina og hafði misst föður sinn, þá er hann henti það að taka fisk úr hjalli hjá ríkum manni, er neitað hafði um hjálp. Fyrir þetta var hann dæmdur, en strauk úr haldi. Síðar fannst hann á útilegu suður í Ódáðahrauni og var færður sýslu- manni í Rauðuskriðu. Þar var hann læstur inni í úti- skemmu. Hann gat rofið gat á þekjuna og sloppið. Síð- ar spurðist ekki til Árna Grímssonar með því nafni. Skömmu eftir að Árni strauk úr Skriðu, kom ókennd- ur maður að Skoruvík á Fanganesi og falaðist vistar. Hann kvaðst heita Einar Jónsson. Hann réðst þar og þótti afbragðsmaður að dugnaði og atorku. Hann kvæntist þar bóndadóttur, og tóku þau síðan jörðina, og varð Einar gildur bóndi. Eöngu síðar kom það fram, að raunar var Einar í Skomvík sami maður og Ámi Grímsson, og var þá ekki um fengizt. (í Sagna- þátmm Þjóðólfs er þáttur um Árna þennan eftir Gísla Konráðsson, enn fremur segir frá honum í Öldinni III. árg. (Winnipeg 1895). Hér er fylgt munnmælum, sem enn ganga hér um slóðir um þessa atburði.) Árið 1767 fæddist á Snæbjarnarstöðum í Fnjóskadal drengur, sem nefndur var Bergþór. Foreldrar hans voru Jón Bergþórsson og Borghildur kona hans. Á þeim dög- um var harður húsaginn. Bergþór var ódæll, og faðir- inn harðlyndur og flengdi drenginn, svo oft lá við meiðslum. Þegar Bergþór var kominn undir fermingu, strauk hann að heiman eftir harða refsihviðu. Hann létti ekki ferð sinni, fyrr en hann kom til Einars í Skoravík. Nú varð Skoruvík aftur strokumannshæli. Bergþór settist þar að og kvæntist síðar dóttur Einars. Kross í Kinn var á seinni tímum í eign efnamanns austur þar. Árið 1795 kemur Bergþór frá Snæbjarnar- stöðum frá Skoruvík til átthaganna með konu sína og hefur þá á hendi ábúðarbréf fvrir Krossi. Þar bjó hann í 13 ár, en síðan á Öxará til 1838. Bergþór var hrepp- stjóri í Ljósavatnshreppi um 30 ára skeið. Frá Bergþóri er talin Öxarárætt. Margir þeir frænd- ur fóru til Vesturheims, en margt er hérlendis, og kenna sig sumir við Bergþór, svo sem Friðgeir H. Berg. Gunnar Jósepsson og GuÖrún Jónsdóttir. Steinþór á Litluströnd, faðir Steingríms búnaðarmála- stjóra, var af þessum stofni. Bergþór var langafi þeirra, sem nú festu byggð í Náttfaravíkum, Gunnars, Sigurjóns og Benedikts, en Einar í Skomvík langa-langafi þeirra. Hins vegar er Buchs-ættin og Ara-ættin frá Skútustöðum, og alls stað- ar að þróttmiklir forfeður. Gunnar Jósepsson bjó í Naustavík frá 1887 til 1895, en fluttist síðan í Vargsnes og þaðan til Húsavíkur 1902. Gunnar var meira en meðalmaður á hæð og leyndi hæð sinni vegna þess, hve hann var þrekinn, sérstaklega var hann þykkur undir hönd. Hann var alskeggjaður og svipmikill, hægur maður í framkomu, en hörkumaður til vinnu. Kona Gunnars var Guðrún dóttir Jóns Svein- bjarnarsonar, Flóventssonar, þess er byggði Kotamýr- ar. Þau eiga marga niðja á Húsavík. Friðbjörn Friðbjarnarson bjó í Naustavík frá 1895— 1904. Hann var ættaður úr aðaldal. Friðbjörn faðir hans var bróðir Friðjóns, föður Guðmundar á Sandi, og Friðlaugs föður Baldvins á Hveravöllum í Reykjahverfi. Friðbjörn Friðbjarnarson og Vilborg Friðfinnsdóttir. Fleima er bezt 275

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.