Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 4
SIGURÐUR EINARSSON I HOLTI: C^j uðrún Auðunsdóttir vakti á sér skemmtilega athygli fyrir nokkrum árum með því að birta T eftir sig afbragðs snjalla þulu, er hún nefndi: 7 föðurgarði fyrrum. Tvennt olli þessari at- hygli. í fyrsta lagi, að þá hafði um alllangt skeið orðið nokkurt hlé á, að fram kæmu nýjar skáldkonur, sem væru þess megnugar að grípa í hinn kliðmjúka streng þulunnar, svo að ekki félli tónninn, þar sem þær Hulda, Theodóra Thoroddsen, Ólína og Herdís Andrésdætur höfðu látið staðar numið. Hitt, sem þessari athygli olli, var það, að skáldkonan var úr austanverðu Rangárþingi, og það var af því, að hinar frjósömu byggðir austan Rangár höfðu þá, síðan snemma á þessari öld, verið hæ- verskari um framlag sitt til íslenzkrar orðlistar, vísinda og bókmennta, en flestar aðrar. Var þá mjög brugðið frá því, sem verið hafði fyrrum. Þess vegna kom Guð- rún Auðunsdóttir þægilega á óvart með sitt snjalla ljóð. Árið 1956 komu svo út hjá bókaútgáfunni Norðra nokkrar þulur Guðrúnar Auðunsdóttur í fagurlega gerðri bók, myndskreyttri af Halldóri Péturssyni. Þá sýndi það sig til fullnustu hvers þessi sveitakona var megnug. Síðan hafa aðeins birzt eftir hana örfá kvæði — því miður aðeins örfá. Frú Guðrún Auðunsdóttir er fædd 23. sept. 1903 í Dalsseli undir Eyjafjöllum, dóttir hjónanna Auðuns Ingvarssonar og konu hans Guðlaugar Helgu Hafliða- dóttur. Auðunn var umsvifamaður mikill, bjó stóru búi á þeirra tíma vísu og rak að auki allumfangsmikla verzlun. Dalssel lá þá í þjóðbraut og var jafnan gest- kvæmt hjá Auðuni. Húsfreyjan var valkvendi, er hvers manns vanda vildi leysa, Auðunn glaðvær maður, hag- orður og hnyttinn í svörum, gestrisinn og veitull, en fjárgæzlumaður glöggur, er það skyldi vera, áræðis- maður og skapmaður, en dauðtryggur vinum. I þessum foreldrahúsum ólst Guðrún upp í hópi 9 systkina. Glaðvært var á bænum, systkinin söngvin og sum hagorð og hændist þangað æska nágrennisins. Bóka- kostur var allgóður á heimilinu, skáldsögur íslenzkra höfunda og ljóðabækur íslenzkra skálda. Þær drakk Guðrún í sig í bernsku og hefur efalaust numið af þeim tungutak. Skólagöngu var ekki mikill kostur í sveitinni á æskuárum Guðrúnar, aðeins tveir mánuðir Séð heim að Stóru-Mörk. 264 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.