Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 35
HEIMA_____________
BEZT BÓKAHILLAN
Snæbjörn Jónsson: Vörður og vinarkveðjur. Reykjavík
1963. Almenna bókafélagið.
Snæbjörn Jónsson, bóksali, hefur margt ritað um dagana, og nú
hefur dálítið úrval greina hans verið gefið út í bókarformi. Hef-
ur Finnur Sigmundsson, landsbókavörður, valið efnið ásamt höf-
undi, en Tómas Guðmundsson, skáld, skrifað formála. f greinun-
um er víða komið við. Snæbjörn er hispurslaus í máli, segir skoð-
un sína afdráttarlaust, hvort sem öðrtim líkar betur eða verr, og
hann er jafn óspar á að lofa það sem vel er gert og finna að því,
sem honum þykir miður fara. Þess vegna er hressandi að lesa
greinar hans, og skoðanir hans eru svo afdráttarlausar, að lesand-
inn hlýtur að taka afstöðu með eða móti. Þar er engin loðna né
lognmolla. Og einmitt vegna þess arna, og hins hve höfundur
kemur víða við, þá er góður fengur að fá greinar þessar í bókar-
formi. Síðari hluti bókarinnar, Vinarkveðjur, eru minningar-
greinar, og þótt margt sé vel um fyrri hluta bókarinnar, mun þó
hinn síðari verða talinn merkari, er fram líða stundir. Mannlýs-
ingar þær, er Snæbjörn bregður upp, eru margar ágætar, og sá er
grunur minn, að þeir bautasteinar, sem hann hefur þarna reist
ýmsum vinttm sínum, verði óbrotgjarnir, ekki sízt vegna þeirrar
hlýju og ræktarsemi, sem lýsir sér í hverri setningu. Vörður og
vinarkveðjur er því ein þeirra bóka, sem menn lesa sér til gagns
og ánægju. — En hvað segir höfundur, sem er allra manna vand-
látastur um bókagerð, um að nafn W. P. Ker skuli vera prentað
Kerr í yfirskrift á þremur blaðsíðum?
Guðmundur Sigurðsson: Dýrt spaug. Reykjavík 1962.
Helgafell.
Spéfuglinn Guðmundur Sigurðsson hefur nú safnað í bók ýms-
um þeirra skemmtikvæða, sem gert hafa landsmönnum glatt í
geði á undanförnum árum, hvort sem þeir hafa hlýtt á þau x út-
varpinu eða á annan hátt. Kvæðin gera naumast kröfu til að kall-
ast mikiil skáldskapur, en þau eru góð dægrastytting og vissulega
kærkomin lesning öllum þeim, sem skynja og skilja léttan humör.
Og fyrir seinni tímann hafa þau gildi sem skemmtilegar skop-
myndir af mönnum og málefnum vorra daga.
Tvær rússneskar skáldsögur.
Xýlcga hafa tvær skáldsögur frá Stalinstíma Rússlands verið
gefnar út á íslenzku: Réttur er settur eftir Abram Tertz, sem
Jökull Jakobsson þýðir, en Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar
gefur út, og Dagur i lifi Ivans Denisovichs eftir Alexander Solz-
henitsvn í þýðingu Steingríms Sigurðssonar og útgáfu Almenna
bókafélagsins. Þótt sögur þessar séu ólíkar um margt er þeim
sameiginlegt, að þær afhjúpa óhugnað og ógn lífsins undir ein-
ræðisstjórninni bak við járntjaldið, sem skilur milli austurs og
vesturs, jafnframt því sem menn kynnast þar ýmsum viðurstyggi-
legum manngerðum, sem hvergi fá þrifizt nema undir einræðis-
stjórn. Það væri fjarri sanni, að kalla bækur þessar skemmtilest-
ur. En þær eru aðvörunarorð til vor, sem búum við frelsi, að
láta ekki ánetjast af fagurgala hins kommúnistiska áróðurs, og
fyrir þá sök eiga þær brýnt erindi til vor og kröfu á að vera lesn-
ar. En þær eru einnig neyðaróp frá þeim heimi, sem glatað hefur
því sem dýrmætast er, frelsinu að lifa sínu eigin lífi.
Anitra: Herragarðslíf. Reykjavík 1962. ísafoldaiprent-
smiðja h.f.
Þetta er norsk sveitalífssaga af hinni gömlu og vinsælu gerð.
Rómantík, ástir, ættarstolt og ofurlítið af voveiflegum atburðum
og hóflegum erfiðleikum söguhetjanna. Sagan er léttur skemmti-
lestur, þar sem allt fer vel að lokum, þótt á móti blási um hríð.
Þýðandinn er Stefán Jónsson, námsstjóri.
Matthías Jóhannessen: Vor úr vetri. Reykjavík 1963.
Helgafell.
Þar hefur Matthías Jóhannessen ráðizt í að gefa út heila bók
rímaðra ljóða og sýnt það svart á hvítu, að hann kann þá list að
ríma ljóð, og meira að segja vel. Hefir hann valið sér sonnettu-
formið og ferst það prýðilega úr hendi. Kvæðin eru öll samfelld
heild, eða öllu heldur er bókin eitt kvæði x mörgum flokkum. Það
er dýrðaróður til vorsins, sem leysir lífið úr læðingi að loknum
vetri. Kemst höfundur víða ágætlega að orði, en einkum hlýtur
bjartsýni hans að snerta lesandann, og mættu niðurlagsorð bókar-
innar vera einkunn hennar allrar, en þar segir:
„fögur eins og fyr, rís fold úr mar og sólin stendur kyr.“
Guðmundur L. Friðfinnsson: Baksvipur mannsins.
Reykjavík 1962. ísafoldarprentsmiðja.
Höfundur er þegar kunnur fyrir skáldsögur sínar, sem notið
hafa mikilla vinsælda að maklegleikum. Hér þreifar hann fyrir
sér xneð smásöguformið og tekst vel. Sögurnar eru flestar hæfilega
meitlaðar í frásögninni, þótt hann ef til vill á stundum verði
nokkru langorðari en smásöguformið þolir, en á því syndga marg-
ir. Annars er brugðið upp skýrum myndum í sögum hans, og höf.
tekst að segja miklar sögur í stuttu máli. En allt um það finnst
mér honum takast betur upp í skáldsögunum.
Páll H. Jónsson: A sautjánda bekk. Reykjavík 1962.
Bókaverzlun Sigfiisar Eymundssonar.
Þetta mun vera önnur Ijóðabók höfundar. Þótt liann sé kominn
á fullorðins ár þá er furðu mikið nýjabragð að bók hans bæði að
efni og formi. Hann er sýnilega barn hins eldra forms en langar
auðsæilega til að spreyta sig á hinu nýja, og kann prýðilega til
verka, hvar sem hann reynir fyrir sér. Og það sem mestu máli
skiptir er, að kvæðin eru góð og með bók þessari tekur höfundur
sæti innarlega á bekk samtxðarskáldanna.
St. Std.
Heima er bezt 295