Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 30
Erlendur út á milli samanbitinna tannanna: „Ert þú svo óskammfeilinn að láta sjá þig hér, svik- ari?“ Agnar gekk fram að borðinu, rétti hendina yfir það og sagði nokkurn veginn rólega: „Komdu sæll, Erlendur á Heiði! Já, ég er kominn aftur. Ef til vill er það af óskammfeilni, eins og þú seg- ir, — ef til vill er það af öðru.“ Erlendur lét sem hann sæi ekki útrétta hönd Agnars, en horfði á hann hatursfullum fyrirlitningaraugum. „Hvað gæti það verið sem drægi þig hingað, nema ef vera skyldi að þig munaði í aurana. Þú hefur sæmileg laun héma.“ Agnar roðnaði við: „Nei, ég gæti fengið jafn-vel launaða stöðu annars staðar; það var ekki kaupið, sem dró mig hingað aftur. Hvað myndir þú segja, Erlendur, ef ég héldi því fram að hingað hefði ég verið rekinn, já blátt áfram rekinn, af hugarkvöl og iðrun? Jafnvel svikuram, eins og mér, er ekki alls vamað.“ Erlendur þagði góða stund. Loks sagði hann lítið eiu mildari: „Það getur verið, Agnar Ólafsson, að þú hafir ein- hvem smá-snefil af samvizku. Þó á ég bágt með að trúa því. En ef svo er, þá hefur hún sofið í haust, og þó hún sé ef til viM að mmska nú, er það of seint. Sumt er aldrei unnt að bæta.“ Að svo mæltu snerist hann á hæli og gekk út úr búð- inni. „Of seint! Ekki er ég alveg viss um það,“ sagði Agn- ar og gekk inn á skrifstofuna. Fólkið á Heiði varð eigi lítið undrandi, er það sá hús- bóndann koma á þeysireið neðan dalinn löngu fyrr en búizt var við. Kári gekk út, er Erlendur reið í hlaðið. Það var auð- séð að húsbóndanum var mikið niðri fyrir. Hann heils- aði Kára hlýlega, bað hann að taka við Glóa, láta hann inn og gefa honum vel. Síðan gekk hann í bæinn. Halldóra, Jórann og Sigríður vinnukona voru í eld- húsinu, er hann kom inn. Hann heilsaði þeim og tók sér sæti. Mæðgurnar sáu undireins að eitthvað hafði kom- ið fyrir. „Vilt þú ekki eitthvað að borða, góði minn?“ sagði Halldóra. „Nei, mig langar ekki í mat,“ sagði Erlendur. Hann sneri sér að Sigríði og sagði: „Mig langar til að biðja þig, Sigríður mín, að ganga framfyrir svolitla stund. Ég þarf að tala svolítið við konu mína og dóttur.“ Sigríður gekk út. Halldóra settist við eldhúsborðið. Jómnn stóð og hallaði sér upp að þilinu. „Vilt þú ekki setjast, Jómnn mín?“ spurði Erlendur. „Nei, pabbi! Ég fæ tæplega þær fréttir, sem ég get ekki tekið á móti standandi,“ svaraði Jómnn. Erlendur ræskti sig. „Hm, það er ekki nein skemmti- saga, sem ég verð nú að segja ykkur.“ „Nú, hvað er það, pabbi?“ spurði Jómnn rólega. „Agnar er kominn.“ Hjónin horfðu áhyggjufull á dóttur sína. Þau vissu ekki hvaða áhrif þessi tíðindi hefðu á Jörunni. „Hvað kemur það mér við, pabbi? Mér finnst ekk- ert eðlilegra en að Agnar komi aftur til að taka við starfi sínu við verzlunina.“ Erlendi létti sýnilega. „Það er gott að þú tekur þessu svona, barnið mitt,“ sagði hann-. „Agnar verður áreiðanlega ekki lengi við þetta starf. Það skal ég sjá um. Það hefur enginn rétt til að hlaupa frá starfi sínu og koma að því aftur eftir eigin geðþótta,“ bætti hann við hörkulega. „Hvers vegna skyldi hann ekki verða það, faðir minn? Agnar hefur reynzt mjög vel, sem verzlunarstjóri. Það má segja að hann hafi sýnt sérstakan dugnað og fram- sýni. Þið hafið enga ástæðu til að láta hann fara. Þið fáið tæplega betri mann til að stjóma þessu fyrirtæki fyrir ykkur.“ Erlendur leit hvasst á dóttur sína. „Á ég að skilja það svo, að þú óskir að hann sé hér kyrr?“ sagði hann. „Já,“ svaraði Jórunn. „Það vita allir hér, að það er engin ástæða til að skipta um mann í verzlunarstjóra- stöðunni nema ef vera skyldi þetta fráhvarf í vetur. Líka er það á allra vitorði að duglegri mann fáið þið tæplega í þetta starf. Þess vegna verður það áreiðan- lega lagt út sem persónuleg ofsókn, ef þú reynir að bola honum burt. Á því er enginn vafi, að það verður skoð- að sem hefndartilraun fyrir hvemig hann fór með mig. Ég bið þig því, pabbi, að gera ekkert í þessa átt. Fyrir mér er Agnar Ólafsson og verður alla tíð, býst ég við, fullkomlega einskis virði. Svo það er alveg sama mín vegna, hvort hann er í Hamarsfirði eða einhvers staðar annars staðar.“ Erlendur stóð upp, gekk til dóttur sinnar, lagði hend- ina þungt á öxl hennar og sagði með klökkva í rödd- inni: „Þú ert hetja, bamið mitt. Við mamma þín eram hreykin af þér.“ IV. MISTÖK. Það er hvítasunnudagur, heiður og sólríkur. Fegurð vorsins hefur náð hámarki og allt ber vott um sigur lífsins og gróandans yfir öflum kuldans og klakans. Á þessum fagra vormorgni berast langt í lognkyrrðinni mildir og huggandi ómar kirkjuklukknanna á Borg. Þar á að messa í dag, en það er meira en venjuleg messu- gerð, — það er einnig ferming. Nokkur saklaus og fög- ur ungmenni eiga í dag að krjúpa fyrir altarinu í Borg- ar-kirkju og lofa að varðveita hreinleika hjartans og kappkosta að ganga á Guðs vegum. AÍegi Guð styðja þau til að halda það heit. Á hlaðinu á Heiði standa fjórir söðlaðir gæðingar. 290 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.