Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 5
Ólafur Sveinsson. á vetri — en hún átti dugandi kennara og varð drjúgt úr stuttu námi. — Það er þetta glaðværa, fjölbreytilega æskulíf á umsvifamiklu heimili foreldra sinna í Dalsseli, sem Guðrún lýsir í þulunni / föðnrgarði fyrrum, af fín- gerðum næmleik og innileik og bregður um leið upp hugnæmri þjóðlífsmynd úr horfinni tíð. Sautján ára að aldri fór Guðrún Auðunsdóttir fyrst úr föðurgarði, dvaldi þá í Reykjavík um skeið hjá góðu og myndarlegu fólki, nam þar heimilisstjórn og háttu prúðra manna, kynntist menntuðu fólki, las og þrosk- aðist. Það var hennar framhaldsskóli. Var síðan ýmist í Reykjavík eða til aðstoðar á heimili foreldra sinna, unz hún giftist Ólafi bónda Sveinssyni í Stóru-Mörk í maí 1939. Síðan hefur hún verið húsfreyja þar á stóru og annasömu búi og síðan hefur skáldskapurinn verið henni algert tómstundastarf, — sýsl við sköpun fag- urra hluta ef stund og þrek varð afgangs frá daglegum skyldustörfum. Frú Guðrún Auðunsdóttir fór að setja saman vísur innan við fermingu og á æskuárum einkennist sálarfar hennar af ríkri sköpunarþrá, draumsýnum og frjórri ímyndunargáfu. Sá, sem þetta ritar, þekkti hana að vísu ekki á þeim árum, en er gagnkunnugur fólki, sem vel fylgdist þá með þroska hennar. Sjálf hefur hún tjáð mér, að hún hafi eiginlega ekki uppgötvað þuluna, sem tjáningarform, sem henni kynni að hæfa, fyrr en hún var orðin 25 ára að aldri. Það hafði sterk áhrif á hana, er þula Sigurðar Nordal, „Gekk ég upp á hamarinn“ Guðrún Auðunsdóttir. birtist í Eimreiðinni, og má vera, að þangað sé að rekja rætur þess, að hún tók sjálf að yrkja þulur. Það er sennilega fánýtast allra heilabrota, að velta vöngum yfir því, af hverju eitt varð svo, en ekki á ann- an veg. Mér kemur þetta í hug af því, að það er tæp- ast unnt að lesa hinar gullfallegu þulur Guðrúnar Auð- unsdóttur — og raunar þau fáu kvæði, sem hún hefur birt auk þeirra — án þess að spyrja: Hvernig stendur á því, að skáld með jafn ótvíræða upprunalega hæfileika, hefur ekki látið meira kveða að sér, ort meira? Vera má, að Guðrún geymi það í skúffunni og við eigum eftir að sjá það. Vera má og, að lífsönnin og skyldurn- ar hafi hamlað henni að njóta hæfileika sinna í ríkara mæli, en raun hefur á orðið. Og þó er það ekki næg skýring. Aldrei kvað Bjarni Thorarensen meira — né betur — en þá er hann barðist við mestar annir og heils- unni jafnvel tekið að halla. Hitt liggur freistandi nærri, að orsökin sé skortur á andlegum eggjurum, hvetjandi áhrifum, skortur á örvandi umhverfi, skilningi og upp- örvun af frjóvgandi kynnum og í framkvæmd daglegs lífs. Ég þekld byggðarlög á íslandi, þar sem virðingin fyrir andlegri mennt og orðsnilld er svo almenn og rík, og vitiborið, þroskað mat á gildi slíkra verðmæta svo samgróið lífsviðhorfi manna, að hæfileikar eins og Guð- rúnar Auðunsdóttur hefðu sennilega blómstrað þar, hver sem ytri kjör hennar hefðu orðið í slíku umhverfi. Ég gæti nefnt slík byggðarlög í tugatah. Þau einkenn- ast af því, að þar vaxa hæfileikarnir til þroska við hlýj- Heima er bezt 265

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.