Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 10
Mýrdœlskir sjómenn, sem bjargað var til Vestmannaeyja árið 1941. Einar Hjaltason var nokkur ár í Víkinni, en brátt sagði bóndaeðlið til sín og þráin eftir því að vera sem mest frjáls og óháður. Og þá er ábúð losnaði á einu býlinu í Kerlingardal, — en þau munu þá hafa verið 4 eða fleiri, — keypti Einar þá jörð og fluttist þangað. Þar gerðust þeir frægir hvor af öðrum „garðurinn“ og Einar. Hóf Einar nú búskap að nýju eftir ævintýrið í Víkinni. Mun bú hans í Kerlingardal hafa verið með þeim mestu og blómlegustu í Mýrdal um hans daga. Einar lagði samt ekki sjósóknina niður, þótt lengra væri að sækja að heiman. En frá Kerlingardal út í Vík er um 7 km. vegarlengd. Formennsku á vetrum hélt hann áfram, og munu sambýlismenn hans og nágrann- ar lengst af hafa róið með honum. Einar átti bát sexró- inn, er „Björg“ hét. Var það mesta happafleyta undir stjórn Einars. Þó var venjulega miklu áhættusamara að sækja sjóinn á sexæring heldur en á áttrónu sldpi. Ég minnist þess, að eitt sinn 1925 lentu Víkurskipin í Reynishöfn, sölcum þess að sjó brimaði, og ófært varð í Vík. Ég var þá smástrákur. Ég sá skipin lenda hvert af öðru, og voru þau með allmikinn afla, en allt gekk slysalaust, enda mikill mannafli í landi til að taka á móti þeim. Síðastur kom að landi Einar Hjaltason á „Björgu“. Sjór mátti þá heita með öllu ófær. Þó var ekki það brim, að eklci kæmi „hik“ til að lenda. Einar lá drjúga stund á legunni, ekki seilaði hann afl- ann. En svo tók hann lagið, og landróðurinn var þreytt- ur til hins ýtrasta af hásetum hans. „Björgin“ nálgað- ist nú óðfluga, og sjóarnir féllu hver af öðrum við sandinn. En á síðasta brotsjónum sat „Björgin“, og aft- ur í stóð maður hár og beinn. Brimsjórinn sprakk nú við sandinn, og máttur hans var þrotinn, og Einar Hjaltason og karlar hans náðu giftusamri lendingu. Mér þótti vel leikið á Ægi gamla í þetta sinn. Þá er Einar var hættur búskap í Kerlingardal og hafði látið jörðina í hendur Haralds sonar síns, settist hann ekki í helgan stein, eins og margir aðrir myndu gert hafa, og átt náðuga daga í skjóli hinna. Sjómennsk- an var of ríkur þáttur í honum til þess. Á gamals aldri stundaði hann á ný uppskipunarvinnu úti í Vík. Að vísu var hann nú ekki framar þar, sem mest reyndi á, en líf og fjör hafði hann til að bera bæði á sjó og landi. Ég minnist þess, þá er ég fór að stunda þá vinnu, hversu Einar var áhugasamur um framgang allra verka. Það var sem væri hann lífið og sálin í öllum athöfnum. Mér er sem ég sjái hann enn ljóslifandi í skutnum á „Farsæl“, þar sem hann stóð við bitann og yrti við ræð- arana, er honum þótti við liggja, að vel skriði, bæði úr landi og í land. Var þá t. d. ekkert nýtt, að Einar heyrð- ist kalla: „Róið þið nú eins og menn, aumingjamir ykkar sum- ir!“ Deyfð og volæðisháttur voru ekki að skapi Einars Hjaltasonar. 270 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.