Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 27
Ég bað strax um að fá að hátta. Hans var því mjög feginn, en bað samt bóndann að gefa mér kaffisopa fyrst. Hann færði mér kaffið sjálfur, en beið ekki eftir því að ég drykki það, því nú glumdi hátt í útvarpi í næsta herbergi, og það voru tilkynningar. Hans þaut fram eins og eldibrandur og lækkaði í út- varpinu, svo ég heyrði ekki orðasldl. Á meðan hellti ég kaffinu í svarta spariskó húsbóndans, sem stóðu við rúmstokkinn, og ýtti þeim aðeins lengra inn undir rúmið. Þegar Hans kom aftur inn, var ég búin að snúa mér til veggjar og tók varla undir, þegar hann talaði til mín. Ég varð að finna upp eitthvert ráð til að sleppa burt héðan. Nú var enginn nærri, sem gat hjálpað mér úr klípunni. Eg nagaði neglumar í ákafa, hveria af annarri, en þær voru flestar eyddar upp í kviku. Ég gat aldrei van- ið mig af þessum ósið, enda aldrei reynt alvarlega til þess. Tíminn mjakaðist áfram, gömul klukka tifaði hátt á veggnum á móti mér. Hér inni var fátt til augnayndis, ekkert nema hlutir, sem engan veginn var gott að kom- ast af án. Hvergi dúkur né myndir auk heldur annað glingur, sem kvenmanni tilheyrir. Þó vom þarna prjón- ar á borðinu. Gamli maðurinn prjónaði auðvitað sjálf- ur sína sokka. Framan úr eldhúsinu heyrðust hlátrasköll og hávær- ar samræður. Ég læddist fram að dyrunum og gægðist gegnum skráargatið. Á miðju borði stóð fat með hangi- kjöti og brauð og smjör hjá. Hans sat á kringlóttum þrífót og var að segja gestgjafa sínum sögur af sér, þegar hann stal reiðhesti prestsins og var hýddur fyrir. Þá var hann í sveitinni. „Komdu, þá skal ég sýna þér fola, sem lítandi er á, lagsmaður,“ rumdi í karlinum og rak um leið olnbog- ann í síðuna á Hans, svo hann var nærri oltinn ofan af stólnum. Hans leit í áttina til dyranna, svo ég þorði ekki ann- að en skjótast upp í bólið í skyndi. Hann opnaði hurð- ina og kallaði í mig, fyrst lágt, síðan hærra. Ég stein- svaf og bærði ekki á mér. „Hún sefur, henni er óhætt,“ tautaði hann og lokaði hurðinni hægt. Ég heyrði þá ganga framhjá glugganum og stefna upp tún. Nú vora góð ráð dýr, — væm lyklamir í bíln- um, var allt í lagi, — en væru þeir þar ekki? — Þá var að finna annað ráð. Þeir vora í bílnum! Mér létti svo ósegjanlega, að minnstu munaði að ég ræki upp gleðióp. En nú var ekki eftir neinu að bíða, svo ég ræsti bílinn og ók nið- ur heimtröðina. Ég böðlaðist áfram, og var mesta furða að ég braut eltki bílinn. Ég klappaði honum á stýrið og bað hann að duga mér nú vel, allt væri undir hon- um komið, hvort ég slyppi burt eða ekki. Ég þóttist viss um að vera á réttri leið og gat ekkert gert nema hraðað mér sem mest. Hver hæðin eftir aðra kom í ljós, og eftir skamma stund var hún að baki. Ég var að verða vongóð um, að þetta ætlaði að enda vel, þegar ég varð þess vör, að bíll kom á eftir mér. Það var sama, hve ég jók hraðann, hann dró á mig jafnt og þétt, stundum hurfu Ijósin augnablik bak við hæð eða beygju, en komu svo ískyggilega fljótt í ljós aftur enn nær en áður. Svo tók hann að flauta. Ég færði mig utar á veginn og vonaði, að hann héldi áfram. En um leið og hann rann framhjá mér, sá ég hvílíka glópsku ég hafði gert. Vegurinn var svo mjór, að ég hefði hæglega haldið honum á eftir mér, en nú var það of seint. Bíllinn beygði strax aftur inn á veginn og nam þar staðar. Ég stökk út og yfir vegarskurðinn, ákveðin í að hlaupa þá af mér, sem í hinum bílnum væra. En þótt ég væri létt á fæti og nærri flygi áfram, að mér fannst, var maðurinn á eftir mér þó enn fljótari. Ég var orðin lafmóð, þegar hann náði mér. En hann skellihló. Ég var víst ekkert sérlega ásjáleg, eins og ég leit út, öll í mýrarslettum, úfin og eymdarleg á svip- inn. Hann ók litla bílnum aftur á bak og lagði honum utan við veginn, læsti honum svo, opnaði dyrnar á sín- um bíl og bauð mér að gera svo vel. Á leiðinni sagði hann mér undan og ofan af, hvernig á ferðum sínum stæði. Það var hann, sem kom á eftir mér, þegar ég hljóp af ballinu forðum, en sá svo Hans og gaf sig ekki fram. „Ég heyrði sumt af því, sem hann sagði við þig, og sannarlega varð ég undrandi yfir, að þú skyldir tráa honum,“ sagði hann alvarlega. „Einhverra hluta vegna vill hann troða skóinn ofan af Birni, og þá er auðvitað bezt að byrja á því að eyðileggja það, sem honum er kærast, en það ert þú.“ Ég leit á hann, en hann horfði beint fram á veginn. \rangasvipur hans var ákveðinn, nærri harðneskjulegur. „Hvað heitirðu?“ spurði ég allt í einu, ég vildi fá að sjá framan í hann. Hann leit til mín. „Veiztu það ekki?“ „Nei, ég heyri, að þú ert kallaður Brói, en hefi ekki hugmynd um, hvað þú heitir.“ „Kristinn Ananías Jósúa Foss, — ertu ánægð?“ Þá var nú betra að kalla hann bara „skipstjórann“, eins og ég hafði alltaf gert. Ég spurði lágt, hvort Björn hefði sent hann, en hann neitaði því, Björn væri enn ekki kominn heim, en Brói (það er bezt ég kalli hann það framvegis) hafði sagt Önnu, að ég færi með hon- um í smávegis ferðalag, „hvað sem Björn nú gerir við mig, þegar hann fréttir það,“ sagði hann og brosti ofur- lítið. Ég sagði honum sannleikann um ferðalagið, og hvernig Hans gæti alltaf talið mig á sitt mál, hversu vel sem ég reyndi að standast það. „Hans á heima undir lás og slá, og hvergi annars staðar,“ sagði hann hörkulega. „Sá maður er búinn að gera meir illt af sér, en bæði mig og þig granar. Ég er hræddur um, að haldi þessu áfram, neyðist Björn tiL að kæra hann.“ Heima er bezt 287

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.