Heima er bezt - 01.08.1963, Side 25

Heima er bezt - 01.08.1963, Side 25
peninga, þegar ég fór, í það minnsta er mér óskiljan- legt, að þú skyldir taka þá alla.“ Ég tók nú eftir, að hann var náfölur í framan. „Sóley, í guðsbænum segðu þó ekki, að þú hafir eytt þeim öllum, eða lánað þá, þá er illa komið fyrir okkur!“ Ég rauk fram úr rúminu og dreif mig í fötin. „Er myndin kannski líka farin?“ hreytti ég háðslega út úr mér. „Hvaða mynd?“ Björn horfði undrandi á mig. „Ég skil ekki við hvað þú átt,“ sagði hann. Ég hljóp niður stigann og inn í skrifstofuna, reif opna skúffuna og leitaði að myndinni, en hún var þar ekki. Björn stóð í dyrunum og horfði á mig tæta allt upp úr skúffunum. Ég vissi, að hann var búinn að taka myndina. Ég var búin með þessu að játa, að það var til að leita að myndinni, að ég hafði farið í skrifborð- ið, enda gert það svo oft áður af forvitni. Ég gafst upp og settist í stólinn. Björn settist hjá mér og sagði: „Segðu mér, hvar peningarnir eru, vina mín, þú veizt ekki, hvað þetta kemur sér illa fyrir mig.“ „Eru það peningarnir mínir, sem þú ert að tala um?“ spurði ég og lagði áherzluna á mínir. „Hvað hefur komið fyrir, meðan ég var í burtu, Sól- ey? Þú ert alls ekki sjálfri þér lík. Hvaða þína peninga meinar þú?“ „Peningana sem ég átti að fá fyrir húsið hans pabba, og allt sem hann átti!“ æpti ég og stóð upp. „Hvers vegna kvæntist þú mér, nema til að ná í peningana? Ekki var það af ást, því þú hefur sjálfur sagt, að þú gætir ekki elskað nema einu sinni.“ „Það er satt,“ samsinnti hann rólega. „En það er ekki um giftingu okkar, sem við ætluðum að tala, heldur vil ég vita, hvað þú hefur gert við peningana, sem voru í peningakassanum. Ég átti ekki eyri í þeim sjálfur, og fái ég þá ekki, verð ég að selja þetta hús, og gott ef ég slepp með það.“ „Þú skalt aldrei fá eyri af þeim,“ sagði ég. „Þú mátt gera við mig, hvað sem þú vilt, en þú færð þá aldrei!“ Björn horfði á mig rannsakandi augum án þess að segja orð. Ég reyndi að fela skjálfandi hendumar fyrir aftan bak. Nú varð ég að komast upp og fá mér róandi töflu, en Björn hafði fært sig nær dyrunum, og nú lokaði hann þeim og læsti meir að segja. Næstu stundirnar era í huga mér sem óslitin keðja af þjáningum. Fyrst þögðum við bæði í langan tíma. Björn tók til í skrifborðinu og lét, sem væri ég ekki nálæg. Ég var rennsveitt í lófunum og fann, hvemig fötin límdust við bakið á mér. Loks stóðst ég ekki mátið og bað hann að opna, ég þyrfti að komast fram. „Þegar þú hefur sagt mér sannleikann, fyrr ekki,“ svaraði hann. Ég hélt ég myndi ganga af göflunum, ýmist bað ég hann grátandi að sleppa mér út, eða hótaði öllu illu, viti mínu fjær af reiði og vanlíðan. Þennan kuldalega mann þekkti ég ekki. Elann, sem strax sá, ef eitthvað amaði að mér og gerði allt til að bæta úr því, sat nú sem steingervingur með samanbitnar varir og daufheyrðist við öllum mínum bænum. Það var komið langt fram á nótt, þegar Björn loks opnaði hurðina, tók þétt í handlegg minn og leiddi mig upp stigann. Ég lét sloppinn detta á gólfið án þess að taka hann upp, og fór upp í rúmið. Andartaks sælustraumur leið um mig, þegar ég ýtti hendinni varlega inn undir koddann, þar sem askjan með töflunum átti að vera, en fingur mínir fálmuðu árangurslaust, — en töflurnar varð ég að fá. Að lokum reis ég upp og leitaði, án þess að hirða um, hvað Björn kynni að halda um mig. Þá sá ég öskjuna í hendi hans og rauk umsvifalaust á hann, en hann var þá ekki með neitt í höndunum, þegar til kom, nema tóman eld- spýtnastokk. Nú var ekki nema um eitt að ræða. Ég yrði að hafa upp á Hans, en það gat nú orðið hægra sagt en gert. Björn hafði gefið mér svefntöflu, svo ég svaf eins og steinn alla nóttina. Skjálfandi á beinunum staulaðist ég ofan um morguninn, en matarlystin var engin, og kaff- ið hryllilega bragðvont. Ingimar sat einn við borðið. Hann gaut til mín aug- unum, og um leið og Anna sneri baki í okkur, rétti hann höndina yfir borðið, og hjá bollanum mínum lágu tvær langþráðar töflur. Ég gleypti þær í mig og leit til hans þakklátum augum, en mætti aðeins köldu glotti, svo mér hnykkti við. En svo dró hann annað augað í pung og sagði lágt: „Talaðu við mig seirma!“ Þegar Björn kom ofan, leið mér svo vel, að ég sagði honum umsvifalaust, að ég hefði ekki snert peningana, en hvers vegna hefði ég þá farið í skúffuna? Því gat ég ekki svarað. Myndin var horfin, hver sem hafði tekið hana. Björn fór suður aftur seinni part dagsins og sagðist koma daginn eftir. Ingimar tók mig tali, um leið og Björn var farinn, sagðist hafa boð til mín frá Hans. Hann bæði mig að koma og tala við sig strax. Ég spurði, hvar ég ætti þá að finna hann, og sagði Ingimar, að hann væri að finna á eyðibýli, sem héti Hafralækur og væri fremsti bær í Hafradal. Ég tók litla bílinn og lagði af stað án þess að hugsa nokkuð út í, hvað ég var að gera. Ingimar sagðist sjá um, að Anna saknaði mín ekki. Ég bjóst við að vera komin aftur fyrir miðnætti að öllu forfallalausu. Ég ók hægt, vegurinn var þungur og víða sundur- skorinn. Ég kærði mig ekki um að sitja föst í einhverj- um pyttinum, þá var betra að vera lengur á leiðinni. Ekkert ljós sást á Hafralæk. Mér var um og ó að aka þangað heim, en nú var of seint að snúa við. Á hlaðinu stóð Hans og hallaðist upp að gömlum vörubíl. Ég sá glóðina í vindlingi hans, áður en ég sá hann sjálfan, og sem snöggvast varð mér hugsað til þess, ef þetta væri nú ekki Hans. Heima er bezt 285

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.