Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 17
þeirra Heiðarbræðra á Langanesi, Flóvent Pétursson. Þá er þar einnig til heimilis Sigríður nokkur Hálfdan- ardóttir. Vorið 1787 hjálpar Vigfús í Naustavík þess- um skjólstæðingum sínum til þess að reisa bú á Kota- mýrum. Það er hin fyrsta byggð, sem þar verður stað- fest með vissu. 1795 flytja þessi hjón fyrst inn í Kinn og síðan inn til Eyjafjarðar og eiga þau þar marga niðja. Austur hér staðfestist Sveinbjörn sonur þeirra, sem bjó 58 ár samfleytt í Landamótsseli (frá 1812— 1870). Sonur hans var Jón, tengdafaðir Gunnars Jós- epssonar. Annar sonur hans var Sigurður, faðir Flóv- ents, föður Helga og bræðra hans, sem bjuggu á Húsa- vík. Vorið 1796 byrjar Sigurður Þorsteinsson búskap á Kotum og býr þar í rétt 50 ár (1796—1846). Ekki hef- ur tekizt að fá upplýsingar um Sigurð þennan eða niðja hans. Sören á Geirbjarnarstöðum gaf honum þessa sókn- arvísu 1802: Býr að Kotum, kýr í þrotum, kominn að lotum Sigurður. Flóðs- í brotum fótum votum flægðargotum við heldur. Kýrlaus hefur hann verið og stundað sjó. Ekki var hann kominn að ellilotum, því 44 ár bjó hann eftir þetta. Nefndir eru nokkrir menn, sem á Kotum bjuggu með gamla Sigurði og eftir hann eitt eða fá ár og koma hér ekki við sögu. Hallgrínmr Hallgrímsson kom að Kotum 1852. Hann var ættaður úr Fjörðum. Hann missti konu sína frá ungum bömum og annaðist sjálfur börnin. Guðmund- ur Friðbjarnarson lýsir svo Hallgrími á Kotum: „Hann var fremur lágur vexti, geysi-harðsóttur til allrar vinnu, hvort sem mikið lá við eða ekki; aldrei myrkur í máli, kunni hvorki gælur né gamanmál, en raungóður, þeg- ar í harðbakka sló. Telja mátti með fádæmum dugnað hans og ítrustu sparsemi í smáu og stóru og staðfestu hans að komast af án allrar hjálpar.“ Þessi snjalla lýsing Guðmundar á Hallgrími í Kot- um bendir á það, að hann átti þá mannkosti á hástigi, sem beztir reyndust á öldum þrauta og vandræða og björguðu þá þjóðinni. Hallgrímur var við bú á Kotamýrum til 1904, alls í 52 ár. Mannavistin varaði alls í Kotum í 123 ár, þar af voru þar tveir bændur í 102 ár. Hallgrímur átti nokkur börn. Sonur hans var Sigurbjörn, faðir Leifs, sem nú vinnur hjá K. Þ. á Húsavík, og þeirra systkina. Friðfinnur Kristjánsson kvæntist Sigríði dóttur Hall- gríms og hóf búskap á móti tengdaföður sínum á Kot- um um 1880 og bjó þar til 1904. Faðir hans, Kristján Hallsson, fluttist til Vesturheims og dó þar 104 ára að aldri. Bróðir Friðfinns var Indriði, sem lengi bjó í Skriðuseli. Friðfinnur var annálaður víkingur að dugn- aði og harðfylgi til allra verka til lands og sjávar. Hann var berserksmaður við brennivín. Þekktastur var hann undir nafninu „Kota-Finni“. Hann á allmarga niðja á Húsavík og Tjörnesi. Benedikt Oddsson, sem áður getur, fluttist í Kot með Þorsteini syni sínum árið 1904 og bjó þar til 1910. Þeir fluttu þá fyrst að Syðri-Skál, og þar dó Benedikt, en Þorsteinn er nýlátinn á Húsavík. Fóstursonur þeirra var Guðmundur Friðbjarnarson, sem mest hefur sagt fyrir um það, sem hér er hermt frá Náttfaravíkum. Nú hafa Víkurnar lengi verið í auðn. En „aldnar róma raddir þar, reika svipir fornaldar“. Við, sem nú erum rosknir menn, sjáum þá þar í huga, hermannlega og forneskjulega, hin miklu karlmenni, Benedikt Odds- son, bræðurna Gunnar og Sigurjón, Kota-Finna og hið þrautseiga snarmenni, Hallgrím á Kotum. DyngjufjöII og Askja eftir Olaf Jónsson. Höfundur þessarar litlu en snotru bókar er hinn þjóðkunni könnuður þess öræfasvæðis, sem bókin fjall- ar um, Ólafur Jónsson ráðu- nautur. Bókin er sérlega handhæg og hæfilega stór í vasa og því til- valin leiðarvísir öllum þeim, sem ferðast vilja um þessi öræfi en einnig góð til fróðleiks heima i stofu. Á kápu er litmynd af Öskjugosi. í formála gerir höfundur nokkra grein fyrir tilgangi ritsins — að vera fræðslurit en ekki fræðirit. Síðan er lýst legu og landslagi á þessum slóðum og fylgja skýringarmyndir. Þá er kafli um upphaf Öskju og þró- un og gerð grein fyrir eldvörpum og hitum. Lýst er eldgos- um í Trölladyngjum fyrr og síðar, Öskjueldum 1875, rann- sókn Dyngjufjalla og svo síðast en ekki sízt þegar Askja vakn- aði af blundi haustið 1961. Einnig er rætt um helztu leiðir að Öskju og þær sýndar með uppdráttum. í ritinu eru 30 ljósmyndir og teikningar, og allt gefur þetta góða heildarmynd af þessu merkilega landsvæði. Aftast í bók- inni er efnisútdráttur á ensku og gerir það bókina um leið einkar handhæga vinargjöf til vina erlendis. í lausasölu kr. 78.00. Til áskrifenda HEB aðeins kr. 55.00. Heima er bezt 277

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.