Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 32
Hamarsá. Agnar þá byrjaður að temja brúnskjótt gæð- ingsefni er hann hafði keypt fyrir nokkrum vikum — já, hún mundi vel er þau riðu í hlaðið hér á Heiði, langt á undan hinu fólkinu, þegar Agnar stökk af baki og tók hana í faðm sinn og kyssti hana heitt og ákaft og hvísl- aði í eyra henni: „Jórunn, ástin mín! Þannig skulum við ferðast saman gegnum lífið, ölvuð af ást.“ Hún mundi svo margt-margt fleira, sem hann hafði sagt — svo óumræðilega fallegt. Allt höfðu það verið meiningarlaus orð mannsins, sem hafði leikið sér að trú- girni hennar og sakleysi, gabbað hana og svildð. Svipur Jórunnar, er hafði mildazt og hlýnað við að reika um skóg minninganna, varð aftur harður og kaldur. Hún reif sig upp úr þessum hugsunum, opnaði bókina og tók að lesa. Hún las lengi. Kyrrðin í kringum hana var svæfandi. Hún lokaði bókinni, teygði úr hvítum, fagurmótuðum handleggjunum, spennti greipar fyrir aftan hnakkann. „Ég held annars að ég gangi út í hvamm til Gáska,“ sagði hún við sjálfa sig. Hún stóð upp, lagði bókina á borðið og var í þann veginn að ganga frá glugganum, er henni var litið vest- ur dalinn. Hvað var þetta? Upp af veginum vestast í dalnum steig rykmökkur. Það leyndi sér ekki að þetta var jóreykur. Jórunn beið við og horfði á hvernig þurr leirinn úr moldargötunum steig í þykkum bólstrum upp í loftið og breyttist í fluglétt rauðbréin ský, sem bárust út í geiminn, leystust upp og hurfu, en önnur ný komu í staðinn. Nær og nær færðist jóreykurinn, og Jórunn gat nú greint dökka þúst á veginum. Hún sá brátt að þar var einn maður á ferð og fór mikinn. „Hver getur verið á þeysireið hér fram Hamradal nú? “ hugsaði hún. „Það getur ekki verið, að þessi mað- ur ætli einhesta austur yfir og fari svo geyst.“ Hún gekk yfir í svefnhús foreldra sinna, opnaði skáp og tók fram sjónauka. Því næst gekk hún út á dyra- helluna, brá sjónaukanum fyrir augu sér og horfði á manninn er færðist óðfluga nær. Er Jórunn hafði horft litla stund á þennan hraðfara riddara, seig höndin, sem hélt á sjónaukanum, niður með hlið hennar. Hún fölnaði, en undarlegt bros lék um varirnar. „Svo það mun gestavon hér að Heiði í dag,“ sagði hún, og það var frost í rómnum. Síðan snerist hún á hæli og gekk inn. Hún setti sjónaukann á sinn stað. Þá gekk hún til herbergis síns, opnaði kommóðuskúffu og tók upp úr henni brúðarkjóHnn sinn. Hann hafði legið þar ósnert- ur síðan um haustið — hún afldæddist og fór í kjólinn. Hann var dálítið rýmri en áður, en þegar hún hafði sett á sig gylltu mittisspöngina, fór hann ágætlega. Hún losaði hárið úr fléttunum, greiddi það fram fyrir öxl- ina og brá því undir mittisspöngina. Rauðjarpt, þykkt og bylgjað hár hennar féll eins og foss niður hvelfdan barminn. Er hún hafði búizt sem henni líkaði, gekk hún út, staðnæmdist á dyrahellunni og haHaði sér upp að veggn- um — róleg en föl beið hún gamla unnustans. Hið eina, er gaf til kynna innri baráttu, var að barmur hennar reis og hneig óeðlilega ört og hátt. Þannig stóð hún, þegar Agnar þeysti í hlaðið. Agnar varð bæði undrandi og glaður er hann sá hversu Jórunn hafði búizt. Hann stökk af baki og gekk í áttina til hennar með útbreiddan faðminn. AHt í einu stanzaði hann. Það var eitthvað í svip hennar, sem hann átti ekki -von á — eitthvað sem gaf til kynna að bezt myndi að fara varlega í sakimar og rasa ekki um ráð fram. „Komdu sæl, Jórunn!“ sagði hann, og í rödd hans var bæði blíða og auðmýkt. „Komdu sæll, Agnar!“ sagði hún kalt. Hann horfði á hana og augu hans lýstu undrun og aðdáun; aldrei hafði hún verið jafn-falleg og eftirsókn- arverð og einmitt nú. Þetta var konan sem hann hafði dreymt um, fögur, örugg og sterk — kona, sem bauð honum byrginn og ekki var auðvelt að sigra. „Þú ert skartklædd í dag,“ sagði hann. „Það er gamall og góður siður að tjalda því skársta sem til er þegar heldri menn ber að garði,“ sagði hún háðslega. „Er það ekki líka gamall og góður siður að bjóða gestum í bæinn,“ sagði Agnar og brosti. „Foreldrar mínir eru ekki heima. Það em þau, er veita gestum, er hingað koma húsaskjól og beina. Ég á ekki ennþá húsum að ráða hér á Heiði. En meðal ann- arra orða: Hvar er Solveig nú, Agnar?“ Hann yppti öxlum kæraleysislega. „Solveig! Uti í Kaupmannahöfn býst ég við. Annars kemur hún mér ekkert við,“ sagði hann. „Jæja, það hlýtur að vera eitthvað meira en lítið bog- ið við minnið þitt, Agnar. Þú gleymdir að koma í brúð- kaupið okkar í haust, og nú hefur þú gleymt nýju kær- usmnni úti í Kaupmannahöfn. Eða fór ef til vill af hernii mesti dýrðarljóminn, þegar minnkaði í pyngj- unni hjá föður hennar?“ Agnar roðnaði osr beit á vörina. Þetta ætlaði að verða erfiðara en hann hafði haldið. „Ég hef aldrei átt aðra unnustu en þig, Jórunn mín,“ sagði hann og lagði sérstaka áherzlu á mín. „Jórunn mín, segir þú Agnar. Það er of seint. Hún er ekki lengur til. Sú Jórunn, sem þú sérð fyrir þér í dag er allt önnur manneskja. Einfalda, trúgjama bam- ið, sem þú vélaðir og vafðir um fingur þér, það var Jór- unn þín, en hana finnur þú aldrei meir hvernig sem þú leitar, því að hún er dáin, Agnar. Þú myrtir hana á brúðkaupsdaginn ykkar, sem átti að verða í haust er leið.“ Agnar hörfaði nokkur skref afmr á bak. „Guð hjálpi þér, Jómnn! Hví segir þú þetta?“ „Það er hægt að myrða á ýmsan hátt, Agnar. Þú sviptir mig ekki lífi, það er satt; en ást mín, trú, von og traust á mönnunum myrtir þá allt í einni svipan, og 292 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.