Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 24
að taka þátt í nærri hverju sem var. Áður en ég vissi af, var hann búinn að láta mig segja sér, hvers vegna ég hefði hlaupið svona ein út. „Kannske er það satt, að hann hafi þurft að fá pen- ingana þína til að komast hjá að hrökklast héðan,“ sagði Hans allt í einu lágt og eins og við sjálfan sig. „En húsið hans pabba fór upp í skuldir, og flestir innanstokksmunir líka,“ sagði ég. „Elsku Sóley mín, mikið blessað barn ert þú. Trú- irðu öllu, sem þér er sagt? Það vissu allir, að pabbi þinn var stórefnaður, hvernig átti líka annað að vera með ekki stærra heimili.“ „En Páll sagði, að hann hefði skuldað ótrúlega mik- ið.“ „Páll sagði, og Björn sagði! Hverjir aðrir hafa sagt þér frá þessum skuldum?“ „Enginn,“ viðurkenndi ég, „mér hafði aldrei dottið í hug að vantreysta þeim.“ „Mikill blessaður einfeldningur ertu nú, ástin mín,“ sagði Hans og lagði handlegginn utan um mig. „Hér vissu allir, að þeir feðgar voru skuldunum vafðir eins og skrattinn skömmunum, og aðeins vinningur í happ- drætti eða ríkt gjaforð gat bjargað þeim. Og þar sem Páll var orðinn of gamall til kvonbæna, varð Björn að bjarga málinu. Páll var búinn að reita allt, sem hægt var af Önnu gömlu .... “ Ég tók allt í einu eftir, að Hans sagði Páll, en ekld pabbi, eins og hann var vanur. „Þetta er ekki satt, Hans,“ mótmælti ég. „Þú gerir þeim rangt til, Hans!“ „Jæja, þú heldur það. En viltu þá segja mér, hvers vegna Björn giftist þér?“ „Hvers vegna giftist fólk eiginlega?“ svaraði ég. „Af ást, venjulega,“ svaraði Hans án þess að hika. „En það kom aldrei til þess, að Björn yrði ástfanginn af þér. Hann er einn af þeim, sem ekki getur elskað nema einu sinni.“ Mér hnykkti við. Nákvæmlega þetta sama hafði Björn sagt við mig einu sinni. „É-g veit að sumir geta skipt hjarta sínu í marga staði,“ hafði hann sagt, „en ég gæti ekki elskað nema einu sinni.“ Þá hafði ég tekið það svo, að það væri ég, sem ætti hann ein, nú efaðist ég. Við vorum komin heim, en þegar ég ætlaði að opna útidymar, dró Hans mig til baka og hvíslaði að mér, að ég skyldi fara ein inn, hann vildi ekki að fólk færi að stinga saman nefjum um okkur. Ég hefði nóg að bera samt. Hanna var ekki komin heim. Ég háttaði í snatri og leið ótrúlega vel með fulla dós af hressandi töflum und- ir koddanum. Þær veittu mér svo mikið öryggi, að allt annað skipti litlu máli. Hans sagði að þetta væri bara ofurlítið upp í pen- ingalánið, annars væm þær alltaf að hækka í verði og verra að ná í þær. Ég hafði engan grun um, hvernig stóð á því, að mér entust þær svo illa, ég tók þær svo sjaldan, aðeins á morgnana og kvöldin, — eða tók ég þær oftar? Hans hafði varað mig við þeim og sagt, að ég skyldi ekki kenna sér um, færi ég að venja mig á þær, og það ætlaði ég heldur ekki að gera. Ég hafði þær bara til að hressa mig við og við. Ég lá á bakið og horfði á vindlingareykinn líða í hringum upp í loftið, smá-eyðast og verða loks að engu. Hvað hafði Hans sagt um Bjöm, að hann elsk- aði bara einu sinni? Og myndina í skrifborðinu, hvort ég hefði séð hana? Nei, ég ætlaði að skoða hana á morg- un, í kvöld- var ég svo þreytt. En ef Björn kæmi nú áð- ur, — ég varð að fara strax! Myndina fann ég fljótlega, það gat ekki verið um aðra að ræða. Þetta var Dóra, þó hún væri bæði yngri og fallegri, en þegar ég sá hana. Aftan á myndina var skrifað nettri kvenhönd: „Þetta bros er ætlað þér einum. Látm mig ekki bíða of lengi, ég elska þig. — Þín Dóra.“ Svo voru ótal krossar, ég vissi vel, hvað þeir áttu að tákna. Ég setti myndina á sinn stað aftur, læsti skúffunni og hengdi lykilinn á naglann við gluggann. Mér fannst ég hafa fengið högg. Hverju hafði ég bú- izt við? Að Björn gæti farið svona að ráði sínu við mig, gat það verið satt! Loks læddist ég upp og lagðist upp í rúm. Það hömruðu í sífellu í huga mínum þessi orð: „Þín Dóra.“ — Þín Dóra, já, mér er skyldast að sjá um hana, hafði Björn sagt. Ó hve ég hataði hann, bara að hann væri hér kominn, ég gæti, — já, hvað gæti ég? Ekkert var svo illt, að ég óskaði þess ekki, að það ætti eftir að koma yfir hann. Loks þegar Hanna kom, gat ég engu svarað spurn- ingum hennar nema „ég hata hann, ég hata hann“, og svo þuldi ég öll þu ljótustu blótsyrði, sem ég kunni. Hanna horfði á mig skelfingu lostin. Hún hefur víst ekki efast um, að ég væri að verða vitlaus. Þegar ég loks sofnaði, sat hún enn á rúminu hjá mér og strauk á mér hárið með skjálfandi höndum. Ég lá í rúminu í tvo daga, gagntekin af kvefi og rám eins og hrafn. Á meðan ég lá, hugsaði ég ráð mitt. Ým- ist var ég hamslaus af heift til Björns, eða ég skældi af þrá eftir að hann kæmi heim, og allt yrði eins og það var áður. XIII. Ég var ekki komin á fætur, þegar Bjöm kom heim. Hann var eitthvað öðravísi en venjulega, þegar hann heilsaði mér, það fór víst ekki fram hjá honum, að eins var ástatt með mig. Loks staðnæmdist hann framan við rúmið og horfði á mig. „Hvernig stóð á því, að þú fórst í skrifborðið mitt, Sóley?“ sagði hann lágt. Ég eldroðnaði og settist upp í rúminu. „Hvað þarftu að fela þar, sem ég má ekki sjá?“ „Fela?“ át hann upp eftir mér. „Þú veizt ósköp vel, að ég fel ekkert þar, en ég hélt, að ég hefði látið þig fá 284 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.