Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 16
Sigurjón Jósepsson og Kristbjörg Kristjánsdóttir. Friðbjörn var maður heilsuveill og naut sín aldrei þess vegna. Kona hans var Vilborg Friðfinnsdóttir, ættuð frá Stórutungu í Bárðardal, hin mesta greindarkona og minnug á sögur og sagnir, sem því miður voru ekld skráðar. Þau hjón brugðu búi 1904 sökum sjúkleika Friðbjarnar og voru í húsmennsku á ýmsum stöðum, en börn þeirra í góðum fósturstöðum. Þau önduðust bæði hjá Guðmundi syni sínum á Ytri-Skál í Kinn, há- öldruð. Guðmundur er mestur heimildarmaður þess, sem hér er sagt um Náttfaravíkur. Sigurjón Jósepsson flutti að Vargsnesi 1901, en það- an í Naustavík 1904 og bjó þar til dauðadags 1930. Hann var hærri maður en Gunnar bróðir hans og mik- ið karlmenni, alskeggjaður jafnan og nokkuð fommann- legur. Kona hans var Kristbjörg Kristjánsdóttir, eyfirsk að ætt. Allir þessir ábúendur Naustavíkur og Vargsness fyrir og eftir aldamótin voru aðkomnir og óvanir sjósókn. Þeir komu bláfátækir og höfðu aldrei fjárhagsgetu til að koma sér upp góðum bústofni eða vænum bátum, fyrr en synir Sigurjóns taka að vaxa upp. Þá sýndi jörð- in, hvað í henni bjó. Synir Sigurjóns tóku við búi hver af öðrum með föður sínum. Sigurbjörn var þeirra elzt- ur. Hans getur áður sem síðasta bónda á Vargsnesi. Næstur að aldri var Stefán. Hann var kvæntur Sig- fríði Arnadóttur frá Eyri á Flateyjardal. Kristján kvæntist Fanneyju Friðbjarnardóttur frá Naustavík. Júlíus átti Aðalbjörgu Kristjánsdóttur. Þessir þrír bræður hófu allir búskap í Naustavík og byggðu þar rétt fyrir 1926 stórt þrílyft steinhús, er þeir bjuggu í allir. En nú voru breyttir tímar, og einangrun verr þol- uð en áður. Bæði Vargsnes og Kotamýrar voru nú í eyði. Árið 1931 yfirgaf Júlíus Naustavík og fluttist til Húsavíkur með fólk sitt. Stefán fór með konu sína sömu leið 1937. Árið 1938 flutti Kristján með konu sína og barnahóp til Húsavíkur. Með því var hinni föstu byggð í Náttfaravíkum lokið. Niðjar þeirra bræðra, Sigurjóns og Gunnars Jóseps- sona, eru margir orðnir og flestir búsettir á Húsavík. Enn var gerð tilraun til að búa í Naustavík. Árið 1940 keypti sunnlenzkur maður, Magnús Gíslason, jörðina og fluttist þangað með fólk sitt. Hann hvarf þaðan eftir árið. Jörðin gekk fyrst kaupum og sölum milli fjarlægra eigenda. Að lokum hafði Hlöðver Hlöð- versson á Björgum skipti á Naustavík og Vargsness- löndum fyrir Vík á Flateyjardal. Þessi lönd eru nú af- réttur hinna norðustu jarða sveitarinnar. Steinhúsið í Naustavík stendur ennþá og er skýli gangnamanna og tiltækt skipbrotsmönnum. Kotamýrar. Jarðabók Árna Magnússonar getur þess, að byggð hafi verið á 17. öld nokkur ár á fornu sel- stæði Naustavíkur á norðurbakka Svínár og hafi verið kallað Kotamýri. Þetta er elzta heimild um byggð á þessum stað. En bæði nöfnin, Kotamýrar og Kotadal- ur benda til fornrar byggðar, sennilega frá sama tíma og kotin við Naustavík voru í byggð, og hafa „kota“- bændurnir þá sótt sjó frá Naustavík. Nafnið á býlinu var ýmist Kotamýrar eða Kot og jafnan haft í fleir- tölu. Jörðin var í byggð alla 19. öldina. Bærinn stóð æði- hátt á norðurbakka Purkár, úti við sjó. Lending er þar U1 og um háan og brattan kamb frá sjó að sækja. Þarna var hrjóstrugt land, engjafátt og túnið lítill, þýfður kragi um bæinn. Neðan við bæinn beljaði áin stórgrýtt og straumhörð, en á móti bænum var Bakranginn með snarbröttum skriðum, og var oft mikið grjóthrun í ána. Guðmundur Friðbjarnarson lifði æskuárin í Naustavík, en sem unglingur á Kotamýrum. Ljúfar eru minningar hans frá Naustavík, en kuldalegt fannst honum á Kotamýrum. Indriði á Fjalli hefur ritað þátt Hljóða-Bjama. Heim- ili foreldra hans á Heiði á Langanesi var eitt þeirra, sem sundraðist í Móðuharðindunum 1784. Meðal skjól- stæðinga Vigfúsar í Naustavík 1785 var talinn einn Þorsteinn Benediktsson. 276 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.