Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 28
„Það gerir Björn aldrei, þó hann þoli ekki Hans, er hann þó fósturbróðir hans, og Birni finnst enn, ein- hvern veginn, eins og hann sé stóri bróðir, sem verði að koma litla bróður til hjálpar.“ Björn var kominn heim. Hann sagði ekki neitt, bara horfði á mig eins og ókunna manneskju, sem hann sæi nú í fyrsta sinn. „Eg tala við þig seinna,“ sagði Brói við Björn, sem kinkaði aðeins ko-lli og fór svo sína leið. Það var ekki nokkur leið að sjá á Birni, hvað hann hugsaði. Ég þorði ekki að segja neitt, heldur fór upp í svefnherbergi og settist á rúmið. Einhvern veginn varð ég samt að koma honum í skilning um, að hann mætti ekki vera skipstjóranum reiður. Ég sat enn á rúminu, þegar Björn kom inn. Hann settist hjá mér og strauk hendinni blíðlega yfir hárið á mér. Það var meir en ég þoldi. „Ekki gráta meir, vina mín,“ sagði hann loks eftir langa stund. „Segðu mér heldur sannleikann.“ „Ég tók ekki peningana, Björn.“ „Það veit ég, fyrirgefðu hvað ég var vondur við þig, en ég hélt að þú vissir, hver hefði tekið þá.“ Björn hringdi til skipstjórans og bað hann að koma, og hann sagði Birni frá ferðalagi sínu. Það sem kom honum til að fara að elta okkur, var reiði bílstjórinn, sem Hans vildi ekki sleppa framúr. Hann var ekki enn búinn að ná sér fyllilega, þegar hann hitti Bróa, en þeir voru lítilsháttar kunnugir. „Ég var ekkert að gera, og það þurfti enginn að kom- ast að þessu,“ sagði hann loks og yppti öxlum. Svo fór hann að hlæja. Þegar hann var snúinn við, fullviss þess, að framhjá mæðiveikishliðinu værum við ekki farin, — en það full- yrti vörðurinn, — ók hann fram á traktor, sem tveir menn voru á og þekkti þar Hans. Bað hann strax um far, en áttaði sig ekki á hver bílstjórinn var, fyrr en hann var setztur upp í bílinn. „Ég lofaði honum að sitja í upp á miðja heiðina, þar lét ég hann út,“ sagði Brói loks og glotti. Bjöm gat ekki varist brosi, en ég beit á vörina. Það var víst ekki viðeigandi, að ég skellti upp úr. Þeir töluðu lengi saman. Ég sofnaði loks og vakn- aði ekki, fyrr en Björn færði mig ofar í rúminu, svo hann kæmist fyrir. „Ég tók ekki peningana,“ sagði ég hálfsofandi. „Það gerir ekkert til með þá, fyrst þú ert hér aftur.“ „En þú sagðist verða að selja húsið.“ „Nei, sem betur fer, — hugsaðu ekki meir um þetta.“ Mig dreymdi vindsnældu, sem snerist í sífellu, og ég var þessi vindsnælda. Hvernig sem ég reyndi, hélt ég áfram að snúast. Loks kom Björn, og ég heyrði hann segja, að nú væri tími til kominn, að hún hætti, því komið væri logn. „Og ég sé að fara á sjóinn,“ kallaði Brói til mín. Ég var dauðþreytt eftir allan þennan snúning og feg- in, þegar ég vaknaði. Anna var þurr á manninn. Henni hefur víst ekki lík- að ferðalag mitt með skipstjóranum. Björn yrði víst að segja henni sannleikann, ekki gat ég það. Ingimar glápti á mig, eins og hefði hann séð draug. Því sló allt í einu niður í hug minn, að honum væri eitthvað kunnugt um tilgang Hans og fyrirætlanir, hverjar sem þær nú hefðu verið. Brói sótti litla bílinn og sagði mér þegar hann kom, að Hans væri farinn suður. Sennilega yrði hann dæmd- ur í fangelsi fyrir þjófnað og fleira, en þegar hann sá, að ég var eins og álfur úr hól og vissi varla, við hvað hann átti, því ég vissi, að Bjöm hefði ekki kært hann, hætti hann allt í einu að segja mér frá þessu og spurði, hvort ég þekkti Hans ekki vel. Ég játaði því, ég hefði þekkt hann frá því ég var smákrakki. „Og hefirðu aldrei heyrt neitt misjafnt um hann?“ „Ekkert sem þyrfti að dæma hann í fangelsi fyrir.“ „Jæja,“ sagði þá Brói. „Það er þá bezt, að ég sé ekki að lepja neinar slúðursögur í þig, en ég hélt bara, að þú vissir hvernig sögur ganga um hann. — Hefur Björn ekkert sagt þér?“ (Framhald.) ÓTRÚLEGT, EN SATT Framhald af bls. 278. ------------------------- frásögn lífsreynslu sinnar, og hana ríflega að manni skilst. — En fær raunverulega nokkur sá, er ber lífs- reynslu sína á alþjóðartorg hana greidda, verður hún nokkurn tíma metin réttilega til fjár, sett í prósentur eða henni samin lög?--- Ég hef slökkt á miðstöðinni, frostbitur vetrarvind- urinn þýtur við gluggann. Ég horfi á rúðurnar meðan þær eru að héla. Það er fögur sjón og sérstæð list, sem aldrei hefur barizt til listamannslauna. A rúðumar koma þyrnar og rósir, pálmablöð og grátviður, og öll þessi fumlausa dráttlist felur mér sýn út í nóttina, svo ég fæ ekld greint, hvort utan gluggans er stjörnubjartur him- inn eða hrannaður skýjum.--- Dagskrá útvarpsins er lokið. í þrjú hundmð sextíu og fimm daga á ári í rúm þrjátíu ár hefur það sagt okkur að einn dagur sé þúsund ár og þúsund ár einn dagur í guðsfriði. 288 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.