Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 20
framfætur og gat svo þokað sér aftur á bak á magan- um og togað lambið með sér. Þegar hann loks komst með lambið fram að gjótu-opinu, gat ég seilst í það og dregið það upp, og feginn var ég, þegar höfuð bróður míns birtist í gjótu-opinu, en skyrtan á baki hans var öll henglarifin. — Ekkert sá á lambinu. Þarna skall hurð nærri hælum. Ef ég hefði ekki ver- ið svo heppinn að rekast á gjótu-opið á meðan lambs- förin voru greinileg á gjótu-botninum, þá er ólíldegt að lambið hefði nokkurn tíma fundizt. Engum gat dott- ið í hug að þama leyndist nokkur hætta. Eg var þarna þaulkunnugur og hafði þó aldrei rekizt á þessa hellis- gjótu. Þetta lamb, sem við björguðum, var falleg gráflekk- ótt gimbur. Hún var síðar kölluð Rós og bróður mín- um yngsta var gefið lambið. Þetta varð mesta happa- skepna og urðu afkomendur hennar margir og vænir, og kom þar Rós eftir Rós með sama lit og nafni. REIÐHESTUR AFVELTA í KRÖPPU ÞÝFI. Þegar ég var 17 ára gamall, varð bróðir minn, sem bjargaði með mér lambinu úr hellisgjótunni og ánni úr dýinu, bráðkvaddur 28 ára gamall. Var það mikið og sorglegt áfall fyrir heimilið allt, og saknaði ég hans mjög. Hann átti góðan reiðhest 10—12 vetra gamlan, er þetta gerðist. Var hann rauður að lit og kallaður Rauðm. Alltaf hafði hann verið á járnum og alinn inni á vetrum, en veturinn eftir að bróðir minn dó, mun hann hafa gengið með öðrum hestum, sem hýstir voru um nætur og gefið, en ekki verið eldishestur þann vet- ur, sem svo var kallað. Þegar kom fram undir sumarmál þennan vetur, var tíð mild og hlý og snjólaust um láglendi. Voru þá hest- arnir látnir ráða sér. Þeir voru hýstir og gefið, ef þeir komu heim, en ekki sóttir, ef þeir komu ekki, og lágu þá úti. Mig minnir að liðið hafi tvær eða þrjár nætur þannig, að hestarnir lægju úti, og átti ég þá leið niður að sjó að líta eftir kindum, og ætlaði að athuga hest- ana um leið. Ég sá strax, þegar ég kom til hestanna, að Rauð vantaði. Ekki hafði ég leitað lengi, er ég kom auga á hann. Hann lá afvelta í þurrum, kröppum mó- um og stóðu fætur hans beint upp í loftið. Ér ég kom að honum, sá ég að herðakamburinn var fast skorðað- ur milli þúfna, en lausara var um afturhlutann. Hestur- inn var þannig settur, að hann gat ekkert brotizt um, nema hreyft fæturna, enda hafði hann þegar komizt að raun um það, að slíkt væri tilgangslaust. Hann hreyfði því hvorki legg né lið. — Þegar ég kom að honum, lá höfuðið flatt á móunum og hesturinn renndi til mín þreytulegum vonaraugum. Heim að bænum var svo sem 10—12 mínútna gangur og vitanlega hefði því ver- ið skynsamlegast að hlaupa strax heim og sækja mann- hjálp, en ég gat ekki hugsað til þess, að yfirgefa hest- inn, án þess að gera tilraun til þess að bjarga honum úr þessum heljargreipum. Mér virtist líka vonarglamp- inn í augum hans lifna, er ég kraup niður hjá honum og klappaði honum og gældi við hann. Ég var orðinn 18 ára er þetta gerðist, og þóttist full- fær karlmaður að kröftum og áræði. Ég tók því föstu taki í faxið, rétt framan við herðakambinn og reyndi með sameinuðu átaki með höndum og hnjám að lyfta hestinum upp úr þúfnaskomingnum. Fyrsta tilraunin mistókst. En eitthvað hafði þó losnað tun hestinn, því að hann fékk bolmagn til að hreyfa sig eitthvað og þá bylti hann sér þannig til, að ég kastaðist frá honum langt út í móa, en hann féll aftur ofan í sama farið. Ég gafst þó ekki upp og gerði aðra tilraun og gat nú lyft honum ofurlítið og komið hnjánum inn undir herðakambinn. Enn bylti Rauður sér til, og enn kast- leið upp úr þúfnaskorningnum og nú lá hann flatur á aðist ég frá honum út á móana, en Rauður losnaði um móunum og stundi við. Nú hófst hjá mér hörð og erfið barátta. Hesturinn lá þarna á smáþýfðum kröppum móahnjótum, en rétt hjá var þurr, þúfnalaus bali. Ég vildi nú reyna að þoka hestinum út á þennan slétta bala, þar sem betur færi um hann. Enn er mér það ekki full-ljóst, hvemig mér tókst þetta. Ég var eins og ég sagði fyrr fullra 18 ára og tal- inn bráðþroska að kröftum, þótt ég væri ekki nema meðalmaður að stærð. Og nú hófst baráttan. Ég reyndi enn að lyfta hestinum upp að framan og reyndi jafn- framt að þoka honum í áttina að balanum. Það var eins og Rauður skildi mig. Hann bylti sér til og sparkaði frá sér og ég fann að hann þokaðist aðeins til. Næst tók ég í taglið og togaði af öllum kröftum, og nú tókst mér að draga afturhlutann ofurlítið tdl. Mesta hættan var að verða fyrir afturfótunum, þegar hesturinn spark- aði frá sér. Næst reyndi ég aftur að taka í faxið. Ég reyndi að lyfta Rauð upp að framan og koma hnjánum undir framhlutann. Enn rykkti Rauður sér til og mér tókst að draga framhlutann í áttina að slétta balanum. Á einhvern yfimáttúrlegan hátt tókst mér loks að draga hestinn úr móunum inn á slétta blettinn, og nú lá hann þarna flatur og stundi þungt. Sjálfur var ég alveg ör- magna. Ennþá get ég ekki skilið það, hvemig mér tókst að þoka fullstórum hesti út úr móunum og á þennan slétta blett. Aðaláhættan var, eins og fyrr getur, að verða fyrir höggum af afturfótunum, er hesmrinn barð- ist um og bylti sér, en hættulaust var að lyfta undir hann að framan, en marga veltuna fékk ég út í móa, þegar hesturinn braust um. En nú lá Rauður þarna og sttmdi þungt. Ég kraup niður hjá honum, klóraði hanum á bak við evrun og strauk um höfuðið á honum. Það var eins og smá létti yfir Rauð. Hann fór að anda rólega og lyfta höfðinu, og nú var eins og þakklæti og gleði lýsti úr augunum. Nú var vonleysið horfið úr svipnum. Smátt og smátt kom eins og eðlileg hreyfing á vöðva og útlimi. Rauð- ur reisti höfuðið, braust um fast og reif sig á fætur. En þá skalf hann allur og riðaði til, eins og hann væri fársjúkur. Ég gekk til hans, lagði handlegginn yfir herðakambinn og strauk þétt um brjóstvöðvana. Smátt 280 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.