Heima er bezt - 01.08.1963, Blaðsíða 18
ARNÞOR ARNASON:
Otrúl egt, en satt
r
" Ftvarpið, hin rismikla menningarstofnun þjóðar-
innar, hefur auglýst efni til flutnings, kveðið
____/ á um orðafjölda, gefið bendingar um efnisval
og heitið launum eftir mati tilkvaddra heiðurs-
manna. „Því gleymi ég aldrei“ skal verða þitt leiðarljós,
og ætla mætti að margur tæki sér penna í hönd.
Því leita ég mér minnisverðra atburða úr bernsku
til dagsins í dag. Þó er kannske á þessari kvöldstund það
gleymt, er ég eitt sinn hugði að aldrei mundi úr minni
líða, eða það er ég vildi bera á gleymskunnar vettvang
fæst ekki til að yfirgefa vitund mína. Svo verður það
liðna ekki sagt og skilið á sama hátt og meðan það gerð-
ist, þegar mörg ár eru orðin að baki.
Mér kemur nú fyrst í hug minning frá barnsaldri, er
ég heimsótti leiksystur mína og við fórum á hornsíla-
veiðar í sólheitu fjöruborði, samhuga og kappsfull um
veiðina. Tveir sælir sakleysingjar með lítt skráð blöð í
lífsins bók.
Því gleymi ég aldrei.
Vegna erfða um ættir fram og heimilishátta elst ég
upp við rímnakveðskap, ljóðalestur og ljóðagerð.
Barnsskór slitna, aldur færist yfir og ég verð ástfang-
inn.
Og því ekki að spjalla um skáldskap við elskuna sína.
Þar er ekki komið að tómum kofunum. Rímur, lausa-
vísur og ótölulegur fjöldi kvæða eftir höfuðskáld þjóð-
arinnar eru þar föst í minni; ekki einstök erindi, held-
ur kvæðið allt. Landið, þjóðin og sagan í rímuðu máli,
sem varðveitt er frá gleymsku í mörgum bókum, er
yfir mér flutt með hrynjandi íslenzkrar tungu fjarri
pappír og bókahillum.
Þetta reyndist gott búsílag þegar til heimilis er stofn-
að á þeim gömlu góðu dögum þegar öllu verður að
halda til skila vegna nauðþurfta. Tvær samstilltar mann-
verur helga krafta sína vaxandi heimili til batnandi
efnahags, og eigi verður séð né sundurgreint hvort á
þar stærri hlut.
Smátt og smátt kemur ein og ein langþráð bók í
hillu eða hornskáp. En líf sérhvers manns verður ekki
sveigt samkvæmt fimm ára áætlun að öllu eða ákveðn-
um brautum að vild.
Konan mín verður lasin og liggur í rúminu nokkra
daga, unz hún hrópar skyndilega út í þögn næturinn-
ar: „Elvað er þetta, er ég að deyja?“ — Og að kvöldi
þess dags hefur hún verið flutt í óráði á sjúkrahús og
glímir þar við spurninguna miklu um líf og dauða.
Heimilið, helgasta vé hverrar fjölskyldu, er orðið
reikult þang á blóðugum bylgjum.
Sú stund gleymist aldrei.
Nú tek ég mér hvíld við skriftirnar og kveiki í píp-
unni minni.
Á hægindastól skammt frá borðinu situr kona með
hendur í skauti, róleg og hljóðlát, með öryggiskennd
í návist minni. Hún mun ekki svara spumingu útvarps-
ins að sinni. Á einni nóttu fyrir tíu ámm missti hún
minnið og hefur lagt þau öll inn á hlaupareikning
gleymskunnar.
Lærðir menn hjá tryggingarstofnun ríkisins hafa met-
ið þessa skerðingu á venjulegri heilbrigði til áttatíu
hundraðshluta að örorku.
En aðrir vitringar hjá þeirri stofnun hafa vitað á því
full skil, að henni bæri engin réttur til örorkubóta öll
þessi ár, og hagað sér í samræmi við það.
Enginn skyldi deila við dómarann.
Hér sit ég við skriftir í kvöld, fyrirvinna heimilis-
ins, sem hvem dag skal ganga til erfiðisvinnu utan þess.
Þegar ég kveð konuna að morgni segir hún: „Ég skal
vera róleg.“ Meðan ég er fjarverandi veit hún það eitt
um mig að ég sé í vinnu, en hvenær ég komi heim er
henni lokuð bók. Og ekki veit ég við starf mitt, hvort
hana verði heima að hitta að dagsverki loknu. Það segir
fátt af einum.
Ég hefi verið heima í dag. Þetta hefur verið einn af
okkar góðu dögum; i kyrrlátri ró höfum við setið á
rústum þess, er áður var. —
Utvarpið hefur ekld þagað í kvöld fremur en endra-
nær. Seinlátur maður hefur hrokkið við.
Tilkvaddir heiðursmenn hafa lokið talningu sinni og
gæðamati. Rithöfundar hafa ekki sagt of né van, þeir
skulu stærsta umbun hljóta sinnar lífsreynslu.
Frá því er skýrt með furðuhreim í rödd, að tæpt
hundrað manna hafi, er þeir skyldu rita um það sem
þeim gleymdist aldrei, skýrt frá sinni persónulegu
reynslu, og að á henni voru hjá sumum tæknilegir gall-
ar, sem þessir heiðursmenn eru umkomnir að nema
brott. Nokkrir einstaklingar hafa fengið fjármuni fyrir
(Framhald á bls. 288.)
278 Heima er bezt